Mikilvægur þingmaður lýsir yfir stuðningi við Kavanaugh Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2018 17:06 Jeff Flake. AP/Pablo Martinez Monsivais Líklegt þykir að dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings muni samþykja tilnefningu Brett Kavanaugh til Hæstaréttar Bandaríkjanna eftir að þingmaðurinn Jeff Flake, lýsti yfir stuðningi við tilnefninguna. Flake hafði áður sagt að hann væri ekki viss um hvað hann myndi gera.Næsta skref er að allir öldungadeildarþingmenn kjósa um tilnefninguna. Repúblikanar ætla sér að reyna að klára ferlið á þriðjudaginn næsta, þrátt fyrir að tveir þingmenn Repúblikanaflokksins séu óákveðnir. Þar að auki eru þrír þingmenn Demókrataflokksins einnig óákveðnir.Repúblikanar eru með nauman meirihluta á þinginu. 51-49. Dómsmálanefndin mun kjósa í kvöld og til stendur að halda atkvæðagreiðslu á öldungaþinginu á morgun. Kavanaugh gæti svo verið staðfestur í embætti á þriðjudaginn, eftir aðra atkvæðagreiðslu á þinginu.Grátbáðu Flake að skipta um skoðun Í yfirlýsingu sagði Flake að nefndarfundur gærdagsins þar sem bæði Kavanaugh og Christine Blasey Ford, sem segir hann hafa reynt að nauðga sér þegar þau voru í menntaskóla, báru vitni, hefði ekki hjálpað honum við að taka ákvörðun. „Það sem ég veit er að réttarkerfi okkar byggir á því að aðilar eru taldir saklausir, sé ekki hægt að sanna að þeir séu sekir,“ sagði Flake. Skömmu eftir að hann sendi frá sér tilkynninguna var Flake á leið á fund nefndarinnar þegar tvær konur gáfu sig á tal við hann. Þær voru báðar grátandi og báðu hann um að skipta um skoðun. „Á mánudaginn stóð ég fyrir utan skrifstofu þína,“ sagði Ana Maria Archila, önnur kvennanna. „Ég sagði frá kynferðisárás sem ég varð fyrir. Ég sagði frá henni af því að ég tel Ford vera að segja sannleikann. Það sem þú ert að gera er að leyfa aðila sem hefur brotið gegn konu að sitja í Hæstarétti.“ Hin konan sagði: „Það var brotið á mér og enginn trúði mér. Ég sagði engum, og þú ert að segja öllum konum að þær skipti ekki máli, að þær eigi bara að þegja því ef þær segir þér frá því sem þær urðu fyrir munt þú hunsa þær. Þetta er það sem kom fyrir mig og þú ert að segja öllum konum Bandaríkjanna að þær skipti ekki máli.“ Hún bað Flake um að horfa í augun á sér og segja sér að það sem hún fór í gegnum skipti ekki máli. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.“Look at me when I'm talking to you. You're telling me that my assault doesn't matter!": Protesters confront Sen. Jeff Flake moments after he announces he will vote to confirm Brett Kavanaugh. https://t.co/Cc5y9kura1 pic.twitter.com/qqvz3jx8JF— CNN (@CNN) September 28, 2018 Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Ætlar ekki að láta „þvinga sig“ til að hætta Brett Kavanaugh grét þegar hann varði sig gagnvart ásökunum um kynferðisbrot. 27. september 2018 22:45 „Ég er ekki að fara neitt“ Tvær konur hafa stigið fram og sakað Kavanaugh um kynferðisbrot á árum áður en hann þvertekur fyrir að hafa brotið af sér. 24. september 2018 21:19 „Hundrað prósent“ viss um að Kavanaugh hafi reynt að nauðga henni Christine Blasey Ford bar vitni fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. 27. september 2018 18:30 Eins og í Twilight Zone segir Kavanaugh um ásakanir þriðju konunnar Þriðja konan hefur nú stigið fram og sakað Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Bandaríkjaforseta, um kynferðislegt ofbeldi. Kavanaugh segir að ásakanir hennar séu fjarstæðukenndar. 26. september 2018 21:00 Trump segir ásakanir á hendur Kavanaugh pólitískar Bandaríkjaforseti segist standa með dómaranum Brett Kavanaugh „alla leið“. 24. september 2018 13:56 „Ég er dauðhrædd“ „Ég er ekki hér í dag vegna þess að ég vill það. Ég er dauðhrædd,“ er meðal þess sem Christine Blasey Ford mun segja er hún les yfirlýsingu fyrir framan dómsmálanefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings á morgun. 26. september 2018 23:15 Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrot Kannanir sýna að sífellt fleiri kjósendur í Bandaríkjunum snúast gegn Brett Kavanaugh, sem er tilnefndur sem hæstaréttadómari, en hann er sakaður um kynferðisbrot á yngri árum. Hann segist þó alls ekki ætla að draga sig í hlé, enda sé ekkert hæft í þeim ásökunum. 25. september 2018 11:49 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Fleiri fréttir Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Sjá meira
Líklegt þykir að dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings muni samþykja tilnefningu Brett Kavanaugh til Hæstaréttar Bandaríkjanna eftir að þingmaðurinn Jeff Flake, lýsti yfir stuðningi við tilnefninguna. Flake hafði áður sagt að hann væri ekki viss um hvað hann myndi gera.Næsta skref er að allir öldungadeildarþingmenn kjósa um tilnefninguna. Repúblikanar ætla sér að reyna að klára ferlið á þriðjudaginn næsta, þrátt fyrir að tveir þingmenn Repúblikanaflokksins séu óákveðnir. Þar að auki eru þrír þingmenn Demókrataflokksins einnig óákveðnir.Repúblikanar eru með nauman meirihluta á þinginu. 51-49. Dómsmálanefndin mun kjósa í kvöld og til stendur að halda atkvæðagreiðslu á öldungaþinginu á morgun. Kavanaugh gæti svo verið staðfestur í embætti á þriðjudaginn, eftir aðra atkvæðagreiðslu á þinginu.Grátbáðu Flake að skipta um skoðun Í yfirlýsingu sagði Flake að nefndarfundur gærdagsins þar sem bæði Kavanaugh og Christine Blasey Ford, sem segir hann hafa reynt að nauðga sér þegar þau voru í menntaskóla, báru vitni, hefði ekki hjálpað honum við að taka ákvörðun. „Það sem ég veit er að réttarkerfi okkar byggir á því að aðilar eru taldir saklausir, sé ekki hægt að sanna að þeir séu sekir,“ sagði Flake. Skömmu eftir að hann sendi frá sér tilkynninguna var Flake á leið á fund nefndarinnar þegar tvær konur gáfu sig á tal við hann. Þær voru báðar grátandi og báðu hann um að skipta um skoðun. „Á mánudaginn stóð ég fyrir utan skrifstofu þína,“ sagði Ana Maria Archila, önnur kvennanna. „Ég sagði frá kynferðisárás sem ég varð fyrir. Ég sagði frá henni af því að ég tel Ford vera að segja sannleikann. Það sem þú ert að gera er að leyfa aðila sem hefur brotið gegn konu að sitja í Hæstarétti.“ Hin konan sagði: „Það var brotið á mér og enginn trúði mér. Ég sagði engum, og þú ert að segja öllum konum að þær skipti ekki máli, að þær eigi bara að þegja því ef þær segir þér frá því sem þær urðu fyrir munt þú hunsa þær. Þetta er það sem kom fyrir mig og þú ert að segja öllum konum Bandaríkjanna að þær skipti ekki máli.“ Hún bað Flake um að horfa í augun á sér og segja sér að það sem hún fór í gegnum skipti ekki máli. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.“Look at me when I'm talking to you. You're telling me that my assault doesn't matter!": Protesters confront Sen. Jeff Flake moments after he announces he will vote to confirm Brett Kavanaugh. https://t.co/Cc5y9kura1 pic.twitter.com/qqvz3jx8JF— CNN (@CNN) September 28, 2018
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Ætlar ekki að láta „þvinga sig“ til að hætta Brett Kavanaugh grét þegar hann varði sig gagnvart ásökunum um kynferðisbrot. 27. september 2018 22:45 „Ég er ekki að fara neitt“ Tvær konur hafa stigið fram og sakað Kavanaugh um kynferðisbrot á árum áður en hann þvertekur fyrir að hafa brotið af sér. 24. september 2018 21:19 „Hundrað prósent“ viss um að Kavanaugh hafi reynt að nauðga henni Christine Blasey Ford bar vitni fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. 27. september 2018 18:30 Eins og í Twilight Zone segir Kavanaugh um ásakanir þriðju konunnar Þriðja konan hefur nú stigið fram og sakað Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Bandaríkjaforseta, um kynferðislegt ofbeldi. Kavanaugh segir að ásakanir hennar séu fjarstæðukenndar. 26. september 2018 21:00 Trump segir ásakanir á hendur Kavanaugh pólitískar Bandaríkjaforseti segist standa með dómaranum Brett Kavanaugh „alla leið“. 24. september 2018 13:56 „Ég er dauðhrædd“ „Ég er ekki hér í dag vegna þess að ég vill það. Ég er dauðhrædd,“ er meðal þess sem Christine Blasey Ford mun segja er hún les yfirlýsingu fyrir framan dómsmálanefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings á morgun. 26. september 2018 23:15 Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrot Kannanir sýna að sífellt fleiri kjósendur í Bandaríkjunum snúast gegn Brett Kavanaugh, sem er tilnefndur sem hæstaréttadómari, en hann er sakaður um kynferðisbrot á yngri árum. Hann segist þó alls ekki ætla að draga sig í hlé, enda sé ekkert hæft í þeim ásökunum. 25. september 2018 11:49 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Fleiri fréttir Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Sjá meira
Ætlar ekki að láta „þvinga sig“ til að hætta Brett Kavanaugh grét þegar hann varði sig gagnvart ásökunum um kynferðisbrot. 27. september 2018 22:45
„Ég er ekki að fara neitt“ Tvær konur hafa stigið fram og sakað Kavanaugh um kynferðisbrot á árum áður en hann þvertekur fyrir að hafa brotið af sér. 24. september 2018 21:19
„Hundrað prósent“ viss um að Kavanaugh hafi reynt að nauðga henni Christine Blasey Ford bar vitni fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. 27. september 2018 18:30
Eins og í Twilight Zone segir Kavanaugh um ásakanir þriðju konunnar Þriðja konan hefur nú stigið fram og sakað Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Bandaríkjaforseta, um kynferðislegt ofbeldi. Kavanaugh segir að ásakanir hennar séu fjarstæðukenndar. 26. september 2018 21:00
Trump segir ásakanir á hendur Kavanaugh pólitískar Bandaríkjaforseti segist standa með dómaranum Brett Kavanaugh „alla leið“. 24. september 2018 13:56
„Ég er dauðhrædd“ „Ég er ekki hér í dag vegna þess að ég vill það. Ég er dauðhrædd,“ er meðal þess sem Christine Blasey Ford mun segja er hún les yfirlýsingu fyrir framan dómsmálanefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings á morgun. 26. september 2018 23:15
Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrot Kannanir sýna að sífellt fleiri kjósendur í Bandaríkjunum snúast gegn Brett Kavanaugh, sem er tilnefndur sem hæstaréttadómari, en hann er sakaður um kynferðisbrot á yngri árum. Hann segist þó alls ekki ætla að draga sig í hlé, enda sé ekkert hæft í þeim ásökunum. 25. september 2018 11:49