Innlent

Katrín og Guðni fylgdust með leiknum á Hrafnseyri

Sylvía Hall skrifar
Gestir á Hrafnseyri fylgdust spenntir með landsliðinu í dag.
Gestir á Hrafnseyri fylgdust spenntir með landsliðinu í dag. Vísir/Hafþór
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fylgdust með leik Íslands gegn Argentínu á Hrafnseyri í dag. Heimsóknin var í tilefni hundrað ára afmælis fullveldis Íslands, en Hrafnseyri er fæðingarstaður Jóns Sigurðssonar.

Katrín birti mynd af sér á Twitter-síðu sinni sem sýnir augnablikið þegar Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá knattspyrnugoðinu Lionel Messi.



Guðni fylgdist með leiknum ásamt tveimur börnum sínum, sem voru þjóðlega klædd í tilefni dagsins. Katrín sjálf var í landsliðsbol frá 66° Norður og gæddi sér á kjötsúpu yfir leiknum.



Engir embættismenn Íslands voru viðstaddir fyrsta leik Íslands á heimsmeistaramótinu, en ríkisstjórnin ákvað að sniðganga mótið vegna árásarinnar á Sergei Skripal og dóttur hans. Eliza Reid, forsetafrú, var þó á leiknum ásamt tveimur eldri drengjum forsetahjónanna.

Mikil spenna yfir leiknum.Vísir/Hafþór
Guðni mætti ásamt tveimur börnum sínum.Vísir/Hafþór

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×