Bændur hyggja á fleiri útboð um raforkukaup Sveinn Arnarsson skrifar 31. ágúst 2018 06:00 Bændur í Eyjafirði náðu lægra raforkuverði í útboði. Fréttablaðið/Auðunn Sameiginlegt útboð raforkukaupa um 70 bænda í Eyjafirði hefur skilað því að rafmagnsreikningur þeirra mun lækka um 15 til 20 prósent. Framkvæmdastjóri Orkusölunnar, sem bauð lægst í raforkuna, segir bændur hafa fengið hagstætt tilboð vegna fjölda þeirra sem ætla að kaupa orkuna. Forsaga útboðsins er að Búnaðarsamband Eyjafjarðar safnaði saman um 70 bændum í Eyjafirði sem voru tilbúnir til að láta bjóða í raforkukaup. Seljendur rafmagns buðu margir hverjir í og var Orkusalan með lægsta tilboðið. Verið er að ganga frá samningum og vildi Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambandsins, ekki ræða málið að svo stöddu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins lækkar þetta hins vegar rafmagnsreikning bænda um 15 prósent að meðaltali. Langflestir þessara bænda voru fyrir hjá Orkusölunni.Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands.„Það er hörkusamkeppni á raforkumarkaði og við erum ánægðir með að vera með lægsta tilboðið,“ segir Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri Orkusölunnar. „Þar sem 70 bændur sameinuðust um þetta tilboð þá getum við boðið gott verð.“ Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, fagnar því að bændur hafi fengið lækkun á raforkuverði en bændur hafa um árabil sagt raforkuverð til sín vera nokkuð hátt. „Það er fagnaðarefni að bændur hafi tekið sig saman og látið bjóða í raforkukaup. Enn fremur er ánægjulegt að sjá að hægt sé að lækka raforkukostnaðinn með þessum hætti. Sé það raunin að verðið lækki vegna þess að fleiri einstaklingar komi sér saman um útboð er einboðið að Bændasamtökin skoði það alvarlega að safna saman félagsmönnum samtakanna og láti bjóða í raforkukaup félaga sinna,“ segir Sindri. Orkusalan er einkahlutafélag í eigu hins opinbera sem dótturfélag Rarik. Orkusalan skilaði um milljarði króna í hagnað á síðasta ári og greiddi arð til eigenda sinna sem nemur fjórðungi hagnaðar, eða um 250 milljónum króna. Fyrirtækið á fimm vatnsaflsvirkjanir og sú sjötta, Hólmsárvirkjun, er í burðarliðnum. Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Orkumál Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Sameiginlegt útboð raforkukaupa um 70 bænda í Eyjafirði hefur skilað því að rafmagnsreikningur þeirra mun lækka um 15 til 20 prósent. Framkvæmdastjóri Orkusölunnar, sem bauð lægst í raforkuna, segir bændur hafa fengið hagstætt tilboð vegna fjölda þeirra sem ætla að kaupa orkuna. Forsaga útboðsins er að Búnaðarsamband Eyjafjarðar safnaði saman um 70 bændum í Eyjafirði sem voru tilbúnir til að láta bjóða í raforkukaup. Seljendur rafmagns buðu margir hverjir í og var Orkusalan með lægsta tilboðið. Verið er að ganga frá samningum og vildi Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambandsins, ekki ræða málið að svo stöddu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins lækkar þetta hins vegar rafmagnsreikning bænda um 15 prósent að meðaltali. Langflestir þessara bænda voru fyrir hjá Orkusölunni.Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands.„Það er hörkusamkeppni á raforkumarkaði og við erum ánægðir með að vera með lægsta tilboðið,“ segir Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri Orkusölunnar. „Þar sem 70 bændur sameinuðust um þetta tilboð þá getum við boðið gott verð.“ Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, fagnar því að bændur hafi fengið lækkun á raforkuverði en bændur hafa um árabil sagt raforkuverð til sín vera nokkuð hátt. „Það er fagnaðarefni að bændur hafi tekið sig saman og látið bjóða í raforkukaup. Enn fremur er ánægjulegt að sjá að hægt sé að lækka raforkukostnaðinn með þessum hætti. Sé það raunin að verðið lækki vegna þess að fleiri einstaklingar komi sér saman um útboð er einboðið að Bændasamtökin skoði það alvarlega að safna saman félagsmönnum samtakanna og láti bjóða í raforkukaup félaga sinna,“ segir Sindri. Orkusalan er einkahlutafélag í eigu hins opinbera sem dótturfélag Rarik. Orkusalan skilaði um milljarði króna í hagnað á síðasta ári og greiddi arð til eigenda sinna sem nemur fjórðungi hagnaðar, eða um 250 milljónum króna. Fyrirtækið á fimm vatnsaflsvirkjanir og sú sjötta, Hólmsárvirkjun, er í burðarliðnum.
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Orkumál Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira