Meiri einokun takk! Þorsteinn Víglundsson skrifar 18. september 2018 07:00 Íslenskir stjórnmálamenn eru miklir áhugamenn um atvinnurekstur og hafa löngum talið sig best til þess fallna að stýra því hvernig kaupin gerast á eyrinni. Langt fram eftir síðustu öld bjuggum við t.d. við svokallaða helmingaskiptareglu í pólitíkinni. Framsókn og Sjálfstæðisflokkur skiptu á milli sín atvinnulífinu með bróðurlegum hætti og ráku samhliða því umfangsmikla haftastefnu svo einhverjir óforskammaðir og óflokksbundnir frumkvöðlar færu sér nú ekki að voða í samkeppninni. Allt sem ekki var sérstaklega leyft var bannað! Þó svo vissulega hafi kvarnast myndarlega úr helmingaskiptakerfinu (kaupfélögin fóru jú flest á hausinn og kolkrabbinn liðaðist í sundur) þá virðist þessi ríkisforsjárhugsun enn lifa góðu lífi í huga fjölda stjórnmálamanna. Hagsmunir almennings, að búa við sem mesta samkeppni og lægst vöruverð á sem flestum sviðum, víkja allt of oft fyrir þröngum sérhagsmunum sem núverandi stjórnarflokkar virðast einhuga um að standa vörð um. Tökum nokkur dæmi. Landbúnaður er enn að stórum hluta undanþeginn samkeppnislögum og við starfrækjum enn opinbera verðlagsnefnd um verðlagningu búvara. Leigubílaþjónusta er enn bundin á klafa fákeppni með stuðningi stjórnvalda og hafa t.d. nær engin ný leyfi til leigubílaaksturs verið gefin út á undanförnum 12 árum þrátt fyrir að landsmönnum hafi fjölgað um 50 þúsund og ferðamönnum um nærri tvær milljónir á sama tíma. Póstdreifing er enn bundin við einokun. Tveir af þremur stærstu viðskiptabönkum landsins eru í ríkiseigu. Starfræksla ríkisfjölmiðils fyrir skattfé er að ganga af einkareknum fjölmiðlum dauðum og ríkið er enn með einokun á sölu og dreifingu áfengis og tóbaks. Fjölmörg önnur dæmi mætti nefna.Aukin samkeppni vegna EES Á undanförnum 25 árum höfum við vissulega stigið fjölmörg jákvæð skref til aukinnar samkeppni á markaði. Við höfum innleitt hér nútímasamkeppnislöggjöf og sett opinberum rekstri ýmsar skorður í samkeppni við aðra aðila á markaði. Við höfum aflétt ýmsum höftum og hömlum og innleitt samkeppni á fjarskiptamarkaði, raforkumarkaði, stóreflt almenna neytendavernd og svo mætti áfram telja. Allt er þetta af hinu góða en fæst getum við þakkað íslenskum stjórnmálamönnum. Flest þessara atriða sem að framan eru nefnd hafa nefnilega verið fylgifiskar EES-samningsins.xxxMargsannað er að samkeppni, sem þó getur vissulega verið ófullkomin, skilar á endanum neytendum umtalsverðum ávinningi í lægra vöruverði og meira vöruúrvali. Samt er eins og það þurfi alltaf að sanna ávinninginn á hverjum markaði fyrir sig. Í hvert skipti sem lagt er til að opinberum samkeppnishindrunum eða einokun verði rutt úr vegi, spretta fram herdeildir íslenskra stjórnmálamanna sem vita fátt betra en ríkiseinokun. Um „þennan markað“ gildi nefnilega allt önnur lögmál en um „aðra markaði“. Það eru hins vegar sjaldnast hagsmunir neytenda sem menn hafa áhyggjur af heldur miklu fremur hagsmunir þeirra sem starfa á viðkomandi mörkuðum. Meðfylgjandi mynd sýnir hins vegar kostnað neytenda af ofurtrú stjórnmálamanna á einokunarverslun. Flestar þær vörutegundir sem bundnar eru umtalsverðum samkeppnishindrunum hafa hækkað mun meira en þær vörur sem seldar eru óhindrað á markaði. Fátt hefur t.d. hækkað meira á undanförnum tveimur áratugum en póstþjónusta, akstur leigubíla, heilbrigðisþjónusta eða opinber þjónusta. Þrátt fyrir þetta virðist slagorð ríkisstjórnarflokkanna og raunar fleiri vera meiri einokun takk! Ég segi nei takk! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Íslenskir stjórnmálamenn eru miklir áhugamenn um atvinnurekstur og hafa löngum talið sig best til þess fallna að stýra því hvernig kaupin gerast á eyrinni. Langt fram eftir síðustu öld bjuggum við t.d. við svokallaða helmingaskiptareglu í pólitíkinni. Framsókn og Sjálfstæðisflokkur skiptu á milli sín atvinnulífinu með bróðurlegum hætti og ráku samhliða því umfangsmikla haftastefnu svo einhverjir óforskammaðir og óflokksbundnir frumkvöðlar færu sér nú ekki að voða í samkeppninni. Allt sem ekki var sérstaklega leyft var bannað! Þó svo vissulega hafi kvarnast myndarlega úr helmingaskiptakerfinu (kaupfélögin fóru jú flest á hausinn og kolkrabbinn liðaðist í sundur) þá virðist þessi ríkisforsjárhugsun enn lifa góðu lífi í huga fjölda stjórnmálamanna. Hagsmunir almennings, að búa við sem mesta samkeppni og lægst vöruverð á sem flestum sviðum, víkja allt of oft fyrir þröngum sérhagsmunum sem núverandi stjórnarflokkar virðast einhuga um að standa vörð um. Tökum nokkur dæmi. Landbúnaður er enn að stórum hluta undanþeginn samkeppnislögum og við starfrækjum enn opinbera verðlagsnefnd um verðlagningu búvara. Leigubílaþjónusta er enn bundin á klafa fákeppni með stuðningi stjórnvalda og hafa t.d. nær engin ný leyfi til leigubílaaksturs verið gefin út á undanförnum 12 árum þrátt fyrir að landsmönnum hafi fjölgað um 50 þúsund og ferðamönnum um nærri tvær milljónir á sama tíma. Póstdreifing er enn bundin við einokun. Tveir af þremur stærstu viðskiptabönkum landsins eru í ríkiseigu. Starfræksla ríkisfjölmiðils fyrir skattfé er að ganga af einkareknum fjölmiðlum dauðum og ríkið er enn með einokun á sölu og dreifingu áfengis og tóbaks. Fjölmörg önnur dæmi mætti nefna.Aukin samkeppni vegna EES Á undanförnum 25 árum höfum við vissulega stigið fjölmörg jákvæð skref til aukinnar samkeppni á markaði. Við höfum innleitt hér nútímasamkeppnislöggjöf og sett opinberum rekstri ýmsar skorður í samkeppni við aðra aðila á markaði. Við höfum aflétt ýmsum höftum og hömlum og innleitt samkeppni á fjarskiptamarkaði, raforkumarkaði, stóreflt almenna neytendavernd og svo mætti áfram telja. Allt er þetta af hinu góða en fæst getum við þakkað íslenskum stjórnmálamönnum. Flest þessara atriða sem að framan eru nefnd hafa nefnilega verið fylgifiskar EES-samningsins.xxxMargsannað er að samkeppni, sem þó getur vissulega verið ófullkomin, skilar á endanum neytendum umtalsverðum ávinningi í lægra vöruverði og meira vöruúrvali. Samt er eins og það þurfi alltaf að sanna ávinninginn á hverjum markaði fyrir sig. Í hvert skipti sem lagt er til að opinberum samkeppnishindrunum eða einokun verði rutt úr vegi, spretta fram herdeildir íslenskra stjórnmálamanna sem vita fátt betra en ríkiseinokun. Um „þennan markað“ gildi nefnilega allt önnur lögmál en um „aðra markaði“. Það eru hins vegar sjaldnast hagsmunir neytenda sem menn hafa áhyggjur af heldur miklu fremur hagsmunir þeirra sem starfa á viðkomandi mörkuðum. Meðfylgjandi mynd sýnir hins vegar kostnað neytenda af ofurtrú stjórnmálamanna á einokunarverslun. Flestar þær vörutegundir sem bundnar eru umtalsverðum samkeppnishindrunum hafa hækkað mun meira en þær vörur sem seldar eru óhindrað á markaði. Fátt hefur t.d. hækkað meira á undanförnum tveimur áratugum en póstþjónusta, akstur leigubíla, heilbrigðisþjónusta eða opinber þjónusta. Þrátt fyrir þetta virðist slagorð ríkisstjórnarflokkanna og raunar fleiri vera meiri einokun takk! Ég segi nei takk!
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun