Hið ófyrirsjáanlega Guðmundur Steingrímsson skrifar 13. ágúst 2018 07:00 Ég er framtíðarnörd, svokallað. Mér finnst afskaplega gaman að tala um framtíðarspár, horfa á framtíðarmyndir, lesa framtíðarbækur og pæla í tækninýjungum sem eru handan við hornið. Sjónvarpsþættirnir Nýjasta tækni og vísindi voru alltaf í miklu uppáhaldi, þar sem Sigurður H. Richter sagði frá nýjustu uppgötvunum vísindamanna við Ohio-háskóla, og víðar, og kannaði kosti flugbíla. Ég get auðveldlega eyðilagt matarboð ef ég finn hjá öðrum gesti – einn nægir – áhuga á leyndardómum framtíðarinnar. Ég get orðið algerlega ónæmur fyrir leiða annarra gesta þegar við gjörsamlega gleymum okkur í óðamála samræðu um möguleika gervigreindar og hvað ofurtölva í náinni framtíð getur orðið rosalega öflug, jafnvel hættuleg. Ég skil ekki að fólki finnist þetta ekki spennandi. Þetta er augjóslega mjög spennandi.Þáið og núið Svo kemur allt í einu framtíðin. Það er hið skemmtilega og athyglisverða við það að vera framtíðarnörd. Skyndilega er framtíðin hér. Þá getur maður borið saman þáið og núið. Eftir því sem árin færast yfir og nútíðin býr til sífellt meiri raunveruleika safnast upp í hugarfylgsni framtíðarnördsins dálítið bitastæð vitneskja. Hvað segja gömlu framtíðarspárnar um okkur sem manneskjur og á hvaða hátt er raunveruleikinn öðruvísi en spárnar, draumarnir og væntingarnar? Það hvernig allt fer í raun og veru á annan veg, það er athyglisvert. Og það hvernig sumt rætist á lúmskan hátt, jafnvel án þess að maður taki eftir því, það er líka athyglisvert. Núna er 2018. Árið 1988 þegar ég var að byrja í menntaskóla – þar sem ég varð einmitt, nema hvað, forseti Framtíðarinnar – var árið 2018 stjarnfræðilega langt í burtu. Það var svo langt í burtu að maður náði ekki utan um það í hausnum. Maður gat bara ímyndað sér til aldamóta, og varla svo langt. Árið 2018 var handanheimur. Þá yrðu pottþétt allir komnir á flugbíla, eða einfaldlega hættir að vera til nema sem heilar í hangandi tölvutengdum sekkjum í geimvöruskemmum. Ekki bein lína Austurríski heimspekingurinn Ludwig Wittgenstein hitti naglann á höfuðið þegar hann skilgreindi í skrifum sínum algenga hugsanavillu sem gætir mjög í pælingum fólks um framtíðina. Okkur hættir til að hugsa um framrás tímans sem beina línu, þar sem eitt leiðir skipulega af öðru. Heimur versnandi fer er dæmi um svona hugsunarhátt. Þá söfnum við saman í huganum öllu því slæma sem er í gangi í samtíma okkar og gerum ráð fyrir að það muni vaxa. En þannig eru hlutirnir alls ekki. Línan er alltaf að breytast. Óvæntar uppgötvanir geta gjörbreytt öllum forsendum og allt fer skyndilega á allt annan veg. Einhvern tímann gæti til dæmis einhver manneskja í meistaraprófsritgerð við kínverskan háskóla skyndilega fundið leið til þess að ferðast milli skammtafræðilegra vídda, eða eitthvað, og á þeirri stundu verður allt líf á jörðu og öll vitneskja okkar um heiminn gjörbreytt. Eða einfaldlega að hugsunarháttur breytist. Það er annað dæmi um ólínulaga þróun og oft fullkomlega ófyrirsjáanlega. Kem ég þá að því sem ég ætlaði í raun og veru að segja í þessari grein, áður en ég gleymdi mér í framtíðarnördaskap mínum: Maraþonið og Gay Pride Um næstu helgi er Reykjavíkurmaraþon. Fyrsta maraþonið var haldið árið 1984. Þá tóku um 200 manns þátt, mestmegnis sérvitringar auðvitað því í þá daga þótti fólk léttundarlegt ef það hljóp að ástæðulausu og án þess að nokkur væri að elta það. Talað var um að trimma eða jogga. Hugmyndir manna um framtíðina á þessum tíma endurspegluðust í kvikmyndum einsog til dæmis Escape From New York, Mad Max, Planet of the Apes og Blade Runner. Allt átti að þróast á versta veg. Framtíðin var kviksyndi, markviss og óhjákvæmileg þróun í átt að villimannslegum heimi glæpa og hnignunar. Enda voru margar stórborgir heimsins að þróast í þá átt. En svo gerist bara eitthvað allt annað. Ég held að enginn hafi spáð því fyrir þrjátíu árum að veruleikinn árið 2018 myndi til dæmis einkennast af mikilli heilsuvakningu. Fólk væri heilbrigðara, það hreyfði sig miklu meira, liti betur út og spáði rosalega mikið í mataræði og lífsstíl. Nú taka vel ríflega tíu þúsund manns þátt í öllum hlaupum Reykjavíkurmaraþonsins og á ári hverju eru haldnar fullt af alls konar öðrum keppnum í hinum og þessum útisportum sem fólk er sólgið í að spreyta sig á. Hvað gerðist? Af hverju erum við ekki öll í skítugum stakk í eyðimörk að berjast við tölvuvélmenni? Er árið ekki 2018? Það sem gerðist er ósköp einfalt en þó ótrúlega ófyrirsjáanlegt: Hugarfarsbreyting mannsandans. Þær eru magnaðar. Í þeim felst gífurleg von. Ein slík, kraftmikil og fögur, birtist okkur um liðna helgi í Gay Pride. Önnur mun birtast okkur um þá næstu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Hinsegin Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Ég er framtíðarnörd, svokallað. Mér finnst afskaplega gaman að tala um framtíðarspár, horfa á framtíðarmyndir, lesa framtíðarbækur og pæla í tækninýjungum sem eru handan við hornið. Sjónvarpsþættirnir Nýjasta tækni og vísindi voru alltaf í miklu uppáhaldi, þar sem Sigurður H. Richter sagði frá nýjustu uppgötvunum vísindamanna við Ohio-háskóla, og víðar, og kannaði kosti flugbíla. Ég get auðveldlega eyðilagt matarboð ef ég finn hjá öðrum gesti – einn nægir – áhuga á leyndardómum framtíðarinnar. Ég get orðið algerlega ónæmur fyrir leiða annarra gesta þegar við gjörsamlega gleymum okkur í óðamála samræðu um möguleika gervigreindar og hvað ofurtölva í náinni framtíð getur orðið rosalega öflug, jafnvel hættuleg. Ég skil ekki að fólki finnist þetta ekki spennandi. Þetta er augjóslega mjög spennandi.Þáið og núið Svo kemur allt í einu framtíðin. Það er hið skemmtilega og athyglisverða við það að vera framtíðarnörd. Skyndilega er framtíðin hér. Þá getur maður borið saman þáið og núið. Eftir því sem árin færast yfir og nútíðin býr til sífellt meiri raunveruleika safnast upp í hugarfylgsni framtíðarnördsins dálítið bitastæð vitneskja. Hvað segja gömlu framtíðarspárnar um okkur sem manneskjur og á hvaða hátt er raunveruleikinn öðruvísi en spárnar, draumarnir og væntingarnar? Það hvernig allt fer í raun og veru á annan veg, það er athyglisvert. Og það hvernig sumt rætist á lúmskan hátt, jafnvel án þess að maður taki eftir því, það er líka athyglisvert. Núna er 2018. Árið 1988 þegar ég var að byrja í menntaskóla – þar sem ég varð einmitt, nema hvað, forseti Framtíðarinnar – var árið 2018 stjarnfræðilega langt í burtu. Það var svo langt í burtu að maður náði ekki utan um það í hausnum. Maður gat bara ímyndað sér til aldamóta, og varla svo langt. Árið 2018 var handanheimur. Þá yrðu pottþétt allir komnir á flugbíla, eða einfaldlega hættir að vera til nema sem heilar í hangandi tölvutengdum sekkjum í geimvöruskemmum. Ekki bein lína Austurríski heimspekingurinn Ludwig Wittgenstein hitti naglann á höfuðið þegar hann skilgreindi í skrifum sínum algenga hugsanavillu sem gætir mjög í pælingum fólks um framtíðina. Okkur hættir til að hugsa um framrás tímans sem beina línu, þar sem eitt leiðir skipulega af öðru. Heimur versnandi fer er dæmi um svona hugsunarhátt. Þá söfnum við saman í huganum öllu því slæma sem er í gangi í samtíma okkar og gerum ráð fyrir að það muni vaxa. En þannig eru hlutirnir alls ekki. Línan er alltaf að breytast. Óvæntar uppgötvanir geta gjörbreytt öllum forsendum og allt fer skyndilega á allt annan veg. Einhvern tímann gæti til dæmis einhver manneskja í meistaraprófsritgerð við kínverskan háskóla skyndilega fundið leið til þess að ferðast milli skammtafræðilegra vídda, eða eitthvað, og á þeirri stundu verður allt líf á jörðu og öll vitneskja okkar um heiminn gjörbreytt. Eða einfaldlega að hugsunarháttur breytist. Það er annað dæmi um ólínulaga þróun og oft fullkomlega ófyrirsjáanlega. Kem ég þá að því sem ég ætlaði í raun og veru að segja í þessari grein, áður en ég gleymdi mér í framtíðarnördaskap mínum: Maraþonið og Gay Pride Um næstu helgi er Reykjavíkurmaraþon. Fyrsta maraþonið var haldið árið 1984. Þá tóku um 200 manns þátt, mestmegnis sérvitringar auðvitað því í þá daga þótti fólk léttundarlegt ef það hljóp að ástæðulausu og án þess að nokkur væri að elta það. Talað var um að trimma eða jogga. Hugmyndir manna um framtíðina á þessum tíma endurspegluðust í kvikmyndum einsog til dæmis Escape From New York, Mad Max, Planet of the Apes og Blade Runner. Allt átti að þróast á versta veg. Framtíðin var kviksyndi, markviss og óhjákvæmileg þróun í átt að villimannslegum heimi glæpa og hnignunar. Enda voru margar stórborgir heimsins að þróast í þá átt. En svo gerist bara eitthvað allt annað. Ég held að enginn hafi spáð því fyrir þrjátíu árum að veruleikinn árið 2018 myndi til dæmis einkennast af mikilli heilsuvakningu. Fólk væri heilbrigðara, það hreyfði sig miklu meira, liti betur út og spáði rosalega mikið í mataræði og lífsstíl. Nú taka vel ríflega tíu þúsund manns þátt í öllum hlaupum Reykjavíkurmaraþonsins og á ári hverju eru haldnar fullt af alls konar öðrum keppnum í hinum og þessum útisportum sem fólk er sólgið í að spreyta sig á. Hvað gerðist? Af hverju erum við ekki öll í skítugum stakk í eyðimörk að berjast við tölvuvélmenni? Er árið ekki 2018? Það sem gerðist er ósköp einfalt en þó ótrúlega ófyrirsjáanlegt: Hugarfarsbreyting mannsandans. Þær eru magnaðar. Í þeim felst gífurleg von. Ein slík, kraftmikil og fögur, birtist okkur um liðna helgi í Gay Pride. Önnur mun birtast okkur um þá næstu.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar