Hið frjálslynda heimsskipulag í uppnámi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. júní 2018 12:05 "Það sem einkennir forsetatíð Trumps er óbeit hans á öllu marghliða samstarfi sem leggur kvaðir og skuldbindingar á Bandaríkin.“ Fréttablaðið/Anton Brink Bandaríkin drógu sig út úr Mannréttindaráðinu vegna þess að þau voru ekki tilbúin að taka við þeim aðfinnslum sem eru settar fram á þeim vettvangi. Þetta segir Silja Bára Ómarsdóttir, stjórnmálaprófessor við Háskóla Íslands um ákvörðun Bandaríkjanna að draga sig úr Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, greindu frá þessu á blaðamannafundi á þriðjudag. Haley sagði á blaðamannafundinum að Mannréttindaráðið væri „safnþró pólitískrar hlutdrægni“ og að hún ætti erfitt með að sætta sig við ályktanir sem hafa beinst gegn Ísrael á meðan ráðið hafi ekki gagnrýnt Íran nægilega afdráttarlaust; „ríki með afleita sögu í mannréttindum.“ Vísir fékk Silju Báru til þess að rýna í ákvörðun Bandaríkjastjórnar undir forystu Donalds Trump. Hún segir ákvörðunina um að segja sig úr ráðinu vera liður í stærri þróun.Nikki Haley og Mike Pompeo gerðu grein fyrir ákvörðuninni á blaðamannafundi á þriðjudag.Vísir/AFP„Það sem einkennir forsetatíð Trumps er óbeit hans á öllu marghliða samstarfi sem leggur kvaðir og skuldbindingar á Bandaríkin.“ Innan slíkra yfirþjóðlegra stofnana geti Bandaríkin ekki ákveðið eftir eigin geðþótta, hverju sinni, hvaða stefnu þau vilja taka eða haga sínum málum. Þvert á móti þurfi þau að lúta fyrirfram samþykktum reglum og viðmiðum sem eiga að gilda jafnt yfir alla innan viðkomandi stofnunar eða samstarfs. Trump hefur jafnt og þétt dregið saman seglin í alþjóðasamvinnu eftir að hann tók við embætti. Silja segir það skjóta skökku við því það hafi einmitt verið Bandaríkin sem voru forysturíki í því að smíða alþjóðakerfið. „Þau voru leiðtoginn í því að mynda þetta frjálslynda heimsskipulag sem byggir á þátttöku ríkja í samtökum eins og Sameinuðu þjóðunum þar sem sömu reglur eiga að gilda um alla þó svo að Bandaríkin hafi nú alltaf fengið sérmeðferð,“ bætir Silja við. Í krafti aðstöðu sinnar hafi enginn geta veitt Bandaríkjunum aðhald með sama hætti og Bandaríkin hafa gert gagnvart öðrum ríkjum. Að mati Silju snýst úrsögnin um að sýna styrk. Í ráðinu verði að fara eftir ákveðnum reglum sem krefjist fylgispektar og ábyrgðar og þau hafi ekki getað vaðið uppi í krafti valds síns eins og þau hafi viljað. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafssambandsins, sagði á þriðjudaginn að það hrikti í stoðum NATO. Hann upplýsti um þá bresti sem hafi komið upp í samskiptum aðildarríkjanna sem starfa saman í hernaðarbandalaginu eftir að Trump tók við embætti. Stoltenberg líkti ástandinu við pólitískt óveðurský og biðlaði til aðildarríkjanna að leggja hönd á plóg við að forða bandalaginu frá glötun. Stoltenberg líkir upplausnarástandinu við "pólitískt óveðurský“ og að Trump hafi stofnað samvinnu vesturlandanna í hættu.visir/gettyVerður NATO næsta yfirþjóðlega stofnun sem Trump segir Bandaríkin úr?„NATO stendur í sjálfu sér ekki veikt núna en Bandaríkin eru að draga sig úr öllu marhliða samstarfi þá kemur að því að þau draga sig úr NATO,“ segir Silja Bára. Bandalagið myndi veikjast töluvert með brotthvarfi Bandaríkjanna bæði vegna þess að Bandaríkin, auk Kanada, tengi heimsálfurnar tvær saman og vegna hernaðarstyrks síns. Fimmta grein NATO-sáttmálans kveður á um að árás á eitt aðildarríki bandalagsins jafngildir árás á þau öll. „Ef Bandaríkjaher er ekki lengur skuldbundinn til þess að verja aðildarríki NATO þá yrði herafli ekkert sem myndi gera aðra hrædda. Styrkur Bandaríkjahers vegur þyngst þar,“ segir Silja. Hún bendir á að Trump hafi talað digurbarkalega um að draga Bandaríkin úr NATO í aðdraganda forsetakosninganna en hann hafi dregið í land með yfirlýsingar eftir að hann varð forseti.Donald Trump, að því er séð verður, hefur ekki mikla trú á marghliða samstarfi ríkja.Vísir/AFPHræringar í alþjóðakerfinu Silja Bára bendir á að Bandaríkin hverfa frá þeirri alþjóðastefnu sem hefur verið mörkuð frá seinna stríði þá skapist svigrúm fyrir önnur stórveldi að fylla í það skarð sem Bandaríkin skilja eftir. Hún nefnir Kína í því samhengi. „Ef Kína verður oddaveldi í alþjóðasamfélaginu þá mótar Kína í rauninni viðmiðin og gildin sem ráða, alveg eins og Bandaríkin hafa gert. Það verður öðruvísi, við vitum ekki endilega hvernig öðruvísi en það eru sannarlega vísbendingar um það.“ Silja segir að frá seinni heimsstyrjöld hafi Bandaríkin, fremst í flokki, skapað hið frjálslynda heimsskipulag sem hefur verið við lýði sem byggir á hugmyndum eins og einstaklingsfrelsi, opna markaði, mannréttindi og samstarf ríkja í gegnum bandalög og stofnanir. Um þessar mundir hefur Kína efnt til samkeppni við Alþjóðabankann. „Alþjóðabankinn setur kröfur þegar ríki fá lánaða peninga þaðan; þau þurfa að mæta ákveðnum viðmiðum um gegnsæi, berjast gegn spillingu, tryggja stúlkubörnum menntun og allt þetta. Lýðræði og mannréttindi. Þetta tekst ekki alltaf en þessar kröfur eru þarna og það er hægt að þrýsta á um að það sé farið eftir þeim en Kína hefur með sínum fjárfestingum í Afríkuríkjum og ríkjum þar sem eru olíuauðlindir boðið ódýrt lánsfé án kvaða þannig að ríkin komast upp með að halda áfram með mannréttindabrot,“ segir Silja. Það sé ekki sá hvati fyrir hendi að mæta því sem Bandaríkin skilgreina sem réttlæti. „Maður hélt að Bandaríkin myndu halda sinni oddastöðu töluvert lengur en núna með þessari hegðun og að því er virðist illa ígrunduðu og illa útfærðu ákvörðunum er verið að skapa ákveðinn óstöðugleika innanfrá sem ætti að vera óþarfi,“ segir Silja Bára sem bendir á að það sé mynstur í alþjóðasamskiptum að vald færist á milli póla með tíð og tíma. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Aðskilnaður barna og foreldra illa ígrunduð ákvörðun: „Það eru brjálæðisleg gróðasjónarmið á bak við þetta“ „Það er engin þekking. Það er engin sýn. Það er engin lífsspeki.“ 21. júní 2018 15:30 Segir Trump grafa undan hlutverki Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi Silja ræðir um þau langtímaáhrif sem geta hlotist af stefnubreytingu Trumps á alþjóðavettvangi. 21. janúar 2018 19:34 Bandaríkin draga sig úr Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna Mike Pompeo og Nikki Haley hafa tilkynnt að Bandaríkin hætti þátttöku í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 21:29 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Bandaríkin drógu sig út úr Mannréttindaráðinu vegna þess að þau voru ekki tilbúin að taka við þeim aðfinnslum sem eru settar fram á þeim vettvangi. Þetta segir Silja Bára Ómarsdóttir, stjórnmálaprófessor við Háskóla Íslands um ákvörðun Bandaríkjanna að draga sig úr Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, greindu frá þessu á blaðamannafundi á þriðjudag. Haley sagði á blaðamannafundinum að Mannréttindaráðið væri „safnþró pólitískrar hlutdrægni“ og að hún ætti erfitt með að sætta sig við ályktanir sem hafa beinst gegn Ísrael á meðan ráðið hafi ekki gagnrýnt Íran nægilega afdráttarlaust; „ríki með afleita sögu í mannréttindum.“ Vísir fékk Silju Báru til þess að rýna í ákvörðun Bandaríkjastjórnar undir forystu Donalds Trump. Hún segir ákvörðunina um að segja sig úr ráðinu vera liður í stærri þróun.Nikki Haley og Mike Pompeo gerðu grein fyrir ákvörðuninni á blaðamannafundi á þriðjudag.Vísir/AFP„Það sem einkennir forsetatíð Trumps er óbeit hans á öllu marghliða samstarfi sem leggur kvaðir og skuldbindingar á Bandaríkin.“ Innan slíkra yfirþjóðlegra stofnana geti Bandaríkin ekki ákveðið eftir eigin geðþótta, hverju sinni, hvaða stefnu þau vilja taka eða haga sínum málum. Þvert á móti þurfi þau að lúta fyrirfram samþykktum reglum og viðmiðum sem eiga að gilda jafnt yfir alla innan viðkomandi stofnunar eða samstarfs. Trump hefur jafnt og þétt dregið saman seglin í alþjóðasamvinnu eftir að hann tók við embætti. Silja segir það skjóta skökku við því það hafi einmitt verið Bandaríkin sem voru forysturíki í því að smíða alþjóðakerfið. „Þau voru leiðtoginn í því að mynda þetta frjálslynda heimsskipulag sem byggir á þátttöku ríkja í samtökum eins og Sameinuðu þjóðunum þar sem sömu reglur eiga að gilda um alla þó svo að Bandaríkin hafi nú alltaf fengið sérmeðferð,“ bætir Silja við. Í krafti aðstöðu sinnar hafi enginn geta veitt Bandaríkjunum aðhald með sama hætti og Bandaríkin hafa gert gagnvart öðrum ríkjum. Að mati Silju snýst úrsögnin um að sýna styrk. Í ráðinu verði að fara eftir ákveðnum reglum sem krefjist fylgispektar og ábyrgðar og þau hafi ekki getað vaðið uppi í krafti valds síns eins og þau hafi viljað. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafssambandsins, sagði á þriðjudaginn að það hrikti í stoðum NATO. Hann upplýsti um þá bresti sem hafi komið upp í samskiptum aðildarríkjanna sem starfa saman í hernaðarbandalaginu eftir að Trump tók við embætti. Stoltenberg líkti ástandinu við pólitískt óveðurský og biðlaði til aðildarríkjanna að leggja hönd á plóg við að forða bandalaginu frá glötun. Stoltenberg líkir upplausnarástandinu við "pólitískt óveðurský“ og að Trump hafi stofnað samvinnu vesturlandanna í hættu.visir/gettyVerður NATO næsta yfirþjóðlega stofnun sem Trump segir Bandaríkin úr?„NATO stendur í sjálfu sér ekki veikt núna en Bandaríkin eru að draga sig úr öllu marhliða samstarfi þá kemur að því að þau draga sig úr NATO,“ segir Silja Bára. Bandalagið myndi veikjast töluvert með brotthvarfi Bandaríkjanna bæði vegna þess að Bandaríkin, auk Kanada, tengi heimsálfurnar tvær saman og vegna hernaðarstyrks síns. Fimmta grein NATO-sáttmálans kveður á um að árás á eitt aðildarríki bandalagsins jafngildir árás á þau öll. „Ef Bandaríkjaher er ekki lengur skuldbundinn til þess að verja aðildarríki NATO þá yrði herafli ekkert sem myndi gera aðra hrædda. Styrkur Bandaríkjahers vegur þyngst þar,“ segir Silja. Hún bendir á að Trump hafi talað digurbarkalega um að draga Bandaríkin úr NATO í aðdraganda forsetakosninganna en hann hafi dregið í land með yfirlýsingar eftir að hann varð forseti.Donald Trump, að því er séð verður, hefur ekki mikla trú á marghliða samstarfi ríkja.Vísir/AFPHræringar í alþjóðakerfinu Silja Bára bendir á að Bandaríkin hverfa frá þeirri alþjóðastefnu sem hefur verið mörkuð frá seinna stríði þá skapist svigrúm fyrir önnur stórveldi að fylla í það skarð sem Bandaríkin skilja eftir. Hún nefnir Kína í því samhengi. „Ef Kína verður oddaveldi í alþjóðasamfélaginu þá mótar Kína í rauninni viðmiðin og gildin sem ráða, alveg eins og Bandaríkin hafa gert. Það verður öðruvísi, við vitum ekki endilega hvernig öðruvísi en það eru sannarlega vísbendingar um það.“ Silja segir að frá seinni heimsstyrjöld hafi Bandaríkin, fremst í flokki, skapað hið frjálslynda heimsskipulag sem hefur verið við lýði sem byggir á hugmyndum eins og einstaklingsfrelsi, opna markaði, mannréttindi og samstarf ríkja í gegnum bandalög og stofnanir. Um þessar mundir hefur Kína efnt til samkeppni við Alþjóðabankann. „Alþjóðabankinn setur kröfur þegar ríki fá lánaða peninga þaðan; þau þurfa að mæta ákveðnum viðmiðum um gegnsæi, berjast gegn spillingu, tryggja stúlkubörnum menntun og allt þetta. Lýðræði og mannréttindi. Þetta tekst ekki alltaf en þessar kröfur eru þarna og það er hægt að þrýsta á um að það sé farið eftir þeim en Kína hefur með sínum fjárfestingum í Afríkuríkjum og ríkjum þar sem eru olíuauðlindir boðið ódýrt lánsfé án kvaða þannig að ríkin komast upp með að halda áfram með mannréttindabrot,“ segir Silja. Það sé ekki sá hvati fyrir hendi að mæta því sem Bandaríkin skilgreina sem réttlæti. „Maður hélt að Bandaríkin myndu halda sinni oddastöðu töluvert lengur en núna með þessari hegðun og að því er virðist illa ígrunduðu og illa útfærðu ákvörðunum er verið að skapa ákveðinn óstöðugleika innanfrá sem ætti að vera óþarfi,“ segir Silja Bára sem bendir á að það sé mynstur í alþjóðasamskiptum að vald færist á milli póla með tíð og tíma.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Aðskilnaður barna og foreldra illa ígrunduð ákvörðun: „Það eru brjálæðisleg gróðasjónarmið á bak við þetta“ „Það er engin þekking. Það er engin sýn. Það er engin lífsspeki.“ 21. júní 2018 15:30 Segir Trump grafa undan hlutverki Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi Silja ræðir um þau langtímaáhrif sem geta hlotist af stefnubreytingu Trumps á alþjóðavettvangi. 21. janúar 2018 19:34 Bandaríkin draga sig úr Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna Mike Pompeo og Nikki Haley hafa tilkynnt að Bandaríkin hætti þátttöku í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 21:29 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Aðskilnaður barna og foreldra illa ígrunduð ákvörðun: „Það eru brjálæðisleg gróðasjónarmið á bak við þetta“ „Það er engin þekking. Það er engin sýn. Það er engin lífsspeki.“ 21. júní 2018 15:30
Segir Trump grafa undan hlutverki Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi Silja ræðir um þau langtímaáhrif sem geta hlotist af stefnubreytingu Trumps á alþjóðavettvangi. 21. janúar 2018 19:34
Bandaríkin draga sig úr Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna Mike Pompeo og Nikki Haley hafa tilkynnt að Bandaríkin hætti þátttöku í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 21:29