Allir krefjast sýknu í Hæstarétti á morgun Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. september 2018 13:00 Við upphaf málfutnings í Hæstarétti 14. janúar 1980. MYND/BRAGI GUÐMUNDSSON Endurupptaka Guðmundar- og Geirfinnsmála hefst í Hæstarétti Íslands á morgun. Endurupptaka þessa mála er fyrir margra hluta sakir óvenjuleg. Ekki síst vegna þess að ákæruvaldið krefst þess að sakborningarnir verði sýknaðir. Málin hafa fylgt íslensku þjóðinni í 44 ár, eru meðal umtöluðustu sakamála íslenskrar réttarsögu og eru tveir sakborninganna látnir, þeir Sævar Marinó Ciesielski og Tryggvi Rúnar Leifsson. Áætlað er að málflutningurinn standi yfir í tvo daga. Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari í málinu hefur 90 mínútur til málflutnings. Sömuleiðis Jón Steinar Gunnlaugsson verjandi Kristjáns Viðars Júlíussonar, Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar og Oddgeir Einarsson, verjandi Sævars Marinó Ciesielski. Guðjón Ólafur Jónsson, verjandi Alberts Klahn Skaftasonar og Jón Magnússon, verjandi Tryggva Rúnars Leifssonar, hafa sextíu mínútur hvor. Sævar Marinó, Kristján Viðar og Tryggvi Rúnar voru sakfelldir í Hæstarétti árið 1980 fyrir að hafa orðið Guðmundi Einarssyni að bana í byrjun árs 1974. Albert Klahn var sakfelldur fyrir að hafa raskað ummerkjum brotsins með meintri aðstoð sinni við líkflutninga. Þá voru Sævar Marinó, Kristján Viðar og Guðjón sakfelldir fyrir að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana seinna sama ár. Kristján Viðar hlaut 16 ára dóm. Sævar Marinó hlaut þyngsta dóminn eða 17 ár. Tryggvi Rúnar var dæmdur í 13 ára fangelsi og þá var Guðjón Skarphéðinsson dæmdur í tíu ára fangelsi. Albert Klahn var dæmdur í tólf mánaða fangelsi. Löng gæsluvarðhaldsvist var dregin frá refsingu allra hinna dæmdu. Lík þeirra Guðmundar og Geirfinns hafa aldrei fundist, ekkert er vitað um dánarorsök, engin ummerki hafa fundist um átök eða mannslát á meintum brotavettvangi og engin áþreifanleg sönnunargögn eru til staðar um að mönnunum hafi yfirhöfuð verið ráðinn bani. Aðal sönnunargögnin í málunum voru játningar sakborninganna, sem sakborningarnir reyndu að draga til baka, en dóminum þótti á sínum ekki mark takandi á þeim afturköllunum. Ítarlega verður fjallað um málflutninginn á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni á morgun. Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir „Hvarf hversdagsmanns veldur þjóðlífsröskun“ Hér er reynt að varpa ljósi á það hvernig Guðmundar- og Geirfinnsmálin blöstu við íslensku þjóðinni á árunum 1974 til 1980. 1. mars 2018 10:00 Óáreiðanlegar játningar og Íslandsmet í einangrunarvist 29. apríl 2018 10:00 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Endurupptaka Guðmundar- og Geirfinnsmála hefst í Hæstarétti Íslands á morgun. Endurupptaka þessa mála er fyrir margra hluta sakir óvenjuleg. Ekki síst vegna þess að ákæruvaldið krefst þess að sakborningarnir verði sýknaðir. Málin hafa fylgt íslensku þjóðinni í 44 ár, eru meðal umtöluðustu sakamála íslenskrar réttarsögu og eru tveir sakborninganna látnir, þeir Sævar Marinó Ciesielski og Tryggvi Rúnar Leifsson. Áætlað er að málflutningurinn standi yfir í tvo daga. Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari í málinu hefur 90 mínútur til málflutnings. Sömuleiðis Jón Steinar Gunnlaugsson verjandi Kristjáns Viðars Júlíussonar, Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar og Oddgeir Einarsson, verjandi Sævars Marinó Ciesielski. Guðjón Ólafur Jónsson, verjandi Alberts Klahn Skaftasonar og Jón Magnússon, verjandi Tryggva Rúnars Leifssonar, hafa sextíu mínútur hvor. Sævar Marinó, Kristján Viðar og Tryggvi Rúnar voru sakfelldir í Hæstarétti árið 1980 fyrir að hafa orðið Guðmundi Einarssyni að bana í byrjun árs 1974. Albert Klahn var sakfelldur fyrir að hafa raskað ummerkjum brotsins með meintri aðstoð sinni við líkflutninga. Þá voru Sævar Marinó, Kristján Viðar og Guðjón sakfelldir fyrir að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana seinna sama ár. Kristján Viðar hlaut 16 ára dóm. Sævar Marinó hlaut þyngsta dóminn eða 17 ár. Tryggvi Rúnar var dæmdur í 13 ára fangelsi og þá var Guðjón Skarphéðinsson dæmdur í tíu ára fangelsi. Albert Klahn var dæmdur í tólf mánaða fangelsi. Löng gæsluvarðhaldsvist var dregin frá refsingu allra hinna dæmdu. Lík þeirra Guðmundar og Geirfinns hafa aldrei fundist, ekkert er vitað um dánarorsök, engin ummerki hafa fundist um átök eða mannslát á meintum brotavettvangi og engin áþreifanleg sönnunargögn eru til staðar um að mönnunum hafi yfirhöfuð verið ráðinn bani. Aðal sönnunargögnin í málunum voru játningar sakborninganna, sem sakborningarnir reyndu að draga til baka, en dóminum þótti á sínum ekki mark takandi á þeim afturköllunum. Ítarlega verður fjallað um málflutninginn á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni á morgun.
Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir „Hvarf hversdagsmanns veldur þjóðlífsröskun“ Hér er reynt að varpa ljósi á það hvernig Guðmundar- og Geirfinnsmálin blöstu við íslensku þjóðinni á árunum 1974 til 1980. 1. mars 2018 10:00 Óáreiðanlegar játningar og Íslandsmet í einangrunarvist 29. apríl 2018 10:00 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
„Hvarf hversdagsmanns veldur þjóðlífsröskun“ Hér er reynt að varpa ljósi á það hvernig Guðmundar- og Geirfinnsmálin blöstu við íslensku þjóðinni á árunum 1974 til 1980. 1. mars 2018 10:00