Þyrlur sem Gæslunni bjóðast ekki skráðar hér nema ítrasta öryggis sé gætt Heimir Már Pétursson skrifar 6. júlí 2018 18:45 Galli í gírkassa olli því að Super Puma þyrla sömu gerðar og Landhelgisgæslunni býðst til leigu, hrapaði á Þurey í Noregi árið 2016 með þeim afleiðingum að þrettán manns fórust. Forstjóri Samgöngustofu segir loftför ekki skráð hér á landi nema ítrustu öryggiskröfur hafi verið uppfylltar.Hinn 29. apríl árið 2016 var þyrla að gerðinni Airbus Super Puma H225 að flytja starfsmenn á olíuborpallinum Gullfaxa í Norðursjó til Bergen í Noregi þegar aðal spaði hennar losnaði skyndilega af þyrlunni með þeim afleiðingum að hún hrapaði til jarðar á Þurey. Allir um borð, tveggja manna áhöfn og ellefu farþegar létust.Sams konar slys hafði átt sér stað árið 2012 í Skotlandi þar sem 16 manns fórust og í tvígang til viðbótar hafa þyrlur sömu gerðar nauðlent á sjó án mannfalls vegna þess að gírkassi þeirra brotnaði. Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Noregi hefur gefið út lokaskýrslu um slysið í Þurey þar sem lagðar eru fram tólf tillögur til úrbóta og beinast þær bæði að framleiðandanum Airbus og Flugöryggisstofnun Evrópu.Frá slysstað í Noregi.VÍSIR/EPAEnginn vafi er að mati nefndarinnar á að galli í gírkassa þyrlunnar olli slysinu. Tæring fannst í íhlutum gírkassans sem brotnaði áður en þyrlan steyptist til jarðar. Tillögur til úrbóta fjalla bæði um breytingar á framleiðslu einstakra hluta í gírkassanum, líftíma þeirra sem og um hvernig sinna skuli viðhaldi og eftirliti með þessum þyrlum. Frá því slysið varð hafa starfsmenn olíuborpalla í Noregi og Bretlandi neitað að fara um borð í þyrlur þessarar tegundar og árgerðar. Norskt fyrirtæki hefur boðið Landhelgisgæslunni að yngja upp tvær Super Puma þyrlur og taka þyrlur sömu árgerðar í staðinn fyrir hagstæða leigu.Landhelgisgæslan hugsar sinn gang Þegar leitað var viðbragða hjá Gæslunni í dag við skýrslu norsku rannsóknarnefndarinnar bárust þessi svör:„Skýrsla Rannsóknarnefndar flugslysa í Noregi vegna þyrluslyssins hörmulega í Turøy árið 2016 er viðamikil og sérfræðingar Landhelgisgæslunnar þurfa á næstu vikum að kynna sér efni hennar áður en hægt er að tjá sig um hana. Landhelgisgæslan mun sömuleiðis ráðfæra sig við erlenda sérfræðinga. Í fljótu bragði er fátt sem kemur á óvart í skýrslunni en of snemmt er að tjá sig um hana að öðru leyti á þessum tímapunkti.“ Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu, segir stofnunina fylgjast vel með öllum rannsóknarskýrslum vegna loftfara sem skráð séu á Íslandi.Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu.Fréttablaðið/GVA„Og ef kemur til beiðni um skráningu slíkrar þyrlu hérna myndum við að sjálfsögðu fara yfir allar þær ábendingar og úrbætur sem gerðar hafa verið tillögur um í kjölfar þessara slysa,“ segir Þórólfur.Sérstaklega yrði leitað umsagna hjá Flugöryggisstofnun Evrópu sem sé í samskiptum við framleiðandann og gefi út leiðbeiningar og viðvaranir, enda gildi skráning loftfara hér um alla Evrópu.„Allt í þágu flugöryggis. Þannig að við munum aldrei slá af kröfum um mesta flugöryggi sem við getum fengið,“ segir Þórólfur Árnason. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fá þyrlur sem enginn vill fljúga í Noregi Super Puma þyrlur sem Landhelgisgæslan fær afhentar um áramótin af leigusala sínum í Noregi eru kallaðar „fljúgandi líkkistur“ vegna mannskæðra slysa sem rakin voru til galla í gírkassa. Verð þyrlanna hefur hrapað en Landhelgisgæslan segir engar þyrlur vera öruggari. 21. júní 2018 06:00 Þyrlur Gæslunnar endurnýjaðar langt á undan áætlun: „Stórt skref fram á við“ Tvær af þremur þyrlum Landhelgisgæslunnar verða endurnýjaðar nú um áramótin, fjórum árum fyrr en áætlað var. 7. júní 2018 18:30 Þáðu tilboð aldarinnar Landhelgisgæslan telur sig hafa gengið að „tilboði aldarinnar“ með því að taka við tveimur þyrlum leigusala síns. Verkalýðsfélög í Noregi séu á bak við erfiða stöðu þyrlanna. Bandarísk fyrirtæki stefndu Airbus vegna galla í þyrlunum. 25. júní 2018 06:00 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira
Galli í gírkassa olli því að Super Puma þyrla sömu gerðar og Landhelgisgæslunni býðst til leigu, hrapaði á Þurey í Noregi árið 2016 með þeim afleiðingum að þrettán manns fórust. Forstjóri Samgöngustofu segir loftför ekki skráð hér á landi nema ítrustu öryggiskröfur hafi verið uppfylltar.Hinn 29. apríl árið 2016 var þyrla að gerðinni Airbus Super Puma H225 að flytja starfsmenn á olíuborpallinum Gullfaxa í Norðursjó til Bergen í Noregi þegar aðal spaði hennar losnaði skyndilega af þyrlunni með þeim afleiðingum að hún hrapaði til jarðar á Þurey. Allir um borð, tveggja manna áhöfn og ellefu farþegar létust.Sams konar slys hafði átt sér stað árið 2012 í Skotlandi þar sem 16 manns fórust og í tvígang til viðbótar hafa þyrlur sömu gerðar nauðlent á sjó án mannfalls vegna þess að gírkassi þeirra brotnaði. Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Noregi hefur gefið út lokaskýrslu um slysið í Þurey þar sem lagðar eru fram tólf tillögur til úrbóta og beinast þær bæði að framleiðandanum Airbus og Flugöryggisstofnun Evrópu.Frá slysstað í Noregi.VÍSIR/EPAEnginn vafi er að mati nefndarinnar á að galli í gírkassa þyrlunnar olli slysinu. Tæring fannst í íhlutum gírkassans sem brotnaði áður en þyrlan steyptist til jarðar. Tillögur til úrbóta fjalla bæði um breytingar á framleiðslu einstakra hluta í gírkassanum, líftíma þeirra sem og um hvernig sinna skuli viðhaldi og eftirliti með þessum þyrlum. Frá því slysið varð hafa starfsmenn olíuborpalla í Noregi og Bretlandi neitað að fara um borð í þyrlur þessarar tegundar og árgerðar. Norskt fyrirtæki hefur boðið Landhelgisgæslunni að yngja upp tvær Super Puma þyrlur og taka þyrlur sömu árgerðar í staðinn fyrir hagstæða leigu.Landhelgisgæslan hugsar sinn gang Þegar leitað var viðbragða hjá Gæslunni í dag við skýrslu norsku rannsóknarnefndarinnar bárust þessi svör:„Skýrsla Rannsóknarnefndar flugslysa í Noregi vegna þyrluslyssins hörmulega í Turøy árið 2016 er viðamikil og sérfræðingar Landhelgisgæslunnar þurfa á næstu vikum að kynna sér efni hennar áður en hægt er að tjá sig um hana. Landhelgisgæslan mun sömuleiðis ráðfæra sig við erlenda sérfræðinga. Í fljótu bragði er fátt sem kemur á óvart í skýrslunni en of snemmt er að tjá sig um hana að öðru leyti á þessum tímapunkti.“ Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu, segir stofnunina fylgjast vel með öllum rannsóknarskýrslum vegna loftfara sem skráð séu á Íslandi.Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu.Fréttablaðið/GVA„Og ef kemur til beiðni um skráningu slíkrar þyrlu hérna myndum við að sjálfsögðu fara yfir allar þær ábendingar og úrbætur sem gerðar hafa verið tillögur um í kjölfar þessara slysa,“ segir Þórólfur.Sérstaklega yrði leitað umsagna hjá Flugöryggisstofnun Evrópu sem sé í samskiptum við framleiðandann og gefi út leiðbeiningar og viðvaranir, enda gildi skráning loftfara hér um alla Evrópu.„Allt í þágu flugöryggis. Þannig að við munum aldrei slá af kröfum um mesta flugöryggi sem við getum fengið,“ segir Þórólfur Árnason.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fá þyrlur sem enginn vill fljúga í Noregi Super Puma þyrlur sem Landhelgisgæslan fær afhentar um áramótin af leigusala sínum í Noregi eru kallaðar „fljúgandi líkkistur“ vegna mannskæðra slysa sem rakin voru til galla í gírkassa. Verð þyrlanna hefur hrapað en Landhelgisgæslan segir engar þyrlur vera öruggari. 21. júní 2018 06:00 Þyrlur Gæslunnar endurnýjaðar langt á undan áætlun: „Stórt skref fram á við“ Tvær af þremur þyrlum Landhelgisgæslunnar verða endurnýjaðar nú um áramótin, fjórum árum fyrr en áætlað var. 7. júní 2018 18:30 Þáðu tilboð aldarinnar Landhelgisgæslan telur sig hafa gengið að „tilboði aldarinnar“ með því að taka við tveimur þyrlum leigusala síns. Verkalýðsfélög í Noregi séu á bak við erfiða stöðu þyrlanna. Bandarísk fyrirtæki stefndu Airbus vegna galla í þyrlunum. 25. júní 2018 06:00 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira
Fá þyrlur sem enginn vill fljúga í Noregi Super Puma þyrlur sem Landhelgisgæslan fær afhentar um áramótin af leigusala sínum í Noregi eru kallaðar „fljúgandi líkkistur“ vegna mannskæðra slysa sem rakin voru til galla í gírkassa. Verð þyrlanna hefur hrapað en Landhelgisgæslan segir engar þyrlur vera öruggari. 21. júní 2018 06:00
Þyrlur Gæslunnar endurnýjaðar langt á undan áætlun: „Stórt skref fram á við“ Tvær af þremur þyrlum Landhelgisgæslunnar verða endurnýjaðar nú um áramótin, fjórum árum fyrr en áætlað var. 7. júní 2018 18:30
Þáðu tilboð aldarinnar Landhelgisgæslan telur sig hafa gengið að „tilboði aldarinnar“ með því að taka við tveimur þyrlum leigusala síns. Verkalýðsfélög í Noregi séu á bak við erfiða stöðu þyrlanna. Bandarísk fyrirtæki stefndu Airbus vegna galla í þyrlunum. 25. júní 2018 06:00