Heilbrigðiskerfi þar sem ríkir heildarsýn Svandís Svavarsdóttir skrifar 13. september 2018 13:30 Íslenska heilbrigðiskerfið hefur í alltof langan tíma einkennst af skorti á yfirsýn. Sá skortur á yfirsýn er hvorki góður fyrir sjúklingana né samfélagið í heild, og leiðir af sér of mikla þjónustu á sumum sviðum og biðlista á öðrum stöðum. Móta þarf stefnu fyrir heilbrigðiskerfið allt. Ábendingar þess efnis komu meðal annars fram í skýrslu McKinsey frá árinu 2016 (Lykill að fullnýtingu tækifæra Landspítalans) og í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því í febrúar 2018 (Sjúkratryggingar Íslands sem kaupandi heilbrigðisþjónustu frá febrúar), auk þess sem gerð heilbrigðisstefnu felur í sér viðbrögð við ákalli samfélagsins um skýra heildarsýn í heilbrigðismálum. Með gerð heilbrigðisstefnu svörum við spurningum á borð við þær hvernig heilbrigðiskerfi við viljum að í boði sé á Íslandi, hverjir veiti þjónustu, hvenær og hvar og hvaða gildi við viljum að heilbrigðiskerfið okkar endurspegli. Hingað til hefur þessum spurningum verið ósvarað, og kerfið þar af leiðandi verið brotakennt. Nú er unnið að gerð heilbrigðisstefnu innan velferðarráðuneytisins, sem ég hyggst leggja fyrir Alþingi á komandi vetri. Brátt líður að endalokum gildistíma rammasamninga Sjúkratrygginga Íslands um kaup á þjónustu sérgreinalækna utan sjúkrahúsa, en rammasamningurinn gildir til 31. desember 2018. Vinna við endurskoðun samninganna stendur nú yfir innan velferðarráðuneytisins. Í þeirri vinnu skiptir heildarsýnin meginmáli, líkt og við gerð heilbrigðisstefnu. Í fyrrnefndri McKinsey-skýrslu kemur einmitt fram að skilgreina þurfi hlutverk ólíkra veitenda heilbrigðisþjónustu og í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir meðal annars að velferðarráðuneyti þurfi að marka heildstæða stefnu um heilbrigðisþjónustu sem Sjúkratryggingar Íslands geta byggt á við samninga um kaup á heilbrigðisþjónustu. Ákveða þurfi hvaða þjónustu heilbrigðisstofnanir ríkisins eiga að veita og hvaða þjónustu eigi að kaupa af öðrum aðilum og í hvaða magni. Endurskoðun rammasamninga við sérfræðilækna mun einmitt taka mið af þessum athugasemdum. Við þurfum að fara úr brotakenndu kerfi, þar sem tilviljun ein ræður því hvaða þjónusta er veitt hvar og af hverjum, og yfir í kerfi þar sem heildarsýn ríkir. Með því að skýra samninga um kaup á heilbrigðisþjónustu gegnum SÍ og gæta þess að markmið samninganna, árangur þeirra og gæðakröfur séu öllum ljós, og kveða á um það hvaða þjónustu skuli veita og hvar skuli inna hana af hendi nálgumst við heildstæðara kerfi og markvissari og betri þjónustu fyrir alla, þar sem aðgengi að heilbrigðisþjónustu er jafnt; óháð efnahag og búsetu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Skoðun Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Sjá meira
Íslenska heilbrigðiskerfið hefur í alltof langan tíma einkennst af skorti á yfirsýn. Sá skortur á yfirsýn er hvorki góður fyrir sjúklingana né samfélagið í heild, og leiðir af sér of mikla þjónustu á sumum sviðum og biðlista á öðrum stöðum. Móta þarf stefnu fyrir heilbrigðiskerfið allt. Ábendingar þess efnis komu meðal annars fram í skýrslu McKinsey frá árinu 2016 (Lykill að fullnýtingu tækifæra Landspítalans) og í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því í febrúar 2018 (Sjúkratryggingar Íslands sem kaupandi heilbrigðisþjónustu frá febrúar), auk þess sem gerð heilbrigðisstefnu felur í sér viðbrögð við ákalli samfélagsins um skýra heildarsýn í heilbrigðismálum. Með gerð heilbrigðisstefnu svörum við spurningum á borð við þær hvernig heilbrigðiskerfi við viljum að í boði sé á Íslandi, hverjir veiti þjónustu, hvenær og hvar og hvaða gildi við viljum að heilbrigðiskerfið okkar endurspegli. Hingað til hefur þessum spurningum verið ósvarað, og kerfið þar af leiðandi verið brotakennt. Nú er unnið að gerð heilbrigðisstefnu innan velferðarráðuneytisins, sem ég hyggst leggja fyrir Alþingi á komandi vetri. Brátt líður að endalokum gildistíma rammasamninga Sjúkratrygginga Íslands um kaup á þjónustu sérgreinalækna utan sjúkrahúsa, en rammasamningurinn gildir til 31. desember 2018. Vinna við endurskoðun samninganna stendur nú yfir innan velferðarráðuneytisins. Í þeirri vinnu skiptir heildarsýnin meginmáli, líkt og við gerð heilbrigðisstefnu. Í fyrrnefndri McKinsey-skýrslu kemur einmitt fram að skilgreina þurfi hlutverk ólíkra veitenda heilbrigðisþjónustu og í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir meðal annars að velferðarráðuneyti þurfi að marka heildstæða stefnu um heilbrigðisþjónustu sem Sjúkratryggingar Íslands geta byggt á við samninga um kaup á heilbrigðisþjónustu. Ákveða þurfi hvaða þjónustu heilbrigðisstofnanir ríkisins eiga að veita og hvaða þjónustu eigi að kaupa af öðrum aðilum og í hvaða magni. Endurskoðun rammasamninga við sérfræðilækna mun einmitt taka mið af þessum athugasemdum. Við þurfum að fara úr brotakenndu kerfi, þar sem tilviljun ein ræður því hvaða þjónusta er veitt hvar og af hverjum, og yfir í kerfi þar sem heildarsýn ríkir. Með því að skýra samninga um kaup á heilbrigðisþjónustu gegnum SÍ og gæta þess að markmið samninganna, árangur þeirra og gæðakröfur séu öllum ljós, og kveða á um það hvaða þjónustu skuli veita og hvar skuli inna hana af hendi nálgumst við heildstæðara kerfi og markvissari og betri þjónustu fyrir alla, þar sem aðgengi að heilbrigðisþjónustu er jafnt; óháð efnahag og búsetu.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun