Rannsaka hvort fíflar geti nýst í sólarvörn Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. júní 2018 06:00 Áhugi Önnu Maríu á viðfangsefninu kviknaði vegna þess að fíflar eru töluvert notaðir sem lækningajurt í heimalandi hennar, Víetnam. Vísir/STEFán Hugsanlegt er að hægt verði að þróa sólarvörn úr efnum sem finnast í túnfíflum og skarifífli. Anna Maria Trang Davíðsdóttir, meistaranemi í matvælafræði, hefur í vetur verið að skoða polyphenol, sem eru lífvirk andoxunarefni í túnfíflum og skarifífli. Anna María hefur verið að kanna hvernig efnin hegða sér undir ljósi og hvernig efnin varðveitist og hvaða geymsluaðferðir séu bestar. Hún leggur áherslu á að enn sem komið er sé engin framleiðsla komin í gang. „En þetta er mjög öflugt andoxunarefni og í framtíðinni mætti hugsanlega nýta það í sólarvörn. Síðasta mælingin verður í júlí og þá get ég nokkurn veginn sagt til um áhrif ljóss á hegðun polyphenola í túnfíflum og skarifíflum. En þangað til er ég svolítið með þetta í lausu lofti,“ segir hún.Gulir, rétt eins og sólin.Vísir/gettyAnna María hefur unnið verkefnið undir stjórn Kristbergs Kristbergssonar, prófessors við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og rannsóknastjóra hjá TARAMAR ehf., og Björns Aðalbjörnssonar lektors. Rannsóknirnar eru unnar hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Matís. „Það hefur gagnast mér mjög vel og er alveg frábært. Ég fæ alla vega allt sem mig vantar, sem er mjög mikilvægt þegar maður þarf að mæla svona sérstakt efni,“ segir Anna María. Björn Viðar Aðalbjörnsson, lektor í matvæla- og næringarfræðideild við Háskóla Íslands og annar leiðbeinanda Önnu Maríu, kannast ekki við að mikið sé unnið með fífla í rannsóknum og nýsköpun í matvæla- og næringarfræði. Hann vekur athygli á því að Anna María hafi fengið áhuga á viðfangsefninu vegna þess að fíflar eru töluvert notaðir sem lækningajurt í heimalandi hennar, Víetnam. „Hún er að skoða hvernig hægt er að nýta þetta betur, frekar en að slá þetta bara úti á túni og henda þessu,“ segir Björn Viðar. Töluvert sé um nýsköpun í matvælafræðinni. „Það eru nokkur verkefni í gangi.“ Birtist í Fréttablaðinu Vísindi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Hugsanlegt er að hægt verði að þróa sólarvörn úr efnum sem finnast í túnfíflum og skarifífli. Anna Maria Trang Davíðsdóttir, meistaranemi í matvælafræði, hefur í vetur verið að skoða polyphenol, sem eru lífvirk andoxunarefni í túnfíflum og skarifífli. Anna María hefur verið að kanna hvernig efnin hegða sér undir ljósi og hvernig efnin varðveitist og hvaða geymsluaðferðir séu bestar. Hún leggur áherslu á að enn sem komið er sé engin framleiðsla komin í gang. „En þetta er mjög öflugt andoxunarefni og í framtíðinni mætti hugsanlega nýta það í sólarvörn. Síðasta mælingin verður í júlí og þá get ég nokkurn veginn sagt til um áhrif ljóss á hegðun polyphenola í túnfíflum og skarifíflum. En þangað til er ég svolítið með þetta í lausu lofti,“ segir hún.Gulir, rétt eins og sólin.Vísir/gettyAnna María hefur unnið verkefnið undir stjórn Kristbergs Kristbergssonar, prófessors við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og rannsóknastjóra hjá TARAMAR ehf., og Björns Aðalbjörnssonar lektors. Rannsóknirnar eru unnar hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Matís. „Það hefur gagnast mér mjög vel og er alveg frábært. Ég fæ alla vega allt sem mig vantar, sem er mjög mikilvægt þegar maður þarf að mæla svona sérstakt efni,“ segir Anna María. Björn Viðar Aðalbjörnsson, lektor í matvæla- og næringarfræðideild við Háskóla Íslands og annar leiðbeinanda Önnu Maríu, kannast ekki við að mikið sé unnið með fífla í rannsóknum og nýsköpun í matvæla- og næringarfræði. Hann vekur athygli á því að Anna María hafi fengið áhuga á viðfangsefninu vegna þess að fíflar eru töluvert notaðir sem lækningajurt í heimalandi hennar, Víetnam. „Hún er að skoða hvernig hægt er að nýta þetta betur, frekar en að slá þetta bara úti á túni og henda þessu,“ segir Björn Viðar. Töluvert sé um nýsköpun í matvælafræðinni. „Það eru nokkur verkefni í gangi.“
Birtist í Fréttablaðinu Vísindi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira