Máli Kaupþingstoppa vísað frá vegna ófullnægjandi rannsóknar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. september 2018 14:50 Hreiðar Már Sigurðsson fyrir dómi. vísir/stefán Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í hádeginu frá dómi máli þriggja fyrrverandi yfirmanna hjá Kaupþingi. Um er að ræða svokallað CLN-mál en Hæstiréttur ómerkti í október í fyrra sýknudóm í málinu. Í málinu voru þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþing, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, ákærðir fyrir umboðssvik en héraðsdómur sýknaði þá alla af ákærunni í janúar 2016. Ákæruvaldið vildi meina að þremenningarnir hefðu misnotað aðstöðu sína sem stjórnendur Kaupþings í lánveitingum til nokkurra eignarhaldsfélaga sem voru í eigu vildarviðskiptavina bankans. Lánin, sem hljóðuðu upp á 510 milljónir evra og voru veitt á tímabilinu ágúst til október 2008, voru notuð til að kaupa lánshæfistengd skuldabréf af þýska bankanum Deutsche Bank sem tengd voru skuldatryggingarálagi Kaupþings. Markmið kaupanna var að lækka skuldatryggingarálagið. Þá voru lánin einnig notuð til að leggja fram viðbótarframlag ef skuldatryggingarálag Kaupþings fór yfir ákveðin mörk. Sigurður Einarsson. Samkomulag upp á tugi milljarða króna Fyrir Hæstarétti fóru þremenningarnir fram á frávísun málsins vegna upplýsinga sem komu fram í umfjöllun RÚV í mars í fyrra um samkomulag um greiðslur sem Deutsche Bank innti af hendi til Kaupþings ehf. og eignarhaldsfélaganna tveggja, Chesterfield United og Partridge Management Group, í desember síðastliðnum. Greiðslurnar vörðuðu uppgjör vegna viðskiptanna sem þau lán sem ákært var fyrir höfðu verið veitt til. Með samkomulagi um greiðslur til Kaupþings annars vegar og eignarhaldsfélaganna hins vegar var hætt við dómsmál sem Kaupþing og eignarhaldsfélögin höfðu höfðað gegn Deutsche Bank hvort fyrir sig. Samkomulagið hljóðaði upp á 425 milljónir evra eða tugi milljarða króna. Af þessari upphæð myndu 400 milljónir evra renna til Kaupþings. Hæstiréttur féllst ekki á frávísun málsins sem þremenningarnir kröfðust á grundvelli þess að lögreglan hefði ekki rannsakað ástæður þess að Deutsche Bank greiddi framangreinda upphæð. Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg.Vísir Rannsókn á ákveðnum atriðum geti haft þýðingu fyrir málið Hins vegar ómerkti Hæstiréttur dóm héraðsdóms og sagði ekki liggja fyrir hvers vegna þýski bankinn hefði innt umræddar greiðslur af hendi né með hvaða rökum eða á grundvelli hvaða gagna Kaupþing ehf. og eignarhaldsfélögin tvö reistu málssóknir sínar á hendur bankanum um greiðslurnar. „Þá lægi ekki fyrir hvers eðlis greiðslurnar væru. Taldi Hæstiréttur að rannsókn á þessum atriðum gæti haft þýðingu við mat á því hvort skilyrðum umboðssvika hefði verið fullnægt og við ákvörðun um refsihæð ef skilyrði sakfellingar yrðu talin fyrir hendi. Samkvæmt því voru hinn áfrýjaði dómur og meðferð málsins í héraði frá upphafi aðalmeðferðar ómerkt og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar,“ segir í reifun Hæstaréttar. Var málinu því vísað aftur heim í hérað. Björn Þorvaldsson saksóknari.Vísir/Anton Brink Málið ekki rannsakað sem skyldi Björn Þorvaldsson saksóknari hjá héraðssaksóknara sótti málið í Héraðsdómi Reykjavíkur í maí. Í frávísun héraðsdóms, sem birt hefur verið á vef dómstólsins, segir að við rannsókn sína í framhaldi af dóminum hafi ákæruvaldið ekki leitað til hins þýska banka heldur til Kaupþings ehf. sem ekki gat upplýst um ástæður þess að hinn þýski banki greiddi þessa fjárhæð. Í svari bankans komi hins vegar fram á hvaða grundvelli bankinn rak dómsmál á hendur hinum þýska banka. Kaupþing ehf. hafi hins vegar bent á að það var ekki aðili að dómsmálum félaganna tveggja. Þá segir í svarinu að samkomulagsgreiðslan hafi verið til uppgjörs á öllum kröfum sem hafðar höfðu verið uppi á hendur Deutsche Bank AG. „Ekki verður séð að leitað hafi verið eftir upplýsingum frá skiptastjórum félaganna tveggja sem um getur í dómi Hæstaréttar. Þá var tekin skýrsla af lögmanni sem unnið hafði fyrir Deutsche Bank AG og var efni hennar rakið hér að framan. Hann kvað bankann hafa verið að bregðast við dómkröfum um riftun og skaðabætur. Síðar í yfirheyrslunni neitaði hann því hins vegar að greiðslurnar frá bankanum hefðu verið skaðabætur án þess að spurt væri nánar út í þetta ósamræmi,“ segir í niðurstöðu héraðsdóms. Telur dómurinn ákæruvaldið ekki hafa rannsakað sem skyldi þau atriði sem Hæstiréttur taldi að rannsaka þyrfti. Málið væri því í sama búningi fyrir dóminum og það var eftir ómerkingardóminn. „Af þessu leiðir að það er ekki tækt til efnismeðferðar og er óhjákvæmilegt að vísa því frá dómi. Þóknanir verjenda ákærða skulu greiddar úr ríkissjóði en þær eru ákvarðaðar með virðisaukaskatti í úrskurðarorði.“ Dómurinn í málinu. CLN-málið Dómsmál Tengdar fréttir Hreiðar Már, Magnús og Sigurður sýknaðir Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þá Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg og Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, af ákæru í CLN-málinu svokallaða. 26. janúar 2016 09:00 Hæstiréttur ómerkir sýknudóm í CLN-málinu Hæstiréttur hefur ómerkt dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í svokölluðu CLN-máli. 19. október 2017 16:06 36 manns í samtals 96 ára fangelsi í hrunmálunum 36 manns hafa verið dæmdir til samanlagðrar 96 ára fangelsisvistar í svonefndum hrunmálum. Þyngstu dómarnir féllu í málum sem beindust að störfum Kaupþings. Rannsókn allra hrunmála er lokið. 7. febrúar 2018 07:00 CLN-málið: Málsgögn bendi til að aðrir en Hreiðar Már hafi látið greiða út lán framhjá lánanefnd Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þá Hreiðar Má Sigurðsson, Magnús Guðmundsson og Sigurð Einarsson af ákæru um umboðssvik. 26. janúar 2016 12:15 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í hádeginu frá dómi máli þriggja fyrrverandi yfirmanna hjá Kaupþingi. Um er að ræða svokallað CLN-mál en Hæstiréttur ómerkti í október í fyrra sýknudóm í málinu. Í málinu voru þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþing, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, ákærðir fyrir umboðssvik en héraðsdómur sýknaði þá alla af ákærunni í janúar 2016. Ákæruvaldið vildi meina að þremenningarnir hefðu misnotað aðstöðu sína sem stjórnendur Kaupþings í lánveitingum til nokkurra eignarhaldsfélaga sem voru í eigu vildarviðskiptavina bankans. Lánin, sem hljóðuðu upp á 510 milljónir evra og voru veitt á tímabilinu ágúst til október 2008, voru notuð til að kaupa lánshæfistengd skuldabréf af þýska bankanum Deutsche Bank sem tengd voru skuldatryggingarálagi Kaupþings. Markmið kaupanna var að lækka skuldatryggingarálagið. Þá voru lánin einnig notuð til að leggja fram viðbótarframlag ef skuldatryggingarálag Kaupþings fór yfir ákveðin mörk. Sigurður Einarsson. Samkomulag upp á tugi milljarða króna Fyrir Hæstarétti fóru þremenningarnir fram á frávísun málsins vegna upplýsinga sem komu fram í umfjöllun RÚV í mars í fyrra um samkomulag um greiðslur sem Deutsche Bank innti af hendi til Kaupþings ehf. og eignarhaldsfélaganna tveggja, Chesterfield United og Partridge Management Group, í desember síðastliðnum. Greiðslurnar vörðuðu uppgjör vegna viðskiptanna sem þau lán sem ákært var fyrir höfðu verið veitt til. Með samkomulagi um greiðslur til Kaupþings annars vegar og eignarhaldsfélaganna hins vegar var hætt við dómsmál sem Kaupþing og eignarhaldsfélögin höfðu höfðað gegn Deutsche Bank hvort fyrir sig. Samkomulagið hljóðaði upp á 425 milljónir evra eða tugi milljarða króna. Af þessari upphæð myndu 400 milljónir evra renna til Kaupþings. Hæstiréttur féllst ekki á frávísun málsins sem þremenningarnir kröfðust á grundvelli þess að lögreglan hefði ekki rannsakað ástæður þess að Deutsche Bank greiddi framangreinda upphæð. Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg.Vísir Rannsókn á ákveðnum atriðum geti haft þýðingu fyrir málið Hins vegar ómerkti Hæstiréttur dóm héraðsdóms og sagði ekki liggja fyrir hvers vegna þýski bankinn hefði innt umræddar greiðslur af hendi né með hvaða rökum eða á grundvelli hvaða gagna Kaupþing ehf. og eignarhaldsfélögin tvö reistu málssóknir sínar á hendur bankanum um greiðslurnar. „Þá lægi ekki fyrir hvers eðlis greiðslurnar væru. Taldi Hæstiréttur að rannsókn á þessum atriðum gæti haft þýðingu við mat á því hvort skilyrðum umboðssvika hefði verið fullnægt og við ákvörðun um refsihæð ef skilyrði sakfellingar yrðu talin fyrir hendi. Samkvæmt því voru hinn áfrýjaði dómur og meðferð málsins í héraði frá upphafi aðalmeðferðar ómerkt og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar,“ segir í reifun Hæstaréttar. Var málinu því vísað aftur heim í hérað. Björn Þorvaldsson saksóknari.Vísir/Anton Brink Málið ekki rannsakað sem skyldi Björn Þorvaldsson saksóknari hjá héraðssaksóknara sótti málið í Héraðsdómi Reykjavíkur í maí. Í frávísun héraðsdóms, sem birt hefur verið á vef dómstólsins, segir að við rannsókn sína í framhaldi af dóminum hafi ákæruvaldið ekki leitað til hins þýska banka heldur til Kaupþings ehf. sem ekki gat upplýst um ástæður þess að hinn þýski banki greiddi þessa fjárhæð. Í svari bankans komi hins vegar fram á hvaða grundvelli bankinn rak dómsmál á hendur hinum þýska banka. Kaupþing ehf. hafi hins vegar bent á að það var ekki aðili að dómsmálum félaganna tveggja. Þá segir í svarinu að samkomulagsgreiðslan hafi verið til uppgjörs á öllum kröfum sem hafðar höfðu verið uppi á hendur Deutsche Bank AG. „Ekki verður séð að leitað hafi verið eftir upplýsingum frá skiptastjórum félaganna tveggja sem um getur í dómi Hæstaréttar. Þá var tekin skýrsla af lögmanni sem unnið hafði fyrir Deutsche Bank AG og var efni hennar rakið hér að framan. Hann kvað bankann hafa verið að bregðast við dómkröfum um riftun og skaðabætur. Síðar í yfirheyrslunni neitaði hann því hins vegar að greiðslurnar frá bankanum hefðu verið skaðabætur án þess að spurt væri nánar út í þetta ósamræmi,“ segir í niðurstöðu héraðsdóms. Telur dómurinn ákæruvaldið ekki hafa rannsakað sem skyldi þau atriði sem Hæstiréttur taldi að rannsaka þyrfti. Málið væri því í sama búningi fyrir dóminum og það var eftir ómerkingardóminn. „Af þessu leiðir að það er ekki tækt til efnismeðferðar og er óhjákvæmilegt að vísa því frá dómi. Þóknanir verjenda ákærða skulu greiddar úr ríkissjóði en þær eru ákvarðaðar með virðisaukaskatti í úrskurðarorði.“ Dómurinn í málinu.
CLN-málið Dómsmál Tengdar fréttir Hreiðar Már, Magnús og Sigurður sýknaðir Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þá Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg og Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, af ákæru í CLN-málinu svokallaða. 26. janúar 2016 09:00 Hæstiréttur ómerkir sýknudóm í CLN-málinu Hæstiréttur hefur ómerkt dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í svokölluðu CLN-máli. 19. október 2017 16:06 36 manns í samtals 96 ára fangelsi í hrunmálunum 36 manns hafa verið dæmdir til samanlagðrar 96 ára fangelsisvistar í svonefndum hrunmálum. Þyngstu dómarnir féllu í málum sem beindust að störfum Kaupþings. Rannsókn allra hrunmála er lokið. 7. febrúar 2018 07:00 CLN-málið: Málsgögn bendi til að aðrir en Hreiðar Már hafi látið greiða út lán framhjá lánanefnd Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þá Hreiðar Má Sigurðsson, Magnús Guðmundsson og Sigurð Einarsson af ákæru um umboðssvik. 26. janúar 2016 12:15 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Hreiðar Már, Magnús og Sigurður sýknaðir Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þá Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg og Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, af ákæru í CLN-málinu svokallaða. 26. janúar 2016 09:00
Hæstiréttur ómerkir sýknudóm í CLN-málinu Hæstiréttur hefur ómerkt dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í svokölluðu CLN-máli. 19. október 2017 16:06
36 manns í samtals 96 ára fangelsi í hrunmálunum 36 manns hafa verið dæmdir til samanlagðrar 96 ára fangelsisvistar í svonefndum hrunmálum. Þyngstu dómarnir féllu í málum sem beindust að störfum Kaupþings. Rannsókn allra hrunmála er lokið. 7. febrúar 2018 07:00
CLN-málið: Málsgögn bendi til að aðrir en Hreiðar Már hafi látið greiða út lán framhjá lánanefnd Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þá Hreiðar Má Sigurðsson, Magnús Guðmundsson og Sigurð Einarsson af ákæru um umboðssvik. 26. janúar 2016 12:15