Að senda náttúrunni reikning fyrir skaðanum Bubbi Morthens skrifar 4. júlí 2018 07:00 Lúsafaraldur í fiskeldi er það versta sem hugsast getur fyrir alla á þeim vettvangi, þig, mig og þá. Stofnunin sem fer með eftirlitið með laxeldisfyrirtækjum, Matvælastofnun, notar orðið „meðhöndlun“ þegar hún gefur laxeldisfyrirtækjum hér á landi heimild til að nota eitur til að stöðva það sem verður ekki stöðvað. Eina leiðin til þess að meðhöndla laxalús í eldi er að nota eitur og það helling af því. Hvert halda menn svo að þetta eitur berist? Svarið er: Í allt lífríkið. Svo einfalt er það. Hvað sögðu talsmenn Norðmanna hér á landi? Að það væri engin hætta á að laxalús yrði til vandræða en annað hefur komið í ljós. Nú nýlega fór fram uppboð á laxeldiskvóta í Noregi. Þar fór laxeldisleyfið fyrir tonnið á tæpar 2,6 miljónir króna. Samkvæmt því kostar þá leyfi fyrir 6.000 tonna laxeldi fyrir Laxa ehf. í Reyðarfirði 15,4 miljarða. Það sama á við um önnur fyrirtæki í laxeldi hér á landi. Út af hverju halda menn að Norðmenn hafi komið hingað og séu að gleypa firðina og hafi alls konar fólk á launum til þess að verja þessa mengandi stóriðju? Jú, hér sjá þeir gróða og marklaust eftirlit og ráðamenn sem sjá atkvæði í því að vera ekki með neitt vesen. Það hefur verið sannað að laxeldi hefur vond og óafturkræf áhrif á villta laxastofna. Laxeldi í opnum kvíum er skaðlegt lífríkinu við strendur Íslands. Laxeldi á landi eða í lokuðum kvíum er eina umhverfisvæna leiðin til þess að vernda lífríkið við strendur landsins en það kostar peninga og Norðmennirnir sem hingað eru komnir og talsmenn þeirra hafa engan áhuga á því að borga það gjald. Þeir hafa áhuga á að ryksuga upp gullið úr lífríkinu við strendur Íslands og senda náttúrunni reikninginn fyrir skaðanum. Höfundur er tónlistarmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Umhverfismál Bubbi Morthens Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Lúsafaraldur í fiskeldi er það versta sem hugsast getur fyrir alla á þeim vettvangi, þig, mig og þá. Stofnunin sem fer með eftirlitið með laxeldisfyrirtækjum, Matvælastofnun, notar orðið „meðhöndlun“ þegar hún gefur laxeldisfyrirtækjum hér á landi heimild til að nota eitur til að stöðva það sem verður ekki stöðvað. Eina leiðin til þess að meðhöndla laxalús í eldi er að nota eitur og það helling af því. Hvert halda menn svo að þetta eitur berist? Svarið er: Í allt lífríkið. Svo einfalt er það. Hvað sögðu talsmenn Norðmanna hér á landi? Að það væri engin hætta á að laxalús yrði til vandræða en annað hefur komið í ljós. Nú nýlega fór fram uppboð á laxeldiskvóta í Noregi. Þar fór laxeldisleyfið fyrir tonnið á tæpar 2,6 miljónir króna. Samkvæmt því kostar þá leyfi fyrir 6.000 tonna laxeldi fyrir Laxa ehf. í Reyðarfirði 15,4 miljarða. Það sama á við um önnur fyrirtæki í laxeldi hér á landi. Út af hverju halda menn að Norðmenn hafi komið hingað og séu að gleypa firðina og hafi alls konar fólk á launum til þess að verja þessa mengandi stóriðju? Jú, hér sjá þeir gróða og marklaust eftirlit og ráðamenn sem sjá atkvæði í því að vera ekki með neitt vesen. Það hefur verið sannað að laxeldi hefur vond og óafturkræf áhrif á villta laxastofna. Laxeldi í opnum kvíum er skaðlegt lífríkinu við strendur Íslands. Laxeldi á landi eða í lokuðum kvíum er eina umhverfisvæna leiðin til þess að vernda lífríkið við strendur landsins en það kostar peninga og Norðmennirnir sem hingað eru komnir og talsmenn þeirra hafa engan áhuga á því að borga það gjald. Þeir hafa áhuga á að ryksuga upp gullið úr lífríkinu við strendur Íslands og senda náttúrunni reikninginn fyrir skaðanum. Höfundur er tónlistarmaður
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar