Einfalt og öflugt kerfi Kristján Þór Júlíusson skrifar 3. júlí 2018 07:00 Vorið 2016 samþykkti Alþingi samhljóða frumvarp mitt sem þáverandi heilbrigðisráðherra um að koma á nýju greiðsluþátttökukerfi fyrir heilbrigðisþjónustuna. Frumvarpið byggði á tillögum nefndar sem leidd var af Pétri heitnum Blöndal. Um var að ræða grundvallarbreytingar – þær mestu sem gerðar höfðu verið á greiðsluþátttöku sjúklinga í áraraðir. Helstu markmið frumvarpsins voru að skapa einfaldara, gegnsærra og skiljanlegra greiðsluþátttökukerfi. Verja þá sem mest þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda fyrir háum útgjöldum. Draga úr útgjöldum barnafjölskyldna og styrkja hlutverk heilsugæslunnar sem fyrsta viðkomustaðar fólks í heilbrigðiskerfinu. Frumvarpið varð að lögum 2. júní 2016 og tók nýja kerfið gildi 1. maí 2017. Starfsfólk velferðarráðuneytisins ásamt Sjúkratryggingum Íslands undir stjórn Steingríms Ara Arasonar unnu vel að framkvæmd málsins og þá var samvinna við velferðarnefnd undir forystu Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur til mikillar fyrirmyndar. Sjúkratryggingar Íslands hafa nú tekið saman skýrslu um reynsluna af þessu nýja kerfi. Niðurstaðan er sérstaklega ánægjuleg en staðreyndirnar tala sínu máli: Markmið nýja kerfisins um að lækka verulega útgjöld þeirra sem mest þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda hefur náðst. l Þak á hámarksgreiðslur sjúklinga hefur varið þá sem veikastir eru fyrir miklum útgjöldum. l Útgjöld barnafjölskyldna í hinu nýja kerfi hafa lækkað. l Hlutverk heilsugæslunnar sem fyrsta viðkomustaðar í heilbrigðiskerfinu hefur styrkst. l Meðalútgjöld einstaklinga vegna allrar þjónustu sem fellur undir greiðsluþátttökukerfið, bæði samningsbundinnar þjónustu SÍ, þjónustu á sjúkrahúsum og heilsugæslu, hafa lækkað um 19%. l Heildarútgjöld einstaklinga vegna allrar þjónustu sem fellur undir greiðsluþátttökukerfið lækkuðu um rúmar 800 milljónir miðað við árið 2016. Það eru gleðitíðindi hversu vel hefur til tekist á fyrsta ári nýs kerfis. Við eigum að halda áfram á þessari braut og draga enn frekar úr greiðsluþátttöku sjúklinga líkt og kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kristján Þór Júlíusson Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Vorið 2016 samþykkti Alþingi samhljóða frumvarp mitt sem þáverandi heilbrigðisráðherra um að koma á nýju greiðsluþátttökukerfi fyrir heilbrigðisþjónustuna. Frumvarpið byggði á tillögum nefndar sem leidd var af Pétri heitnum Blöndal. Um var að ræða grundvallarbreytingar – þær mestu sem gerðar höfðu verið á greiðsluþátttöku sjúklinga í áraraðir. Helstu markmið frumvarpsins voru að skapa einfaldara, gegnsærra og skiljanlegra greiðsluþátttökukerfi. Verja þá sem mest þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda fyrir háum útgjöldum. Draga úr útgjöldum barnafjölskyldna og styrkja hlutverk heilsugæslunnar sem fyrsta viðkomustaðar fólks í heilbrigðiskerfinu. Frumvarpið varð að lögum 2. júní 2016 og tók nýja kerfið gildi 1. maí 2017. Starfsfólk velferðarráðuneytisins ásamt Sjúkratryggingum Íslands undir stjórn Steingríms Ara Arasonar unnu vel að framkvæmd málsins og þá var samvinna við velferðarnefnd undir forystu Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur til mikillar fyrirmyndar. Sjúkratryggingar Íslands hafa nú tekið saman skýrslu um reynsluna af þessu nýja kerfi. Niðurstaðan er sérstaklega ánægjuleg en staðreyndirnar tala sínu máli: Markmið nýja kerfisins um að lækka verulega útgjöld þeirra sem mest þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda hefur náðst. l Þak á hámarksgreiðslur sjúklinga hefur varið þá sem veikastir eru fyrir miklum útgjöldum. l Útgjöld barnafjölskyldna í hinu nýja kerfi hafa lækkað. l Hlutverk heilsugæslunnar sem fyrsta viðkomustaðar í heilbrigðiskerfinu hefur styrkst. l Meðalútgjöld einstaklinga vegna allrar þjónustu sem fellur undir greiðsluþátttökukerfið, bæði samningsbundinnar þjónustu SÍ, þjónustu á sjúkrahúsum og heilsugæslu, hafa lækkað um 19%. l Heildarútgjöld einstaklinga vegna allrar þjónustu sem fellur undir greiðsluþátttökukerfið lækkuðu um rúmar 800 milljónir miðað við árið 2016. Það eru gleðitíðindi hversu vel hefur til tekist á fyrsta ári nýs kerfis. Við eigum að halda áfram á þessari braut og draga enn frekar úr greiðsluþátttöku sjúklinga líkt og kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun