Kona boccia-þjálfarans taldi enga hættu af líflátshótun Guðrúnar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 13. júní 2018 06:00 Vigfús mætti til aðalmeðferðar málsins í gær og bar að hann hefði orðið hræddur í kjölfar orða Guðrúnar. Fréttablaðið/Auðunn Guðrún Karítas Garðarsdóttir sem ákærð hefur verið fyrir að hóta fyrrverandi boccia-þjálfaranum Vigfúsi Jóhannessyni lífláti, neitaði sök við aðalmeðferð málsins sem fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. Eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá hefur umræddur þjálfari verið til rannsóknar hjá lögreglu um nokkurra ára skeið vegna meintra kynferðisbrota. Honum var birt ákæra í apríl síðastliðnum þar sem honum er gefið að sök að hafa ítrekað nauðgað þroskaskertri konu sem æfði boccia undir hans handleiðslu. Í ágúst síðastliðnum varð Guðrún þess áskynja að Vigfús var að reyna að setja sig í samband við dóttur hennar. Hún brást þá ókvæða við og þusti inn á gólf vinnustaðar hans og hafði í hótunum við hann í vitna viðurvist. Í ákæru er henni gefið að sök að hafa sagt: „Ég skal drepa þig, helvítið þitt,“ og „jú, víst, ég get látið drepa þig“. Í ákæru er byggt á því að orðin hafi verið til þess fallin að vekja ótta Vigfúsar um líf sitt og velferð. Guðrún neitaði því í héraðsdómi í gær að hafa viðhaft þessi orð en viðurkenndi að hafa sagt: „Ég skal drepa þig ef þú snertir dóttur mína.“ Þá bar hún að þessi orð hefðu ekki verið til þess fallin að Vigfús hefði með réttu mátt óttast um líf sitt, heilbrigði og velferð. Vigfús gaf einnig skýrslu fyrir dómi og bar að hann hefði orðið hræddur í kjölfar orða Guðrúnar. Eiginkona Vigfúsar bar hins vegar fyrir dómi að henni hafi virst orð Guðrúnar hafa verið látin falla í brjálæðiskasti og engin raunveruleg hætta hafi verið á ferðum. Dóms er að vænta í málinu innan nokkurra vikna. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara Móðir þroskaskertrar konu hefur verið ákærð fyrir líflátshótun gegn boccia-þjálfara dóttur sinnar. Þjálfarinn er grunaður um að hafa brotið gegn þroskaskertum konum sem hann þjálfaði. Mál hans er á borði saksóknara eftir tæplega þriggja ára rannsókn hjá lögreglu. 23. mars 2018 06:00 Þjálfari ákærður fyrir ítrekaðar nauðganir Mál fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri, sem ákærður hefur verið fyrir að nauðga tvítugri þroskaskertri stúlku fjölmörgum sinnum, verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Konan æfði boccia hjá manninum. 14. maí 2018 06:00 Guðrún fagnar ákæru á hendur boccia þjálfara Þjálfarinn var kærður fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri stúlku. 26. apríl 2018 23:37 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Sjá meira
Guðrún Karítas Garðarsdóttir sem ákærð hefur verið fyrir að hóta fyrrverandi boccia-þjálfaranum Vigfúsi Jóhannessyni lífláti, neitaði sök við aðalmeðferð málsins sem fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. Eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá hefur umræddur þjálfari verið til rannsóknar hjá lögreglu um nokkurra ára skeið vegna meintra kynferðisbrota. Honum var birt ákæra í apríl síðastliðnum þar sem honum er gefið að sök að hafa ítrekað nauðgað þroskaskertri konu sem æfði boccia undir hans handleiðslu. Í ágúst síðastliðnum varð Guðrún þess áskynja að Vigfús var að reyna að setja sig í samband við dóttur hennar. Hún brást þá ókvæða við og þusti inn á gólf vinnustaðar hans og hafði í hótunum við hann í vitna viðurvist. Í ákæru er henni gefið að sök að hafa sagt: „Ég skal drepa þig, helvítið þitt,“ og „jú, víst, ég get látið drepa þig“. Í ákæru er byggt á því að orðin hafi verið til þess fallin að vekja ótta Vigfúsar um líf sitt og velferð. Guðrún neitaði því í héraðsdómi í gær að hafa viðhaft þessi orð en viðurkenndi að hafa sagt: „Ég skal drepa þig ef þú snertir dóttur mína.“ Þá bar hún að þessi orð hefðu ekki verið til þess fallin að Vigfús hefði með réttu mátt óttast um líf sitt, heilbrigði og velferð. Vigfús gaf einnig skýrslu fyrir dómi og bar að hann hefði orðið hræddur í kjölfar orða Guðrúnar. Eiginkona Vigfúsar bar hins vegar fyrir dómi að henni hafi virst orð Guðrúnar hafa verið látin falla í brjálæðiskasti og engin raunveruleg hætta hafi verið á ferðum. Dóms er að vænta í málinu innan nokkurra vikna.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara Móðir þroskaskertrar konu hefur verið ákærð fyrir líflátshótun gegn boccia-þjálfara dóttur sinnar. Þjálfarinn er grunaður um að hafa brotið gegn þroskaskertum konum sem hann þjálfaði. Mál hans er á borði saksóknara eftir tæplega þriggja ára rannsókn hjá lögreglu. 23. mars 2018 06:00 Þjálfari ákærður fyrir ítrekaðar nauðganir Mál fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri, sem ákærður hefur verið fyrir að nauðga tvítugri þroskaskertri stúlku fjölmörgum sinnum, verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Konan æfði boccia hjá manninum. 14. maí 2018 06:00 Guðrún fagnar ákæru á hendur boccia þjálfara Þjálfarinn var kærður fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri stúlku. 26. apríl 2018 23:37 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Sjá meira
Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara Móðir þroskaskertrar konu hefur verið ákærð fyrir líflátshótun gegn boccia-þjálfara dóttur sinnar. Þjálfarinn er grunaður um að hafa brotið gegn þroskaskertum konum sem hann þjálfaði. Mál hans er á borði saksóknara eftir tæplega þriggja ára rannsókn hjá lögreglu. 23. mars 2018 06:00
Þjálfari ákærður fyrir ítrekaðar nauðganir Mál fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri, sem ákærður hefur verið fyrir að nauðga tvítugri þroskaskertri stúlku fjölmörgum sinnum, verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Konan æfði boccia hjá manninum. 14. maí 2018 06:00
Guðrún fagnar ákæru á hendur boccia þjálfara Þjálfarinn var kærður fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri stúlku. 26. apríl 2018 23:37