Rannsaka hvort fíflar geti nýst í sólarvörn Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. júní 2018 06:00 Áhugi Önnu Maríu á viðfangsefninu kviknaði vegna þess að fíflar eru töluvert notaðir sem lækningajurt í heimalandi hennar, Víetnam. Vísir/STEFán Hugsanlegt er að hægt verði að þróa sólarvörn úr efnum sem finnast í túnfíflum og skarifífli. Anna Maria Trang Davíðsdóttir, meistaranemi í matvælafræði, hefur í vetur verið að skoða polyphenol, sem eru lífvirk andoxunarefni í túnfíflum og skarifífli. Anna María hefur verið að kanna hvernig efnin hegða sér undir ljósi og hvernig efnin varðveitist og hvaða geymsluaðferðir séu bestar. Hún leggur áherslu á að enn sem komið er sé engin framleiðsla komin í gang. „En þetta er mjög öflugt andoxunarefni og í framtíðinni mætti hugsanlega nýta það í sólarvörn. Síðasta mælingin verður í júlí og þá get ég nokkurn veginn sagt til um áhrif ljóss á hegðun polyphenola í túnfíflum og skarifíflum. En þangað til er ég svolítið með þetta í lausu lofti,“ segir hún.Gulir, rétt eins og sólin.Vísir/gettyAnna María hefur unnið verkefnið undir stjórn Kristbergs Kristbergssonar, prófessors við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og rannsóknastjóra hjá TARAMAR ehf., og Björns Aðalbjörnssonar lektors. Rannsóknirnar eru unnar hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Matís. „Það hefur gagnast mér mjög vel og er alveg frábært. Ég fæ alla vega allt sem mig vantar, sem er mjög mikilvægt þegar maður þarf að mæla svona sérstakt efni,“ segir Anna María. Björn Viðar Aðalbjörnsson, lektor í matvæla- og næringarfræðideild við Háskóla Íslands og annar leiðbeinanda Önnu Maríu, kannast ekki við að mikið sé unnið með fífla í rannsóknum og nýsköpun í matvæla- og næringarfræði. Hann vekur athygli á því að Anna María hafi fengið áhuga á viðfangsefninu vegna þess að fíflar eru töluvert notaðir sem lækningajurt í heimalandi hennar, Víetnam. „Hún er að skoða hvernig hægt er að nýta þetta betur, frekar en að slá þetta bara úti á túni og henda þessu,“ segir Björn Viðar. Töluvert sé um nýsköpun í matvælafræðinni. „Það eru nokkur verkefni í gangi.“ Birtist í Fréttablaðinu Vísindi Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Hugsanlegt er að hægt verði að þróa sólarvörn úr efnum sem finnast í túnfíflum og skarifífli. Anna Maria Trang Davíðsdóttir, meistaranemi í matvælafræði, hefur í vetur verið að skoða polyphenol, sem eru lífvirk andoxunarefni í túnfíflum og skarifífli. Anna María hefur verið að kanna hvernig efnin hegða sér undir ljósi og hvernig efnin varðveitist og hvaða geymsluaðferðir séu bestar. Hún leggur áherslu á að enn sem komið er sé engin framleiðsla komin í gang. „En þetta er mjög öflugt andoxunarefni og í framtíðinni mætti hugsanlega nýta það í sólarvörn. Síðasta mælingin verður í júlí og þá get ég nokkurn veginn sagt til um áhrif ljóss á hegðun polyphenola í túnfíflum og skarifíflum. En þangað til er ég svolítið með þetta í lausu lofti,“ segir hún.Gulir, rétt eins og sólin.Vísir/gettyAnna María hefur unnið verkefnið undir stjórn Kristbergs Kristbergssonar, prófessors við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og rannsóknastjóra hjá TARAMAR ehf., og Björns Aðalbjörnssonar lektors. Rannsóknirnar eru unnar hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Matís. „Það hefur gagnast mér mjög vel og er alveg frábært. Ég fæ alla vega allt sem mig vantar, sem er mjög mikilvægt þegar maður þarf að mæla svona sérstakt efni,“ segir Anna María. Björn Viðar Aðalbjörnsson, lektor í matvæla- og næringarfræðideild við Háskóla Íslands og annar leiðbeinanda Önnu Maríu, kannast ekki við að mikið sé unnið með fífla í rannsóknum og nýsköpun í matvæla- og næringarfræði. Hann vekur athygli á því að Anna María hafi fengið áhuga á viðfangsefninu vegna þess að fíflar eru töluvert notaðir sem lækningajurt í heimalandi hennar, Víetnam. „Hún er að skoða hvernig hægt er að nýta þetta betur, frekar en að slá þetta bara úti á túni og henda þessu,“ segir Björn Viðar. Töluvert sé um nýsköpun í matvælafræðinni. „Það eru nokkur verkefni í gangi.“
Birtist í Fréttablaðinu Vísindi Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira