Að lifa í sátt og samlyndi við sjálfan sig Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar 9. júlí 2018 11:12 Það getur verið flókið að vera til. Að upplifa allar þessar tilfinningar og hugsanir sem við finnum fyrir innra með okkur. Það virðist stundum vera algjörlega óyfirstíganlegt að geta nokkurn tímann lifað í sátt og samlyndi með allar þessar tilfinningar og hugsanir. Hvort sem það eru tilfinningar eins og reiði, ótti, depurð eða hugsanir sem vekja upp erfiðar tilfinningar eins og sjálfsgagnrýni, hugsanir um það sem við óttumst eða bara aðrar hugsanir, sem koma okkur úr jafnvægi. Það getur verið nær ómögulegt að gera árángursríkar tilraunir til að stýra þessum upplifunum sem streyma inn í meðvitund í tíma og ótíma. Hvort sem það er eitthvað innra með manni eða í umhverfinu sem ýtir undir þessar tilfinningar eða hugsanir. Þetta eru flókin ferli sem er erfitt er að hafa stjórn á. Hvernig er hægt að lifa í sátt og samlyndi með þetta tilfinninga og hugsanastreymi? Hvernig er hægt að efla getuna til þess að lifa með alla þessa flóru? Hvernig er hægt að þróa með sér færni og getu til þess að lifa í sátt og samlyndi með allan þennan hrærigraut? Það eru til ýmsar leiðir til þess og margir búa nú þegar yfir bæði uppbyggilegum og skaðlegum leiðum til þess. Allt frá því að fara í líkamsrækt, hitta góðan vin til þess að borða óhóflega eða einangra sig. Rannsóknir hafa einnig fundið leiðir innan sálfræðinnar sem hafa borið árangur í því að takast á við streituna sem getur fylgt öllum þessum upplifunum í daglegu lífi og starfi. Ein þessara leiða er að sýna sjálfum sér samkennd. Það er í raun og veru alveg gífurlega einföld leið en á sama tíma getur verið erfitt að stunda hana. Hún snýst einfaldlega um að vera opin fyrir erfiðum tilfinningum, sársauka, mistökum og veikleikum sínum og á sama tíma sýna sér umhyggju og góðvild. Það er að vera meðvitaður um erfiðu tilfinninguna, hugsunina, eða hvað sem það er sem er að rugga bátnum og upplifa ást og kærleika gagnvart sjálfum sér, þrátt fyrir upplifunina. Gífurlega einfalt í orðum en í framkvæmd þá getur verið auðvelt að flækja þetta fyrir sjálfum sér. Í huganum geta komið hugsanir um það að viðkomandi eigi þessa góðvild og umhyggju ekki skilið, að hann sé ekki nógu góður og sérstaklega að það sé eitthvað að honum út af því að hann hugsar þessa hugsun eða upplifir þessa tilfinningu. Þannig getur hugurinn því miður hindrað þetta einfalda verk að sýna sér einfaldlega góðvild og umhyggju þegar stormurinn svífur yfir í meðvitundinni. Rannsóknir sýna að þeir sem að tileinka sér samkennd gagnvart sjálfum sér upplifa meiri vellíðan, bjartsýni og betri færni í að takast á við ýmsa streituvalda. Það er hægt að þjálfa sig í þessum eiginleika, með hugleiðslu, ímyndun eða einfaldlega með því að sýna sér samkennd í verki. Með því að gera eitthvað sem vekur upp umhyggju og góðvild hjá sér. (Heimildir: Warren, R., Smeets, E. og Neff, K. D. (2016). Self-criticism and self-compassion: Risk and resilience for psychopathology. Current Psychiatry, 15(12), 18-32. Germer, C. K. (2009). The mindful path to self-compassion: Freeing yourself from destructive thoughts and emotions.New York: Guilford Press.) Hægt er að stunda ýmsar æfingar sem efla mann í þessu og er listi af þeim hægt að nálgast á www.styrkleikamat.is þar sem ég held út greinum og fræðslu um þessa og fleiri hluti. Höfundur er klínískur sálfræðingur sérmenntuð í sálfræði heilsueflingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigrún Þóra Sveinsdóttir Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Það getur verið flókið að vera til. Að upplifa allar þessar tilfinningar og hugsanir sem við finnum fyrir innra með okkur. Það virðist stundum vera algjörlega óyfirstíganlegt að geta nokkurn tímann lifað í sátt og samlyndi með allar þessar tilfinningar og hugsanir. Hvort sem það eru tilfinningar eins og reiði, ótti, depurð eða hugsanir sem vekja upp erfiðar tilfinningar eins og sjálfsgagnrýni, hugsanir um það sem við óttumst eða bara aðrar hugsanir, sem koma okkur úr jafnvægi. Það getur verið nær ómögulegt að gera árángursríkar tilraunir til að stýra þessum upplifunum sem streyma inn í meðvitund í tíma og ótíma. Hvort sem það er eitthvað innra með manni eða í umhverfinu sem ýtir undir þessar tilfinningar eða hugsanir. Þetta eru flókin ferli sem er erfitt er að hafa stjórn á. Hvernig er hægt að lifa í sátt og samlyndi með þetta tilfinninga og hugsanastreymi? Hvernig er hægt að efla getuna til þess að lifa með alla þessa flóru? Hvernig er hægt að þróa með sér færni og getu til þess að lifa í sátt og samlyndi með allan þennan hrærigraut? Það eru til ýmsar leiðir til þess og margir búa nú þegar yfir bæði uppbyggilegum og skaðlegum leiðum til þess. Allt frá því að fara í líkamsrækt, hitta góðan vin til þess að borða óhóflega eða einangra sig. Rannsóknir hafa einnig fundið leiðir innan sálfræðinnar sem hafa borið árangur í því að takast á við streituna sem getur fylgt öllum þessum upplifunum í daglegu lífi og starfi. Ein þessara leiða er að sýna sjálfum sér samkennd. Það er í raun og veru alveg gífurlega einföld leið en á sama tíma getur verið erfitt að stunda hana. Hún snýst einfaldlega um að vera opin fyrir erfiðum tilfinningum, sársauka, mistökum og veikleikum sínum og á sama tíma sýna sér umhyggju og góðvild. Það er að vera meðvitaður um erfiðu tilfinninguna, hugsunina, eða hvað sem það er sem er að rugga bátnum og upplifa ást og kærleika gagnvart sjálfum sér, þrátt fyrir upplifunina. Gífurlega einfalt í orðum en í framkvæmd þá getur verið auðvelt að flækja þetta fyrir sjálfum sér. Í huganum geta komið hugsanir um það að viðkomandi eigi þessa góðvild og umhyggju ekki skilið, að hann sé ekki nógu góður og sérstaklega að það sé eitthvað að honum út af því að hann hugsar þessa hugsun eða upplifir þessa tilfinningu. Þannig getur hugurinn því miður hindrað þetta einfalda verk að sýna sér einfaldlega góðvild og umhyggju þegar stormurinn svífur yfir í meðvitundinni. Rannsóknir sýna að þeir sem að tileinka sér samkennd gagnvart sjálfum sér upplifa meiri vellíðan, bjartsýni og betri færni í að takast á við ýmsa streituvalda. Það er hægt að þjálfa sig í þessum eiginleika, með hugleiðslu, ímyndun eða einfaldlega með því að sýna sér samkennd í verki. Með því að gera eitthvað sem vekur upp umhyggju og góðvild hjá sér. (Heimildir: Warren, R., Smeets, E. og Neff, K. D. (2016). Self-criticism and self-compassion: Risk and resilience for psychopathology. Current Psychiatry, 15(12), 18-32. Germer, C. K. (2009). The mindful path to self-compassion: Freeing yourself from destructive thoughts and emotions.New York: Guilford Press.) Hægt er að stunda ýmsar æfingar sem efla mann í þessu og er listi af þeim hægt að nálgast á www.styrkleikamat.is þar sem ég held út greinum og fræðslu um þessa og fleiri hluti. Höfundur er klínískur sálfræðingur sérmenntuð í sálfræði heilsueflingar.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun