Ásakanir um tilraun dómaraefnis til nauðgunar teknar fyrir á mánudaginn Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2018 13:15 Brett Kavanaugh, sem Donald Trump hefur tilnefnt til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Vísir/EPA Bæði Brett Kavanaugh og Christine Blasey Ford, sem hefur sakað hann um að hafa reynt að nauðga sér, munu fara fyrir þingmenn öldungadeildar Bandaríkjaþings á mánudaginn. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins á öldungadeildinni, leggur allt kapp á að koma tilnefningu Kvanaugh sem Hæstaréttardómara í gegnum þingið en nokkrir þingmenn flokksins hafa dregið fæturna í kjölfar þess að ásakanirnar voru settar fram.Ford segir að þegar þau hafi verið í samkvæmi á unglingsaldri hafi Kavanaugh haldið henni niðri og haldið fyrir munn hennar, káfað á henni, reynt að rífa hana úr fötunum og reynt að nauðga henni á meðan vinur hans horfði á. Hún hafði sent trúnaðarbréf til þingmanna Demókrataflokksins fyrr í sumar en steig fram undir nafni á dögunum og sagði sögu sína. Hún er nú 51 árs gömul og starfar sem sálfræðiprófessor í KaliforníuSjá einnig: Kona stígur fram undir nafni og sakar dómaraefni Trump um kynferðisárásKavanaugh þvertekur fyrir að atvikið hafi átt sér stað. Hvíta húsið segir ekki koma til greina að draga tilnefningu Kavanaugh til baka. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sannfærður um að ásakanirnar séu runnar undan rifjum Demókrata. Skömmu eftir að ásakanirnar litu dagsins ljós, birtu Repúblikanar opið bréf til stuðnings Kavanaugh sem 65 konur sem þekktu hann í menntaskóla höfðu skrifað undir. McConnell hélt langa fundi með sínum helstu samstarfs- og aðstoðarmönnum um hvernig hægt væri að miðla mála á milli verjenda Kavanaugh og þeirra þingmanna sem vilja grafast nánar fyrir um ásakanirnar. Samkvæmt heimildum Politico sagði McConnell að ekki kæmi til greina að draga tilnefninguna til baka, eins og Hvíta húsið hafði áður sagt.Repúblikanar óttast að ásakanirnar og ferlið í kringum tilnefningu Kavanaugh muni auka á vanda þeirra fyrir þingkosningarnar í nóvember. Konur hafa aldrei áður boðið sig fram sambærilegum fjölda og nú og þá sérstaklega innan Demókrataflokksins. Kannanir sýna sömuleiðis að konur eru mun líklegri til að kjósa Demókrataflokkinn en Repúblikanaflokkinn.Sjá einnig: Repúblikanar uggandi yfir komandi kosningumRepúblikanar hafa lagt mikið kapp í að setja unga íhaldsmenn í dómarasæti víða um Bandaríkin. Þeir neituðu að staðfesta dómara sem Obama tilnefndi á síðasta starfsári sínu og voru rúmlega hundrað sæti laus þegar Trump tók við embætti. Þar á meðal var eitt sæti í Hæstarétti Bandaríkjanna. Markmiðið er að gerbreyta dómskerfi Bandaríkjanna, eins og McConnell orðaði það sjálfur á dögunum. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Dómaraefni Trump ber af sér sakir um kynferðisbrot Demókratar hafa vísað upplýsingum um meint kynferðisbrot Bretts Kavanaugh til alríkislögreglunnar FBI. 15. september 2018 17:39 Krísufundir vegna Kavanaughs Ásakanir um kynferðisofbeldi gegn Brett Kavanaugh setja tilnefningu hans í hæstarétt í upplausn. Heldur fram sakleysi sínu en Repúblikani og Demókratar krefjast frestunar atkvæðagreiðslu. 18. september 2018 07:15 Vilja fresta atkvæðagreiðslu um Kavanaugh Konan sem hefur ásakað Brett Kavanaugh um kynferðislegt ofbeldi er tilbúin til að bera vitni um ásakanirnar fyrir þingnefnd. 17. september 2018 19:30 Kona stígur fram undir nafni og sakar dómaraefni Trump um kynferðisárás Sálfræðiprófessor í Kaliforníu segir Brett Kavanaugh hafa haldið sér niðri, þuklað á sér og reynt að afklæða sig þegar þau voru á framhaldsskólaaldri. 16. september 2018 18:10 Ætla ekki að draga tilnefningu Kavanaugh til baka Repúblikanar ætla að halda því til streitu að kosið verði um hæfi Brett Kavanaugh hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta til að gegna embætti dómara við hæstarétt. Kjósa á um hæfi hans á fimmtudaginn. 16. september 2018 22:47 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Sjá meira
Bæði Brett Kavanaugh og Christine Blasey Ford, sem hefur sakað hann um að hafa reynt að nauðga sér, munu fara fyrir þingmenn öldungadeildar Bandaríkjaþings á mánudaginn. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins á öldungadeildinni, leggur allt kapp á að koma tilnefningu Kvanaugh sem Hæstaréttardómara í gegnum þingið en nokkrir þingmenn flokksins hafa dregið fæturna í kjölfar þess að ásakanirnar voru settar fram.Ford segir að þegar þau hafi verið í samkvæmi á unglingsaldri hafi Kavanaugh haldið henni niðri og haldið fyrir munn hennar, káfað á henni, reynt að rífa hana úr fötunum og reynt að nauðga henni á meðan vinur hans horfði á. Hún hafði sent trúnaðarbréf til þingmanna Demókrataflokksins fyrr í sumar en steig fram undir nafni á dögunum og sagði sögu sína. Hún er nú 51 árs gömul og starfar sem sálfræðiprófessor í KaliforníuSjá einnig: Kona stígur fram undir nafni og sakar dómaraefni Trump um kynferðisárásKavanaugh þvertekur fyrir að atvikið hafi átt sér stað. Hvíta húsið segir ekki koma til greina að draga tilnefningu Kavanaugh til baka. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sannfærður um að ásakanirnar séu runnar undan rifjum Demókrata. Skömmu eftir að ásakanirnar litu dagsins ljós, birtu Repúblikanar opið bréf til stuðnings Kavanaugh sem 65 konur sem þekktu hann í menntaskóla höfðu skrifað undir. McConnell hélt langa fundi með sínum helstu samstarfs- og aðstoðarmönnum um hvernig hægt væri að miðla mála á milli verjenda Kavanaugh og þeirra þingmanna sem vilja grafast nánar fyrir um ásakanirnar. Samkvæmt heimildum Politico sagði McConnell að ekki kæmi til greina að draga tilnefninguna til baka, eins og Hvíta húsið hafði áður sagt.Repúblikanar óttast að ásakanirnar og ferlið í kringum tilnefningu Kavanaugh muni auka á vanda þeirra fyrir þingkosningarnar í nóvember. Konur hafa aldrei áður boðið sig fram sambærilegum fjölda og nú og þá sérstaklega innan Demókrataflokksins. Kannanir sýna sömuleiðis að konur eru mun líklegri til að kjósa Demókrataflokkinn en Repúblikanaflokkinn.Sjá einnig: Repúblikanar uggandi yfir komandi kosningumRepúblikanar hafa lagt mikið kapp í að setja unga íhaldsmenn í dómarasæti víða um Bandaríkin. Þeir neituðu að staðfesta dómara sem Obama tilnefndi á síðasta starfsári sínu og voru rúmlega hundrað sæti laus þegar Trump tók við embætti. Þar á meðal var eitt sæti í Hæstarétti Bandaríkjanna. Markmiðið er að gerbreyta dómskerfi Bandaríkjanna, eins og McConnell orðaði það sjálfur á dögunum.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Dómaraefni Trump ber af sér sakir um kynferðisbrot Demókratar hafa vísað upplýsingum um meint kynferðisbrot Bretts Kavanaugh til alríkislögreglunnar FBI. 15. september 2018 17:39 Krísufundir vegna Kavanaughs Ásakanir um kynferðisofbeldi gegn Brett Kavanaugh setja tilnefningu hans í hæstarétt í upplausn. Heldur fram sakleysi sínu en Repúblikani og Demókratar krefjast frestunar atkvæðagreiðslu. 18. september 2018 07:15 Vilja fresta atkvæðagreiðslu um Kavanaugh Konan sem hefur ásakað Brett Kavanaugh um kynferðislegt ofbeldi er tilbúin til að bera vitni um ásakanirnar fyrir þingnefnd. 17. september 2018 19:30 Kona stígur fram undir nafni og sakar dómaraefni Trump um kynferðisárás Sálfræðiprófessor í Kaliforníu segir Brett Kavanaugh hafa haldið sér niðri, þuklað á sér og reynt að afklæða sig þegar þau voru á framhaldsskólaaldri. 16. september 2018 18:10 Ætla ekki að draga tilnefningu Kavanaugh til baka Repúblikanar ætla að halda því til streitu að kosið verði um hæfi Brett Kavanaugh hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta til að gegna embætti dómara við hæstarétt. Kjósa á um hæfi hans á fimmtudaginn. 16. september 2018 22:47 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Sjá meira
Dómaraefni Trump ber af sér sakir um kynferðisbrot Demókratar hafa vísað upplýsingum um meint kynferðisbrot Bretts Kavanaugh til alríkislögreglunnar FBI. 15. september 2018 17:39
Krísufundir vegna Kavanaughs Ásakanir um kynferðisofbeldi gegn Brett Kavanaugh setja tilnefningu hans í hæstarétt í upplausn. Heldur fram sakleysi sínu en Repúblikani og Demókratar krefjast frestunar atkvæðagreiðslu. 18. september 2018 07:15
Vilja fresta atkvæðagreiðslu um Kavanaugh Konan sem hefur ásakað Brett Kavanaugh um kynferðislegt ofbeldi er tilbúin til að bera vitni um ásakanirnar fyrir þingnefnd. 17. september 2018 19:30
Kona stígur fram undir nafni og sakar dómaraefni Trump um kynferðisárás Sálfræðiprófessor í Kaliforníu segir Brett Kavanaugh hafa haldið sér niðri, þuklað á sér og reynt að afklæða sig þegar þau voru á framhaldsskólaaldri. 16. september 2018 18:10
Ætla ekki að draga tilnefningu Kavanaugh til baka Repúblikanar ætla að halda því til streitu að kosið verði um hæfi Brett Kavanaugh hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta til að gegna embætti dómara við hæstarétt. Kjósa á um hæfi hans á fimmtudaginn. 16. september 2018 22:47