Stórhættulegar konur Guðmundur Steingrímsson skrifar 25. júní 2018 07:00 Í aðdraganda síðasta leiks íslenska landsliðsins, á móti Nígeríu – sem er leikur sem við viljum ábyggilega flest gleyma – skapaðist nokkuð athyglisverð umræða um kynlíf og fótbolta. Heimir Hallgrímsson og Aron Einar fyrirliði voru spurðir að því á blaðamannafundi hvort ríkt hafi kynslífsbann hjá íslenska landsliðinu. Þeir urðu svolítið kindarlegir í framan en náðu að bjarga í horn með því að eyða hálfpartinn talinu. Í HM stofunni á RÚV sátu svo þrír karlmenn og roðnuðu þegar kvenkynsþáttastjórnandi bryddaði upp á umræðu um þetta sama mál. Finnst ykkur þetta vandræðalegt? spurði hún. Svarið var óljóst. Ég túlkaði svör Heimis og Arons á þann veg að kynlífsbann væri ekki raunin. Strákarnir og makar þeirra mega gera það sem þau vilja. Í eftirleik Nígeríuleiksins tók Heimir enn frekar af skarið í merkilegum ummælum um fótbolta og tilgang lífsins. Þar benti hann á, eftir að blaðamaður hafði gefið í skyn að Íslendingar hafi verið full afslappaðir í aðdraganda leiksins – hittandi konur sínar – að það væri margt mikilvægara í lífinu en fótbolti. Fjölskyldan væri til dæmis mikilvægari en fótbolti. Vafalítið hafa hörðustu fótboltabullurnar sopið hveljur við þessar hugleiðingar landsliðsþjálfarans.Eru makar bögg? Einhvers staðar undirliggjandi í kúltúrnum í kringum fótbolta lifir sú kenning góðu lífi að best sé að leikmenn séu algerlega lausir við maka sína í aðdraganda stórátaka. Spurningarnar til Heimis endurspegla þetta hugarfar. Hið alltumlykjandi álitamál sem hér blasir við er auðvitað það, hvort makar séu álitnir bögg. Er óttinn sá, að ef konurnar væru mikið með strákunum myndu þær tuða of mikið í þeim? „Hvenær ætlarðu að slá grasið heima, Gylfi?“ „Er nú ekki komið nóg af þessum boltaleik í bili, Birkir minn.“ „Það er gat á sokkunum þínum, Hannes.“ „Hringdu í mömmu þína, Aron.“ Eða eru þetta hættulegar konur? Myndu þær tæla strákana út á lífið, í syndsamlegt líferni holdsins freistinga? Hvísla svo lostafullum orðum í eyrað á þeim, að strákarnir gætu ekki einbeitt sér í marga daga á eftir? Er hræðslan sú, að ef konurnar væru mikið að koma myndu strákarnir algjörlega missa stjórn á sér og hætta að nenna að spila fótbolta? Eru þeir, af einhverjum – blessunarlega þó ekki Heimi, greinilega – álitnir svo grunnir? Nánast skepnur? Lífseig mýta Þetta er skrítið. Auðvitað skilur maður vel að það er algjörlega nauðsynlegt að hafa reglu á lífinu þegar tekist er á við stóra og erfiða áskorun. Það er mikilvægt að fara snemma að sofa, borða vel og hvílast. Ná að róa hugann. Ég sé hins vegar ekki að maki manns þurfi endilega að vera hindrun í þessu. Þvert á móti. Ákaflega margir, þar á meðal ég, sækja kraft til makans, styrk og hvatningu. Ég er viss um að strákarnir gera það líka. Ég veit satt að segja ekki hvernig ég kæmist í gegnum helstu áskoranir lífsins án eiginkonu minnar. Þetta finnst mér einmitt vera ein helsta pælingin með sambandi. Að eiga sér náinn lífsförunaut sem skilur mann og styður. Ég myndi ekki endilega telja það skynsamlegustu leiðina fyrir íþróttafólk til að komast í gegnum þrekraunir að vera uppi á hótelherbergi að spila tölvuleiki. Kynlíf með makanum væri uppbyggilegra. Það er viss mýta hér undirliggjandi, sem er nokkuð sterk í menningunni. Hún er sú að kynlíf fyrir keppnir sé einfaldlega skaðlegt. Sú mýta nær aftur til Forn-Grikkja. Þar var því trúað, að ef keppandi væri sveltur um kynlíf myndi baráttuþrek hans aukast. Rannsóknir styðja hins vegar ekki þessa kenningu. Í yfirgripsmikilli könnun vísindamanna við Oxfordháskóla á þátttakendum í Londonmaraþoninu árið 2000 kom í ljós að þeir keppendur sem höfðu stundað kynlíf kvöldið áður voru að meðaltali 5 mínútum fljótari í mark en hinir. Fjölmargar aðrar rannsóknir – sem reyndar hafa aðeins verið gerðar á karlmönnum, sem er merkilegt – hafa leitt í ljós að kynlíf hefur engin slæm áhrif á frammistöðu íþróttamanna nema reyndar ef það er stundað innan við tveimur tímum fyrir keppni. Ég efast um að það sé mikið að gerast í tilviki strákanna. Að vinna Króatíu Svo er það þetta með tilgang lífsins. Að eitthvað sé merkilegra en fótbolti. Hvernig vinnum við Króatíu? Kannski svona: Að strákarnir finni einmitt kraftinn og stuðninginn frá sínum nánustu, konum sínum, börnum og foreldrum. Að þeir þakki þeim alla trúna og hvatninguna með því spila sinn besta leik í lífinu, frá hjartanu. Fyrir þau. Því það er rétt sem Heimir segir. Fjölskyldan er mikilvægari en fótbolti. Frá henni sprettur hún yfirleitt, þessi aukaorka sem allir þurfa, þessi stóra ástæða til að vinna stærstu afrekin. Vonandi er kynlífsbann hjá Króötum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Ekkert kynlífsbann hjá íslenska liðinu Allavega ekki á meðan konurnar eru ekki komnar, segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari. 21. júní 2018 10:41 Mest lesið Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson Skoðun Virðum kennara – þeir móta framtíðina Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Virðum kennara – þeir móta framtíðina Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Háskólinn okkar – rektorskjör Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Táknmál Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar Skoðun Hvernig talar þú um netöryggi við barnið þitt? Berglind Jónsdóttir skrifar Skoðun Lærdómar helfararinnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar Skoðun Stafræn bylting sýslumanna Kristín Þórðardóttir skrifar Skoðun Þöggun ofbeldis Sara Rós Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Í aðdraganda síðasta leiks íslenska landsliðsins, á móti Nígeríu – sem er leikur sem við viljum ábyggilega flest gleyma – skapaðist nokkuð athyglisverð umræða um kynlíf og fótbolta. Heimir Hallgrímsson og Aron Einar fyrirliði voru spurðir að því á blaðamannafundi hvort ríkt hafi kynslífsbann hjá íslenska landsliðinu. Þeir urðu svolítið kindarlegir í framan en náðu að bjarga í horn með því að eyða hálfpartinn talinu. Í HM stofunni á RÚV sátu svo þrír karlmenn og roðnuðu þegar kvenkynsþáttastjórnandi bryddaði upp á umræðu um þetta sama mál. Finnst ykkur þetta vandræðalegt? spurði hún. Svarið var óljóst. Ég túlkaði svör Heimis og Arons á þann veg að kynlífsbann væri ekki raunin. Strákarnir og makar þeirra mega gera það sem þau vilja. Í eftirleik Nígeríuleiksins tók Heimir enn frekar af skarið í merkilegum ummælum um fótbolta og tilgang lífsins. Þar benti hann á, eftir að blaðamaður hafði gefið í skyn að Íslendingar hafi verið full afslappaðir í aðdraganda leiksins – hittandi konur sínar – að það væri margt mikilvægara í lífinu en fótbolti. Fjölskyldan væri til dæmis mikilvægari en fótbolti. Vafalítið hafa hörðustu fótboltabullurnar sopið hveljur við þessar hugleiðingar landsliðsþjálfarans.Eru makar bögg? Einhvers staðar undirliggjandi í kúltúrnum í kringum fótbolta lifir sú kenning góðu lífi að best sé að leikmenn séu algerlega lausir við maka sína í aðdraganda stórátaka. Spurningarnar til Heimis endurspegla þetta hugarfar. Hið alltumlykjandi álitamál sem hér blasir við er auðvitað það, hvort makar séu álitnir bögg. Er óttinn sá, að ef konurnar væru mikið með strákunum myndu þær tuða of mikið í þeim? „Hvenær ætlarðu að slá grasið heima, Gylfi?“ „Er nú ekki komið nóg af þessum boltaleik í bili, Birkir minn.“ „Það er gat á sokkunum þínum, Hannes.“ „Hringdu í mömmu þína, Aron.“ Eða eru þetta hættulegar konur? Myndu þær tæla strákana út á lífið, í syndsamlegt líferni holdsins freistinga? Hvísla svo lostafullum orðum í eyrað á þeim, að strákarnir gætu ekki einbeitt sér í marga daga á eftir? Er hræðslan sú, að ef konurnar væru mikið að koma myndu strákarnir algjörlega missa stjórn á sér og hætta að nenna að spila fótbolta? Eru þeir, af einhverjum – blessunarlega þó ekki Heimi, greinilega – álitnir svo grunnir? Nánast skepnur? Lífseig mýta Þetta er skrítið. Auðvitað skilur maður vel að það er algjörlega nauðsynlegt að hafa reglu á lífinu þegar tekist er á við stóra og erfiða áskorun. Það er mikilvægt að fara snemma að sofa, borða vel og hvílast. Ná að róa hugann. Ég sé hins vegar ekki að maki manns þurfi endilega að vera hindrun í þessu. Þvert á móti. Ákaflega margir, þar á meðal ég, sækja kraft til makans, styrk og hvatningu. Ég er viss um að strákarnir gera það líka. Ég veit satt að segja ekki hvernig ég kæmist í gegnum helstu áskoranir lífsins án eiginkonu minnar. Þetta finnst mér einmitt vera ein helsta pælingin með sambandi. Að eiga sér náinn lífsförunaut sem skilur mann og styður. Ég myndi ekki endilega telja það skynsamlegustu leiðina fyrir íþróttafólk til að komast í gegnum þrekraunir að vera uppi á hótelherbergi að spila tölvuleiki. Kynlíf með makanum væri uppbyggilegra. Það er viss mýta hér undirliggjandi, sem er nokkuð sterk í menningunni. Hún er sú að kynlíf fyrir keppnir sé einfaldlega skaðlegt. Sú mýta nær aftur til Forn-Grikkja. Þar var því trúað, að ef keppandi væri sveltur um kynlíf myndi baráttuþrek hans aukast. Rannsóknir styðja hins vegar ekki þessa kenningu. Í yfirgripsmikilli könnun vísindamanna við Oxfordháskóla á þátttakendum í Londonmaraþoninu árið 2000 kom í ljós að þeir keppendur sem höfðu stundað kynlíf kvöldið áður voru að meðaltali 5 mínútum fljótari í mark en hinir. Fjölmargar aðrar rannsóknir – sem reyndar hafa aðeins verið gerðar á karlmönnum, sem er merkilegt – hafa leitt í ljós að kynlíf hefur engin slæm áhrif á frammistöðu íþróttamanna nema reyndar ef það er stundað innan við tveimur tímum fyrir keppni. Ég efast um að það sé mikið að gerast í tilviki strákanna. Að vinna Króatíu Svo er það þetta með tilgang lífsins. Að eitthvað sé merkilegra en fótbolti. Hvernig vinnum við Króatíu? Kannski svona: Að strákarnir finni einmitt kraftinn og stuðninginn frá sínum nánustu, konum sínum, börnum og foreldrum. Að þeir þakki þeim alla trúna og hvatninguna með því spila sinn besta leik í lífinu, frá hjartanu. Fyrir þau. Því það er rétt sem Heimir segir. Fjölskyldan er mikilvægari en fótbolti. Frá henni sprettur hún yfirleitt, þessi aukaorka sem allir þurfa, þessi stóra ástæða til að vinna stærstu afrekin. Vonandi er kynlífsbann hjá Króötum.
Ekkert kynlífsbann hjá íslenska liðinu Allavega ekki á meðan konurnar eru ekki komnar, segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari. 21. júní 2018 10:41
Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar
Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar
Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun