Almennur vinnumarkaður eigi að móta kjarastefnu í landinu Sighvatur Arnmundsson skrifar 13. júlí 2018 06:00 Kjararáð heyrir nú sögunni til en síðasta ákvörðun ráðsins var afar umdeild. Laun 48 forstöðumanna hjá hinu opinbera voru hækkuð. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Það er algjörlega ótækt að laun opinberra starfsmanna séu að hækka umfram almennan markað. Ég fagna því sérstaklega að þetta sé síðasti úrskurður kjararáðs,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Kjararáð var lagt niður frá og með síðustu mánaðamótum með lagasetningu frá Alþingi. Síðasta verk ráðsins var hækkun á launum 48 forstöðumanna hjá hinu opinbera. Starfshópur um málefni kjararáðs lagði í vetur til breytt fyrirkomulag á launaákvörðunum kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna ríkisins. Í rökstuðningi tillagnanna voru þeir kostir meðal annars tilgreindir að breytingar á launum æðstu embættismanna yrðu ekki leiðandi, launaþróun yrði jafnari og að launaákvarðanir yrðu gagnsærri, fyrirsjáanlegri og skýrari. Halldór segir tillögurnar hafa miðað að því að ekki þurfi að þræta reglulega um þessi mál og setja kjaramálin í uppnám. „Almennur vinnumarkaður á að vera sá sem mótar kjarastefnuna í landinu. Rými til launahækkana skapast í atvinnulífinu en ekki í rekstri hins opinbera og þess vegna mega opinberir starfsmenn aldrei vera launaleiðandi í landinu.“Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.VísirGylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir ljóst að þessi svanasöngur kjararáðs sé alveg jafn vitlaus og taktlaus og aðrar ákvarðanir ráðsins. Hann vísar meðal annars til þess að forstjóri Landspítala fái mikla hækkun í miðri deilu við ljósmæður. „Úrskurðir kjararáðs hafa í gegnum tíðina sett kjaramál í algjört uppnám. Nú rýkur kjararáð til, þrátt fyrir vilja þingsins, og úrskurðar um þessar hækkanir tveimur vikum fyrir gildistíma laganna. Þetta er hrein og klár ögrun.“ Gylfi veltir fyrir sér því fyrirkomulagi sem komi í stað kjararáðs. „Stjórnir einstaka stofnana og fyrirtækja hafa fengið heimild til að ákvarða laun æðstu stjórnenda. Þá var talað um að fara yrði varlega og gæta hófsemi. Stjórnir til dæmis Landsvirkjunar og Landsbankans töldu sig beita mikilli hófsemi með milljón króna hækkun. Þannig er búið að skilgreina hófsemi.“ Gylfi segir að þessar stjórnir hafi getað hunsað fyrirmæli ráðherra sem geri ekkert í málinu. „Það hefur engum verið skipt út úr þessum stjórnum. Það ber enginn ábyrgð.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Síðasta verkið var um 10,8% hækkun Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun ýmissa forstöðumanna ríkisstofnanna. 4. júlí 2018 09:46 Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hækkað um tæp 24 prósent Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hækkuðu að meðaltali um tæplega 24% eftir að ákvörðun launa þeirra var færð frá kjararáði til stjórna fyrirtækjanna í fyrra. Fjármálaráðherra segir hækkanirnar krefjast skýringa og forseti Alþýðusambands Íslands segir þær verða fordæmisgefandi fyrir komandi kjaraviðræður. 3. júlí 2018 20:30 Forstöðumenn íhuga málsókn Forstöðumenn ríkisstofnana telja að stjórnsýslureglum hafi ekki verið fylgt hjá kjararáði. Hátt í tug erinda var ekki svarað af ráðinu eða þeim vísað frá. 12. júlí 2018 06:00 Vill festa laun æðstu stjórnenda við almenna launaþróun Þingmaður Vinstri grænna telur að setja eigi ríkisfyrirtækjum starfskjarareglur þar sem kveðið yrði á um að laun stjórnenda fylgi almennri launaþróun í landinu. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir tugprósenta launahækkanir forstjóra ríkisfyrirtækja grafalvarlegt mál og slæmt innlegg í kjaraviðræður. 4. júlí 2018 20:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira
„Það er algjörlega ótækt að laun opinberra starfsmanna séu að hækka umfram almennan markað. Ég fagna því sérstaklega að þetta sé síðasti úrskurður kjararáðs,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Kjararáð var lagt niður frá og með síðustu mánaðamótum með lagasetningu frá Alþingi. Síðasta verk ráðsins var hækkun á launum 48 forstöðumanna hjá hinu opinbera. Starfshópur um málefni kjararáðs lagði í vetur til breytt fyrirkomulag á launaákvörðunum kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna ríkisins. Í rökstuðningi tillagnanna voru þeir kostir meðal annars tilgreindir að breytingar á launum æðstu embættismanna yrðu ekki leiðandi, launaþróun yrði jafnari og að launaákvarðanir yrðu gagnsærri, fyrirsjáanlegri og skýrari. Halldór segir tillögurnar hafa miðað að því að ekki þurfi að þræta reglulega um þessi mál og setja kjaramálin í uppnám. „Almennur vinnumarkaður á að vera sá sem mótar kjarastefnuna í landinu. Rými til launahækkana skapast í atvinnulífinu en ekki í rekstri hins opinbera og þess vegna mega opinberir starfsmenn aldrei vera launaleiðandi í landinu.“Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.VísirGylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir ljóst að þessi svanasöngur kjararáðs sé alveg jafn vitlaus og taktlaus og aðrar ákvarðanir ráðsins. Hann vísar meðal annars til þess að forstjóri Landspítala fái mikla hækkun í miðri deilu við ljósmæður. „Úrskurðir kjararáðs hafa í gegnum tíðina sett kjaramál í algjört uppnám. Nú rýkur kjararáð til, þrátt fyrir vilja þingsins, og úrskurðar um þessar hækkanir tveimur vikum fyrir gildistíma laganna. Þetta er hrein og klár ögrun.“ Gylfi veltir fyrir sér því fyrirkomulagi sem komi í stað kjararáðs. „Stjórnir einstaka stofnana og fyrirtækja hafa fengið heimild til að ákvarða laun æðstu stjórnenda. Þá var talað um að fara yrði varlega og gæta hófsemi. Stjórnir til dæmis Landsvirkjunar og Landsbankans töldu sig beita mikilli hófsemi með milljón króna hækkun. Þannig er búið að skilgreina hófsemi.“ Gylfi segir að þessar stjórnir hafi getað hunsað fyrirmæli ráðherra sem geri ekkert í málinu. „Það hefur engum verið skipt út úr þessum stjórnum. Það ber enginn ábyrgð.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Síðasta verkið var um 10,8% hækkun Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun ýmissa forstöðumanna ríkisstofnanna. 4. júlí 2018 09:46 Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hækkað um tæp 24 prósent Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hækkuðu að meðaltali um tæplega 24% eftir að ákvörðun launa þeirra var færð frá kjararáði til stjórna fyrirtækjanna í fyrra. Fjármálaráðherra segir hækkanirnar krefjast skýringa og forseti Alþýðusambands Íslands segir þær verða fordæmisgefandi fyrir komandi kjaraviðræður. 3. júlí 2018 20:30 Forstöðumenn íhuga málsókn Forstöðumenn ríkisstofnana telja að stjórnsýslureglum hafi ekki verið fylgt hjá kjararáði. Hátt í tug erinda var ekki svarað af ráðinu eða þeim vísað frá. 12. júlí 2018 06:00 Vill festa laun æðstu stjórnenda við almenna launaþróun Þingmaður Vinstri grænna telur að setja eigi ríkisfyrirtækjum starfskjarareglur þar sem kveðið yrði á um að laun stjórnenda fylgi almennri launaþróun í landinu. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir tugprósenta launahækkanir forstjóra ríkisfyrirtækja grafalvarlegt mál og slæmt innlegg í kjaraviðræður. 4. júlí 2018 20:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira
Síðasta verkið var um 10,8% hækkun Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun ýmissa forstöðumanna ríkisstofnanna. 4. júlí 2018 09:46
Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hækkað um tæp 24 prósent Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hækkuðu að meðaltali um tæplega 24% eftir að ákvörðun launa þeirra var færð frá kjararáði til stjórna fyrirtækjanna í fyrra. Fjármálaráðherra segir hækkanirnar krefjast skýringa og forseti Alþýðusambands Íslands segir þær verða fordæmisgefandi fyrir komandi kjaraviðræður. 3. júlí 2018 20:30
Forstöðumenn íhuga málsókn Forstöðumenn ríkisstofnana telja að stjórnsýslureglum hafi ekki verið fylgt hjá kjararáði. Hátt í tug erinda var ekki svarað af ráðinu eða þeim vísað frá. 12. júlí 2018 06:00
Vill festa laun æðstu stjórnenda við almenna launaþróun Þingmaður Vinstri grænna telur að setja eigi ríkisfyrirtækjum starfskjarareglur þar sem kveðið yrði á um að laun stjórnenda fylgi almennri launaþróun í landinu. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir tugprósenta launahækkanir forstjóra ríkisfyrirtækja grafalvarlegt mál og slæmt innlegg í kjaraviðræður. 4. júlí 2018 20:00