Tollaveislan mikla Björn Berg Gunnarsson skrifar 26. september 2018 07:00 Hvenær ætlum við Íslendingar að hætta að notfæra okkur Frakka og Spánverja í viðskiptum? Á síðasta ári var vöruútflutningur okkar til þessara landa samtals 70 milljörðum króna meiri en innflutningurinn. Fjandskapur frænda okkar Norðmanna á sama tíma kemur svo óþægilega á óvart, en vöruskiptajöfnuður okkar við þá var neikvæður um 40 milljarða. Sem betur fer kæmust fáir upp með svona talsmáta hér á landi, enda fráleit sýn á efnahagsmál. Viðskiptajöfnuður er okkur vissulega mjög mikilvægur, en þar skiptir heildin máli. Ef jöfnuðurinn mætti ekki vera neikvæður gagnvart einu einasta landi er ljóst að alþjóðleg viðskipti gengju ekki upp. Þetta er þó orðræðan vestanhafs þessa dagana og gengur forseti Bandaríkjanna svo langt að segja Kínverja ræna bandarísku þjóðina í formi viðskiptahallans og ræðst á nágranna sína í Kanada vegna vöruskiptahalla þó viðskiptajöfnuðurinn sé í heild nálægt núllinu. Til að verja innlenda framleiðslu er tollum útdeilt eins og pennum á Framadögum og á endanum tapa allir. Er það nú viðurkennt að frjáls alþjóðaviðskipti, sem rifu stóran hluta mannkyns upp úr sárri fátækt, hafi eftir á að hyggja verið mistök? Er Vesturlöndum betur borgið með verndarstefnu og viðskiptastríðum? Á hvaða fundi var það ákveðið? Ekki var ég boðaður á þann fund. Þó að við fylgjumst með þessum farsa úr fjarska er ekki ósennilegt að við Íslendingar förum fljótlega að finna fyrir áhrifum hans. Ísland hefur einmitt notið ávaxtanna af frelsi í utanríkisviðskiptum í ríkum mæli síðustu áratugi. Útflytjendur hafa notið tiltölulega óhefts aðgangs að erlendum mörkuðum á sama tíma og lífskjör íslenskra fjölskyldna hafa batnað vegna afnáms tolla og aukinnar samkeppni á alþjóðavísu. Við eigum því talsvert mikið undir því að ekki verði afturför í þeim efnum. Af þessu tilefni verður Duane Layton, sem komið hefur að fjölda milliríkjasamninga fyrir hönd bandaríska viðskiptaráðuneytisins, gestur Fjármálaþings Íslandsbanka í dag. Hann mun ræða um þær breytingar sem orðið hafa á viðskiptastefnu Bandaríkjanna í forsetatíð Donald Trump og í hvað stefnir með sama áframhaldi sem mun án efa hafa áhrif á okkur öll. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason Skoðun Skoðun Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Sjá meira
Hvenær ætlum við Íslendingar að hætta að notfæra okkur Frakka og Spánverja í viðskiptum? Á síðasta ári var vöruútflutningur okkar til þessara landa samtals 70 milljörðum króna meiri en innflutningurinn. Fjandskapur frænda okkar Norðmanna á sama tíma kemur svo óþægilega á óvart, en vöruskiptajöfnuður okkar við þá var neikvæður um 40 milljarða. Sem betur fer kæmust fáir upp með svona talsmáta hér á landi, enda fráleit sýn á efnahagsmál. Viðskiptajöfnuður er okkur vissulega mjög mikilvægur, en þar skiptir heildin máli. Ef jöfnuðurinn mætti ekki vera neikvæður gagnvart einu einasta landi er ljóst að alþjóðleg viðskipti gengju ekki upp. Þetta er þó orðræðan vestanhafs þessa dagana og gengur forseti Bandaríkjanna svo langt að segja Kínverja ræna bandarísku þjóðina í formi viðskiptahallans og ræðst á nágranna sína í Kanada vegna vöruskiptahalla þó viðskiptajöfnuðurinn sé í heild nálægt núllinu. Til að verja innlenda framleiðslu er tollum útdeilt eins og pennum á Framadögum og á endanum tapa allir. Er það nú viðurkennt að frjáls alþjóðaviðskipti, sem rifu stóran hluta mannkyns upp úr sárri fátækt, hafi eftir á að hyggja verið mistök? Er Vesturlöndum betur borgið með verndarstefnu og viðskiptastríðum? Á hvaða fundi var það ákveðið? Ekki var ég boðaður á þann fund. Þó að við fylgjumst með þessum farsa úr fjarska er ekki ósennilegt að við Íslendingar förum fljótlega að finna fyrir áhrifum hans. Ísland hefur einmitt notið ávaxtanna af frelsi í utanríkisviðskiptum í ríkum mæli síðustu áratugi. Útflytjendur hafa notið tiltölulega óhefts aðgangs að erlendum mörkuðum á sama tíma og lífskjör íslenskra fjölskyldna hafa batnað vegna afnáms tolla og aukinnar samkeppni á alþjóðavísu. Við eigum því talsvert mikið undir því að ekki verði afturför í þeim efnum. Af þessu tilefni verður Duane Layton, sem komið hefur að fjölda milliríkjasamninga fyrir hönd bandaríska viðskiptaráðuneytisins, gestur Fjármálaþings Íslandsbanka í dag. Hann mun ræða um þær breytingar sem orðið hafa á viðskiptastefnu Bandaríkjanna í forsetatíð Donald Trump og í hvað stefnir með sama áframhaldi sem mun án efa hafa áhrif á okkur öll.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun