Fyrstu merki samdráttar í ferðaþjónustu Sveinn Arnarsson skrifar 10. júlí 2018 06:00 Icelandair lækkar flugið. Vísir/Getty „Fréttir af afkomuviðvörun Icelandair og verðfalli hlutabréfa fyrirtækisins í kjölfarið eru fyrstu eiginlegu staðfestu fregnirnar af samdrætti í greininni. Hér áður fyrr voru þetta bara sögusagnir án þess að vera staðfestar fregnir,“ segir Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. „Það er alveg ljóst að uppgangur í íslensku efnahagslífi hefur á síðustu árum verið að verulegu leyti drifinn áfram af vexti í ferðaþjónustu. Þegar svo um hægir í þeim geira mun það hafa áhrif á hagkerfið um leið,“ bætir Daði Már við. Markaðsvirði Icelandair dróst saman um 15 milljarða á einum degi þegar virði hlutabréfa í fyrirtækinu féll um tæp 25 prósent. Virði félagsins hefur minnkað um nærri 150 milljarða frá því að bréf þess voru í hæstu hæðum í apríl 2016.Sjá einnig: Forstjóri Icelandair stappar stálinu í starfsfólk sitt: „Ég veit að ég get treyst á ykkur öll“ Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, segir tíma samþjöppunar fram undan í íslenskri ferðaþjónustu sem verði ekki sársaukalaus. „Þetta er frétt sem gefur ákveðnar vísbendingar um hvernig staðan er. Það má segja að það hafi ekki komið á óvart að fjöldatölur séu á niðurleið. Fjörutíu prósenta hækkun milli ára er ekki eitthvað sem endist til langrar framtíðar,“ segir Jóhannes Þór. „Ferðaþjónustan verður að ná jafnvægi til framtíðar. Það er líklegt að framtíðin verði tími samþjöppunar í greininni sem mun fylgja sársauki. Hér eru um 4.000 fyrirtæki í ferðaþjónustu og ljóst að stór hluti eru lítil fyrirtæki. Minnstu fyrirtækin munu kannski eiga erfitt uppdráttar og líklegt að rekstraraðilar sjái hag í að þau verði tekin yfir af þeim stærri,“ bætir Jóhannes við. Daði Már bendir á að mikilvægt sé að fylgjast náið með og bíða með stóra dóma. „Eins og staðan er núna er erfitt að slá einhverju föstu þegar upplýsingarnar eru eins takmarkaðar og raun ber vitni.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair lækkar afkomuspá um nokkra milljarða vegna afbókana, veðurfars og harðrar samkeppni Núverandi horfur í rekstri Icelandair Group á árinu 2018 eru lakari en félagið hafði gert ráð fyrir. Ljóst er að afkoma annars ársfjórðungs verði lakari en áður var áætlað. 8. júlí 2018 19:11 Hlutabréf í Icelandair á hraðri niðurleið Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur verið á hraðri niðurleið í morgun þegar markaðir opnuðu en í gær sendi félagið frá sér svarta afkomuviðvörun. 9. júlí 2018 10:59 Forstjóri Icelandair stappar stálinu í starfsfólk sitt: „Ég veit að ég get treyst á ykkur öll“ Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, hughreystir starfsfólk sitt í tölvupósti. 9. júlí 2018 23:43 Kallar á frekari uppstokkun Sú aðferðafræði Icelandair Group að bíða og vona að fargjöld hækki hefur gengið sér til húðar, að sögn greinanda Landsbankans. Hlutabréfaverð fyrirtækisins lækkaði um fjórðung í gær eftir afkomuviðvörun. 10. júlí 2018 07:00 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Sjá meira
„Fréttir af afkomuviðvörun Icelandair og verðfalli hlutabréfa fyrirtækisins í kjölfarið eru fyrstu eiginlegu staðfestu fregnirnar af samdrætti í greininni. Hér áður fyrr voru þetta bara sögusagnir án þess að vera staðfestar fregnir,“ segir Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. „Það er alveg ljóst að uppgangur í íslensku efnahagslífi hefur á síðustu árum verið að verulegu leyti drifinn áfram af vexti í ferðaþjónustu. Þegar svo um hægir í þeim geira mun það hafa áhrif á hagkerfið um leið,“ bætir Daði Már við. Markaðsvirði Icelandair dróst saman um 15 milljarða á einum degi þegar virði hlutabréfa í fyrirtækinu féll um tæp 25 prósent. Virði félagsins hefur minnkað um nærri 150 milljarða frá því að bréf þess voru í hæstu hæðum í apríl 2016.Sjá einnig: Forstjóri Icelandair stappar stálinu í starfsfólk sitt: „Ég veit að ég get treyst á ykkur öll“ Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, segir tíma samþjöppunar fram undan í íslenskri ferðaþjónustu sem verði ekki sársaukalaus. „Þetta er frétt sem gefur ákveðnar vísbendingar um hvernig staðan er. Það má segja að það hafi ekki komið á óvart að fjöldatölur séu á niðurleið. Fjörutíu prósenta hækkun milli ára er ekki eitthvað sem endist til langrar framtíðar,“ segir Jóhannes Þór. „Ferðaþjónustan verður að ná jafnvægi til framtíðar. Það er líklegt að framtíðin verði tími samþjöppunar í greininni sem mun fylgja sársauki. Hér eru um 4.000 fyrirtæki í ferðaþjónustu og ljóst að stór hluti eru lítil fyrirtæki. Minnstu fyrirtækin munu kannski eiga erfitt uppdráttar og líklegt að rekstraraðilar sjái hag í að þau verði tekin yfir af þeim stærri,“ bætir Jóhannes við. Daði Már bendir á að mikilvægt sé að fylgjast náið með og bíða með stóra dóma. „Eins og staðan er núna er erfitt að slá einhverju föstu þegar upplýsingarnar eru eins takmarkaðar og raun ber vitni.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair lækkar afkomuspá um nokkra milljarða vegna afbókana, veðurfars og harðrar samkeppni Núverandi horfur í rekstri Icelandair Group á árinu 2018 eru lakari en félagið hafði gert ráð fyrir. Ljóst er að afkoma annars ársfjórðungs verði lakari en áður var áætlað. 8. júlí 2018 19:11 Hlutabréf í Icelandair á hraðri niðurleið Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur verið á hraðri niðurleið í morgun þegar markaðir opnuðu en í gær sendi félagið frá sér svarta afkomuviðvörun. 9. júlí 2018 10:59 Forstjóri Icelandair stappar stálinu í starfsfólk sitt: „Ég veit að ég get treyst á ykkur öll“ Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, hughreystir starfsfólk sitt í tölvupósti. 9. júlí 2018 23:43 Kallar á frekari uppstokkun Sú aðferðafræði Icelandair Group að bíða og vona að fargjöld hækki hefur gengið sér til húðar, að sögn greinanda Landsbankans. Hlutabréfaverð fyrirtækisins lækkaði um fjórðung í gær eftir afkomuviðvörun. 10. júlí 2018 07:00 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Sjá meira
Icelandair lækkar afkomuspá um nokkra milljarða vegna afbókana, veðurfars og harðrar samkeppni Núverandi horfur í rekstri Icelandair Group á árinu 2018 eru lakari en félagið hafði gert ráð fyrir. Ljóst er að afkoma annars ársfjórðungs verði lakari en áður var áætlað. 8. júlí 2018 19:11
Hlutabréf í Icelandair á hraðri niðurleið Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur verið á hraðri niðurleið í morgun þegar markaðir opnuðu en í gær sendi félagið frá sér svarta afkomuviðvörun. 9. júlí 2018 10:59
Forstjóri Icelandair stappar stálinu í starfsfólk sitt: „Ég veit að ég get treyst á ykkur öll“ Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, hughreystir starfsfólk sitt í tölvupósti. 9. júlí 2018 23:43
Kallar á frekari uppstokkun Sú aðferðafræði Icelandair Group að bíða og vona að fargjöld hækki hefur gengið sér til húðar, að sögn greinanda Landsbankans. Hlutabréfaverð fyrirtækisins lækkaði um fjórðung í gær eftir afkomuviðvörun. 10. júlí 2018 07:00
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent