Frelsi að koma út úr skápnum Sigríður Inga Sigurðardóttir skrifar 10. ágúst 2018 08:00 Karen Ósk Magnúsdóttir segir að fordómarnir séu oft mestir hjá manni sjálfum og maður þurfi að finna hjá sér hugrekki til að yfirstíga þá. Hinsegin dagar ná hámarki á morgun með Gleðigöngunni sem endar með glæsilegum útitónleikum í Hljómskálagarðinum. Karen Ósk Magnúsdóttir, gjaldkeri Hinsegin daga, segir að undanfarnar vikur hafi verið mjög annasamar en ótrúlega skemmtilegar. „Formleg opnunarhátíð var haldin með pompi og prakt í Háskólabíói í gærkvöldi en yfir þrjátíu viðburðir hafa verið á dagskrá alla vikuna. Við vonumst til að sem flestir komi í Hljómskálagarðinn og njóti dagsins en ætlunin er að skapa svokallaða Pride Park stemningu. Fólk getur tekið með sér teppi, fengið sér að borða, dvalið í garðinum og hlustað á frábæra útitónleika þar sem meðal annars Páll Óskar mun koma fram ásamt fjölmörgum listamönnum,“ segir Karen glöð í bragði en þetta er í annað sinn sem Gleðigangan endar í Hljómskálagarðinum. Yfirskrift Hinsegin daga að þessu sinni er baráttugleði en um þessar mundir fagna Samtökin 78 fjörutíu ára afmæli. Samtökin 78 hafa um árabil barist fyrir bættum réttindum og samfélagsstöðu hins egin fólks og verið í fararbroddi í þeim efnum. Karen segist vera mjög þakklát því fólki sem ruddi brautina fyrir allt hinsegin fólk og vill einnig leggja sitt á vogarskálarnir í þeim efnum. „Ég vil gefa mitt til baka og vera fyrirmynd fyrir aðra, t.d. einhverja sem eru enn ekki tilbúnir til að koma út úr skápnum. Ég ákvað fljótlega eftir að ég kom út að vinna sem sjálfboðaliði á þessum vettvangi og þegar leitað var að manneskju í stjórn Hinsegin daga tók ég þeirri ábyrgð fagnandi. Þetta er mjög skemmtilegt og gefandi starf. Ég hef kynnst fjölda manns og vinn með algjörum snillingum. Það er frábært að vera innan um hinsegin fólk, fólkið sem ég tengi svo vel við,“ segir Karen brosandi.Karen vildi láta gott af sér leiða og vera fyrirmynd t.d. fyrir þá sem eru enn í skápnum og ekki tilbúnir til að koma útFréttablaðið/Sigtryggur AriFordómarnir mestir hjá manni sjálfum Tvö ár eru síðan Karen settist í stjórn Hinsegin daga en hún segir að um fjögur ár séu síðan hún ákvað að taka stóra skrefið og segja fjölskyldu sinni og vinum frá því að hún væri lesbía. „Ég kom út þegar ég var rúmlega þrítug. Ég var lengi inni í skápnum en ég vissi í þó nokkurn tíma að ég væri hinsegin áður ég var tilbúin að stíga skrefið og koma út. Undir lokin var það orðið mjög erfitt en þegar ég steig þetta skref fann ég fyrir ótrúlega miklu frelsi og mér leið í fyrsta skipti eins og ég gæti verið ég sjálf. Fordómarnir eru oft mestir hjá manni sjálfum og maður þarf að finna hjá sér hugrekki til að yfirstíga þá,“ segir Karen. „Mér fannst ég einhvern veginn hvergi passa inn og leið ekki nógu vel. Ég ákvað því að breyta lífi mínu hægt og rólega og meira í þá átt að vera ég sjálf. Ég sagði upp vinnunni, fór í framhaldsnám og síðan sem skiptinemi til útlanda en það var mjög lærdómsríkt.“ Karen segir að þetta hafi verið ákveðin kaflaskil í lífi hennar sem voru nauðsynleg fyrir hana. „Ég flutti til Svíþjóðar að hausti, kom heim um jólin og sagði foreldrum mínum að ég væri samkynhneigð. Hálfu ári seinna kom ég heim og korteri síðar kynntist ég unnustu minni, Sóleyju Kristjánsdóttir, en það er mitt stærsta gæfuspor til þessa. Ég fékk rosalega góð viðbrögð við því að koma út, miklu betri en ég var búin að ímynda mér. Pabbi opnaði meira að segja kampavín en þau mamma voru svo glöð fyrir mína hönd. Ég hafði aldrei átt kærasta og foreldrar mínir voru eðlilega komnir með smá áhyggjur af mér og fólki fannst dálítið skrítið að þrítug kona hefði aldrei verið með neinn upp á arminn. Einhverjir pældu örugglega í hvað væri í gangi og sumar vinkonur mínar grunaði að ég væri meira fyrir stelpur en stráka. Ég held samt að það hafi komið mörgum á óvart að ég væri lesbía en allir tóku því mjög vel,“ segir Karen.Karen segir það hafa verið mikið gæfuspor að kynnast unnustu sinni, Sóleyju.Fréttablaðið/sigtryggur ariDraumurinn var að vinna sem hönnuður hjá IKEA Þær Karen og Sóley búa saman í miðbænum og reka sitt eigið fyrirtæki, ásamt Sölva Kristjánssyni, bróður Sóleyjar. „Við erum með hönnunarstofu sem heitir Studio Portland. Við höfum sjálfbærni að leiðarljósi og kynntum fyrstu vörulínuna okkar á HönnunarMars í ár en hún er að hluta til úr endurunnu áli, þ.e. úr teljósum. Við erum með alls konar vörur í þróun og það eru spennandi tímar fram undan,“ segir Karen, sem er með BS-gráðu í rafmagnsverkfræði. Hún hlær þegar hún er spurð hvers vegna rafmagnsverkfræðingur hafi ákveðið að opna hönnunarstofu. „Frá því að ég var lítil hef ég haft brennandi áhuga á hönnun og draumurinn var að fá vinnu sem hönnuður hjá IKEA. Hins vegar fór það svo að ég lærði rafmagnsverkfræði og rétt fyrir hrun fór ég að vinna hjá stóru erlendu fyrirtæki og vann sem verkefnisstjóri yfir fjárfestingaverkefni í um sex ár. Það var ofboðslega góður skóli og bæði lærdómsríkt og gaman. Ég fór svo í mastersnám í rekstrarverkfræði og fann þá að mig langaði að breyta til. Eftir að við Sóley byrjuðum saman ákváðum við að láta slag standa og opna okkar eigið fyrirtæki með Sölva, en við erum öll með ólíkan bakgrunn og myndum því saman öflugt teymi. Það er ögrandi að vinna hjá sjálfum sér en gott að geta raðað verkefnum og vinnutíma eftir því sem hentar best. Ég get t.d. hliðrað til í vinnunni vegna Hinsegin daga en í fyrra vann ég á hefðbundnum skrifstofutíma og reyndi að vinna meðfram hátíðinni og satt að segja var það heldur mikið álag,“ segir Karen, en allt starf í sambandi við Hinsegin daga er unnið í sjálfboðaliðavinnu. „Við reiðum okkur á styrki og svo seljum við varning til að standa undir kostnaði. Hinsegin dagar eru borgarhátíð og Reykjavíkurborg er okkar stærsti styrktaraðili, sem við erum ákaflega þakklát fyrir,“ segir hún.Karen er einn þriggja eigenda Studio Portland. Hún segir það ögrandi en um leið gott að vinna hjá sjálfum sér, ekki síst þegar Hinsegin dagar standa yfir.Öflug ungliðahreyfing Karen hefur látið mannréttindi hinsegin fólks sig varða og m.a. beitt sér fyrir auknum réttindum samkynhneigðra foreldra. „Við Íslendingar erum því miður að dragast aftur úr öðrum löndum hvað varðar réttindi hinsegin fólks. Við höfum alla burði til að vera í fremstu röð og þetta minnir okkur á að baráttunni er aldrei lokið,“ segir hún og bætir við að til dæmis eigi réttindamál transfólks undir högg að sækja og að víða séu glufur í kerfinu sem þurfi að laga. Karen segist þó vera bjartsýn á framtíðina og nefnir að gaman sé að sjá hversu öflug ungliðahreyfing Samtakanna 78 sé. „Það er frábært að sjá allt þetta unga fólk sem er komið út og að það fái tækifæri til að blómstra á eigin forsendum. Stundum hugsa ég hvernig lífið væri ef ég hefði komið fyrr út, en hver og einn ákveður sína leið og ég er stolt af minni,“ segir hún að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin HönnunarMars Tíska og hönnun Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Sjá meira
Hinsegin dagar ná hámarki á morgun með Gleðigöngunni sem endar með glæsilegum útitónleikum í Hljómskálagarðinum. Karen Ósk Magnúsdóttir, gjaldkeri Hinsegin daga, segir að undanfarnar vikur hafi verið mjög annasamar en ótrúlega skemmtilegar. „Formleg opnunarhátíð var haldin með pompi og prakt í Háskólabíói í gærkvöldi en yfir þrjátíu viðburðir hafa verið á dagskrá alla vikuna. Við vonumst til að sem flestir komi í Hljómskálagarðinn og njóti dagsins en ætlunin er að skapa svokallaða Pride Park stemningu. Fólk getur tekið með sér teppi, fengið sér að borða, dvalið í garðinum og hlustað á frábæra útitónleika þar sem meðal annars Páll Óskar mun koma fram ásamt fjölmörgum listamönnum,“ segir Karen glöð í bragði en þetta er í annað sinn sem Gleðigangan endar í Hljómskálagarðinum. Yfirskrift Hinsegin daga að þessu sinni er baráttugleði en um þessar mundir fagna Samtökin 78 fjörutíu ára afmæli. Samtökin 78 hafa um árabil barist fyrir bættum réttindum og samfélagsstöðu hins egin fólks og verið í fararbroddi í þeim efnum. Karen segist vera mjög þakklát því fólki sem ruddi brautina fyrir allt hinsegin fólk og vill einnig leggja sitt á vogarskálarnir í þeim efnum. „Ég vil gefa mitt til baka og vera fyrirmynd fyrir aðra, t.d. einhverja sem eru enn ekki tilbúnir til að koma út úr skápnum. Ég ákvað fljótlega eftir að ég kom út að vinna sem sjálfboðaliði á þessum vettvangi og þegar leitað var að manneskju í stjórn Hinsegin daga tók ég þeirri ábyrgð fagnandi. Þetta er mjög skemmtilegt og gefandi starf. Ég hef kynnst fjölda manns og vinn með algjörum snillingum. Það er frábært að vera innan um hinsegin fólk, fólkið sem ég tengi svo vel við,“ segir Karen brosandi.Karen vildi láta gott af sér leiða og vera fyrirmynd t.d. fyrir þá sem eru enn í skápnum og ekki tilbúnir til að koma útFréttablaðið/Sigtryggur AriFordómarnir mestir hjá manni sjálfum Tvö ár eru síðan Karen settist í stjórn Hinsegin daga en hún segir að um fjögur ár séu síðan hún ákvað að taka stóra skrefið og segja fjölskyldu sinni og vinum frá því að hún væri lesbía. „Ég kom út þegar ég var rúmlega þrítug. Ég var lengi inni í skápnum en ég vissi í þó nokkurn tíma að ég væri hinsegin áður ég var tilbúin að stíga skrefið og koma út. Undir lokin var það orðið mjög erfitt en þegar ég steig þetta skref fann ég fyrir ótrúlega miklu frelsi og mér leið í fyrsta skipti eins og ég gæti verið ég sjálf. Fordómarnir eru oft mestir hjá manni sjálfum og maður þarf að finna hjá sér hugrekki til að yfirstíga þá,“ segir Karen. „Mér fannst ég einhvern veginn hvergi passa inn og leið ekki nógu vel. Ég ákvað því að breyta lífi mínu hægt og rólega og meira í þá átt að vera ég sjálf. Ég sagði upp vinnunni, fór í framhaldsnám og síðan sem skiptinemi til útlanda en það var mjög lærdómsríkt.“ Karen segir að þetta hafi verið ákveðin kaflaskil í lífi hennar sem voru nauðsynleg fyrir hana. „Ég flutti til Svíþjóðar að hausti, kom heim um jólin og sagði foreldrum mínum að ég væri samkynhneigð. Hálfu ári seinna kom ég heim og korteri síðar kynntist ég unnustu minni, Sóleyju Kristjánsdóttir, en það er mitt stærsta gæfuspor til þessa. Ég fékk rosalega góð viðbrögð við því að koma út, miklu betri en ég var búin að ímynda mér. Pabbi opnaði meira að segja kampavín en þau mamma voru svo glöð fyrir mína hönd. Ég hafði aldrei átt kærasta og foreldrar mínir voru eðlilega komnir með smá áhyggjur af mér og fólki fannst dálítið skrítið að þrítug kona hefði aldrei verið með neinn upp á arminn. Einhverjir pældu örugglega í hvað væri í gangi og sumar vinkonur mínar grunaði að ég væri meira fyrir stelpur en stráka. Ég held samt að það hafi komið mörgum á óvart að ég væri lesbía en allir tóku því mjög vel,“ segir Karen.Karen segir það hafa verið mikið gæfuspor að kynnast unnustu sinni, Sóleyju.Fréttablaðið/sigtryggur ariDraumurinn var að vinna sem hönnuður hjá IKEA Þær Karen og Sóley búa saman í miðbænum og reka sitt eigið fyrirtæki, ásamt Sölva Kristjánssyni, bróður Sóleyjar. „Við erum með hönnunarstofu sem heitir Studio Portland. Við höfum sjálfbærni að leiðarljósi og kynntum fyrstu vörulínuna okkar á HönnunarMars í ár en hún er að hluta til úr endurunnu áli, þ.e. úr teljósum. Við erum með alls konar vörur í þróun og það eru spennandi tímar fram undan,“ segir Karen, sem er með BS-gráðu í rafmagnsverkfræði. Hún hlær þegar hún er spurð hvers vegna rafmagnsverkfræðingur hafi ákveðið að opna hönnunarstofu. „Frá því að ég var lítil hef ég haft brennandi áhuga á hönnun og draumurinn var að fá vinnu sem hönnuður hjá IKEA. Hins vegar fór það svo að ég lærði rafmagnsverkfræði og rétt fyrir hrun fór ég að vinna hjá stóru erlendu fyrirtæki og vann sem verkefnisstjóri yfir fjárfestingaverkefni í um sex ár. Það var ofboðslega góður skóli og bæði lærdómsríkt og gaman. Ég fór svo í mastersnám í rekstrarverkfræði og fann þá að mig langaði að breyta til. Eftir að við Sóley byrjuðum saman ákváðum við að láta slag standa og opna okkar eigið fyrirtæki með Sölva, en við erum öll með ólíkan bakgrunn og myndum því saman öflugt teymi. Það er ögrandi að vinna hjá sjálfum sér en gott að geta raðað verkefnum og vinnutíma eftir því sem hentar best. Ég get t.d. hliðrað til í vinnunni vegna Hinsegin daga en í fyrra vann ég á hefðbundnum skrifstofutíma og reyndi að vinna meðfram hátíðinni og satt að segja var það heldur mikið álag,“ segir Karen, en allt starf í sambandi við Hinsegin daga er unnið í sjálfboðaliðavinnu. „Við reiðum okkur á styrki og svo seljum við varning til að standa undir kostnaði. Hinsegin dagar eru borgarhátíð og Reykjavíkurborg er okkar stærsti styrktaraðili, sem við erum ákaflega þakklát fyrir,“ segir hún.Karen er einn þriggja eigenda Studio Portland. Hún segir það ögrandi en um leið gott að vinna hjá sjálfum sér, ekki síst þegar Hinsegin dagar standa yfir.Öflug ungliðahreyfing Karen hefur látið mannréttindi hinsegin fólks sig varða og m.a. beitt sér fyrir auknum réttindum samkynhneigðra foreldra. „Við Íslendingar erum því miður að dragast aftur úr öðrum löndum hvað varðar réttindi hinsegin fólks. Við höfum alla burði til að vera í fremstu röð og þetta minnir okkur á að baráttunni er aldrei lokið,“ segir hún og bætir við að til dæmis eigi réttindamál transfólks undir högg að sækja og að víða séu glufur í kerfinu sem þurfi að laga. Karen segist þó vera bjartsýn á framtíðina og nefnir að gaman sé að sjá hversu öflug ungliðahreyfing Samtakanna 78 sé. „Það er frábært að sjá allt þetta unga fólk sem er komið út og að það fái tækifæri til að blómstra á eigin forsendum. Stundum hugsa ég hvernig lífið væri ef ég hefði komið fyrr út, en hver og einn ákveður sína leið og ég er stolt af minni,“ segir hún að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin HönnunarMars Tíska og hönnun Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Sjá meira