Jörðin, við og veðrið Guðmundur Steingrímsson skrifar 30. júlí 2018 09:45 Á fimmtudaginn var ég staddur í London með konu minni og börnum. Það var heitasti dagur ársins. Hitinn fór upp í 36 gráður. Í slíkum hita inni í miðri stórborg er ekki beinlínis hægt að segja að maður njóti sólarinnar. Maður reynir frekar að forðast hana. Maður sækir í loftræstingu verslananna. Í neðanjarðarlestinni hefði maður allt eins getað reynt að snúa ferðinni upp í sauna. Setið með handklæði utan um sig miðjan, svitnað og spjallað við fólkið. En ég las frekar The Guardian á milli þess sem ég notaði The Guardian sem blævæng. Í blaðinu var greinaflokkur um einmitt þetta: Þennan óskaplega hita. Veðrið. Því var haldið fram með rökum, og vitnað í vísindasamfélagið, að við séum nú – jarðarbúar – að upplifa nákvæmlega það sem spáð hefur verið að myndi gerast. Gróðurhúsaáhrifin eru skollin á af fullum krafti.Hiti og dauðsföll Áhrifin eru að birtast okkur sem meiri öfgar í veðurfari. Við lesum fréttir af óskaplegum hita á Norðurlöndum. Skógar brenna í Svíþjóð, jafnvel norðan við heimsskautsbaug sem er fáheyrt. Skraufþurr gróður í Grikklandi logar líka og afleiðingarnar eru skelfilegar. Fólk deyr. Í Kaliforníu loga líka eldar. Í Japan hafa um 23 þúsund manns þurft að leggjast inn á spítala vegna hitans. Um 90 manns hafa látið lífið út af hitanum í Japan síðan í maí. Við Tókýo mældist hitinn um 42 gráður einn daginn. Í Alsír hefur verið sett nýtt afrískt hitamet þegar hitinn fór í 52,3 gráður. Í Kanada deyr fólk út af hita. Í Reykjavík rignir bara og rignir. Reyndar var hitabylgja í nokkrar klukkustundir í gær, þegar hitinn fór yfir 20 gráður. En svo átti að bresta á með þrumuveðri jafnvel seinnipartinn, þegar þetta er skrifað. Öfgar í veðri sem sagt. Oft með tilheyrandi stórskaða og dauðsföllum. Þetta er það sem er að gerast. Spurningin sem blasir við er sú hvort fólk telji almennt að það sé ástæða til að hafa áhyggjur af þessu, eða er þetta bara allt í sóma? Er veðrið ekki alltaf einhvern veginn hvort sem er? Getum við ekki aðlagast þessu eins og öðru?Tvenn viðbrögð Kannanir hafa sýnt, til dæmis í Bretlandi, að mikill meirihluti fólks – um tveir þriðju úrtaks – trúir því að gróðurhúsaáhrifin og hlýnun jarðar sé raunverulega að gerast. Hins vegar sýna sömu kannanir að einungis um 25% aðspurðra hafa af því miklar áhyggjur. Þetta er auðvitað svolítið merkilegt, en líka skiljanlegt. Oft hafa gárungar grínast með það á Íslandi, að hér mætti alveg hlýna pínulítið og því fínt að fá þessi gróðurhúsaáhrif. Það yrði bara huggulegt. Sama umræða hefur átt sér stað í Bretlandi. Þar hefur fólk aldeilis mátt búa við ömurleg, köld rignarsumur í gegnum tíðina. Mörgum finnst hitinn undanfarið miklu skemmtilegri og góður fyrir ferðaþjónustuna. Niðurstaðan í Guardian er athyglisverð. Í rauninni þurfa viðbrögð jarðarbúa við þessari þróun að vera af tvennum toga. Annars vegar þarf fólk að aðlagast breyttum veruleika. Öfgakenndar hitasveiflur verða tíðari. Það þarf augljóslega til dæmis í London að gera eitthvað í loftræstingunni í neðanjarðarlestunum. Það þarf að endurskoða hvernig frárennslismálum í byggingum er háttað og hvernig hús eru einangruð. Og hitt er svo alveg rétt að sums staðar er hægt að njóta lífsins í meiri hita og sleikja sólina í auknum mæli. En þó svo aðlögunin verði að eiga sér stað, þá má alls ekki missa sjónar á hinu: Þetta er vegur til helvítis. Ef gróðurhúsaáhrifin fengju að halda áfram óáreitt eins og til dæmis forseti Bandaríkjanna vill, yrðu áhrifin hrikaleg.Reykingar og jarðsprengjur Í úttekt Guardian er þetta útskýrt ágætlega. Gróðurhúsaáhrifin virka í raun og veru eins og reykingar virka á lungun, sagði einn vísindamaður þar. Reykingar geta valdið banvænu lungnakrabbameini, en fólk getur líka fengið krabbamein af öðrum völdum. Orsakasamhengi milli reykinga og krabbameins er hins vegar ótvírætt. Gróðurhúsaáhrifin virka svipað. Það er ótvírætt orsakasamhengi milli öfgakenndra veðurtilbrigða – eins og banvæns hita, fellibylja, brjálaðra storma og hrikalegra rigninga – og gróðurhúsalofttegunda. Ef við viljum reyna að afstýra því að veður verði svo válynd að við ráðum varla við búsetu á jörðinni lengur, þá verðum við semsagt að hætta að reykja. Og það verður að gerast hratt. Annar lýsti ástandinu með annarri líkingu. Hann sagði það ekki beinlínis rétt að jarðarbúar væru að stefna fram af hengiflugi, heldur væri önnur líking betri: Við erum komin inn á jarðsprengjusvæði. Og jarðsprengjunum fjölgar eftir því sem við göngum lengra inn á svæðið. Í þannig stöðu er skynsamlegt að gera tvennt: Panikera ekki. En afdráttarlaust líka: Snúa við. Og það strax. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Á fimmtudaginn var ég staddur í London með konu minni og börnum. Það var heitasti dagur ársins. Hitinn fór upp í 36 gráður. Í slíkum hita inni í miðri stórborg er ekki beinlínis hægt að segja að maður njóti sólarinnar. Maður reynir frekar að forðast hana. Maður sækir í loftræstingu verslananna. Í neðanjarðarlestinni hefði maður allt eins getað reynt að snúa ferðinni upp í sauna. Setið með handklæði utan um sig miðjan, svitnað og spjallað við fólkið. En ég las frekar The Guardian á milli þess sem ég notaði The Guardian sem blævæng. Í blaðinu var greinaflokkur um einmitt þetta: Þennan óskaplega hita. Veðrið. Því var haldið fram með rökum, og vitnað í vísindasamfélagið, að við séum nú – jarðarbúar – að upplifa nákvæmlega það sem spáð hefur verið að myndi gerast. Gróðurhúsaáhrifin eru skollin á af fullum krafti.Hiti og dauðsföll Áhrifin eru að birtast okkur sem meiri öfgar í veðurfari. Við lesum fréttir af óskaplegum hita á Norðurlöndum. Skógar brenna í Svíþjóð, jafnvel norðan við heimsskautsbaug sem er fáheyrt. Skraufþurr gróður í Grikklandi logar líka og afleiðingarnar eru skelfilegar. Fólk deyr. Í Kaliforníu loga líka eldar. Í Japan hafa um 23 þúsund manns þurft að leggjast inn á spítala vegna hitans. Um 90 manns hafa látið lífið út af hitanum í Japan síðan í maí. Við Tókýo mældist hitinn um 42 gráður einn daginn. Í Alsír hefur verið sett nýtt afrískt hitamet þegar hitinn fór í 52,3 gráður. Í Kanada deyr fólk út af hita. Í Reykjavík rignir bara og rignir. Reyndar var hitabylgja í nokkrar klukkustundir í gær, þegar hitinn fór yfir 20 gráður. En svo átti að bresta á með þrumuveðri jafnvel seinnipartinn, þegar þetta er skrifað. Öfgar í veðri sem sagt. Oft með tilheyrandi stórskaða og dauðsföllum. Þetta er það sem er að gerast. Spurningin sem blasir við er sú hvort fólk telji almennt að það sé ástæða til að hafa áhyggjur af þessu, eða er þetta bara allt í sóma? Er veðrið ekki alltaf einhvern veginn hvort sem er? Getum við ekki aðlagast þessu eins og öðru?Tvenn viðbrögð Kannanir hafa sýnt, til dæmis í Bretlandi, að mikill meirihluti fólks – um tveir þriðju úrtaks – trúir því að gróðurhúsaáhrifin og hlýnun jarðar sé raunverulega að gerast. Hins vegar sýna sömu kannanir að einungis um 25% aðspurðra hafa af því miklar áhyggjur. Þetta er auðvitað svolítið merkilegt, en líka skiljanlegt. Oft hafa gárungar grínast með það á Íslandi, að hér mætti alveg hlýna pínulítið og því fínt að fá þessi gróðurhúsaáhrif. Það yrði bara huggulegt. Sama umræða hefur átt sér stað í Bretlandi. Þar hefur fólk aldeilis mátt búa við ömurleg, köld rignarsumur í gegnum tíðina. Mörgum finnst hitinn undanfarið miklu skemmtilegri og góður fyrir ferðaþjónustuna. Niðurstaðan í Guardian er athyglisverð. Í rauninni þurfa viðbrögð jarðarbúa við þessari þróun að vera af tvennum toga. Annars vegar þarf fólk að aðlagast breyttum veruleika. Öfgakenndar hitasveiflur verða tíðari. Það þarf augljóslega til dæmis í London að gera eitthvað í loftræstingunni í neðanjarðarlestunum. Það þarf að endurskoða hvernig frárennslismálum í byggingum er háttað og hvernig hús eru einangruð. Og hitt er svo alveg rétt að sums staðar er hægt að njóta lífsins í meiri hita og sleikja sólina í auknum mæli. En þó svo aðlögunin verði að eiga sér stað, þá má alls ekki missa sjónar á hinu: Þetta er vegur til helvítis. Ef gróðurhúsaáhrifin fengju að halda áfram óáreitt eins og til dæmis forseti Bandaríkjanna vill, yrðu áhrifin hrikaleg.Reykingar og jarðsprengjur Í úttekt Guardian er þetta útskýrt ágætlega. Gróðurhúsaáhrifin virka í raun og veru eins og reykingar virka á lungun, sagði einn vísindamaður þar. Reykingar geta valdið banvænu lungnakrabbameini, en fólk getur líka fengið krabbamein af öðrum völdum. Orsakasamhengi milli reykinga og krabbameins er hins vegar ótvírætt. Gróðurhúsaáhrifin virka svipað. Það er ótvírætt orsakasamhengi milli öfgakenndra veðurtilbrigða – eins og banvæns hita, fellibylja, brjálaðra storma og hrikalegra rigninga – og gróðurhúsalofttegunda. Ef við viljum reyna að afstýra því að veður verði svo válynd að við ráðum varla við búsetu á jörðinni lengur, þá verðum við semsagt að hætta að reykja. Og það verður að gerast hratt. Annar lýsti ástandinu með annarri líkingu. Hann sagði það ekki beinlínis rétt að jarðarbúar væru að stefna fram af hengiflugi, heldur væri önnur líking betri: Við erum komin inn á jarðsprengjusvæði. Og jarðsprengjunum fjölgar eftir því sem við göngum lengra inn á svæðið. Í þannig stöðu er skynsamlegt að gera tvennt: Panikera ekki. En afdráttarlaust líka: Snúa við. Og það strax.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar