Vill tryggja öryggi fjölskyldu sinnar og njóta sanngirni Samúel Karl Ólason skrifar 21. september 2018 09:52 Brett Kavanaugh. AP/Andrew Harnik Christine Blasey Ford, sem hefur sakað Brett Kavanaugh, sem tilnefndur er til Hæstaréttar Bandaríkjanna, um nauðgun þegar þau voru í menntaskóla er tilbúin til að svara spurningum öldungadeildarþingmanna. Fyrst þarf þó að uppfylla ákveðin skilyrði sem snúa að því að hún njóti sanngirni og öryggis. Ford og fjölskylda hennar hafa þurft að flýja heimili þeirra vegna morðhótana. Hún hefur beðið um tíma til að tryggja öryggi fjölskyldunnar, undirbúa málflutning sinn og ferðast til Washington DC. Hún myndi þá mæta á fund dómsmálanefndar öldungaþingsins og Kavanaugh myndi mæta sömuleiðis. Þau myndu bæði segja sögu sína um hvað gerðist í unglingasamkvæminu snemma á 9. áratug síðustu aldar. Ford segir að þegar þau hafi verið í samkvæmi á unglingsaldri hafi Kavanaugh haldið henni niðri og haldið fyrir munn hennar, káfað á henni, reynt að rífa hana úr fötunum og reynt að nauðga henni á meðan vinur hans horfði á. Hún hafði sent trúnaðarbréf til þingmanna Demókrataflokksins fyrr í sumar en steig fram undir nafni á dögunum og sagði sögu sína. Hún er nú 51 árs gömul og starfar sem sálfræðiprófessor í KaliforníuSjá einnig: Kona stígur fram undir nafni og sakar dómaraefni Trump um kynferðisárásTil stóð að nefndarfundurinn yrðu haldinn á mánudaginn en nú stendur til að vitnaleiðslan fari fram á fimmtudaginn, samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar. Það er þó ekki víst að af því verði.Repúblikanar eru með 11-10 meirihluta í nefndinni og þar sitja einungis fjórar konur. Allar tilheyra þær Demókrataflokknum og hafa Repúblikanar áhyggjur af því hvernig það lyti út ef ellefu eldri menn spyrji konu sem segist hafa orðið fyrir kynferðisárás ágengra spurninga. Því hefur því verið velt upp að fá utanaðkomandi kvenkyns lögfræðinga til að spyrja Ford í stað Repúblikana í dómsmálanefndinni. Þeir hafa sömuleiðis áhyggjur af því að stutt er í þingkosningar og er líklegt að sýnt verði frá fundinum í sjónvarpi. Kavanaugh sjálfur hefur hins vegar viljað segja sögu sína opinberlega en hann hefur þvertekið fyrir að hafa brotið gegn Ford. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Dómaraefni Trump ber af sér sakir um kynferðisbrot Demókratar hafa vísað upplýsingum um meint kynferðisbrot Bretts Kavanaugh til alríkislögreglunnar FBI. 15. september 2018 17:39 Vilja fresta atkvæðagreiðslu um Kavanaugh Konan sem hefur ásakað Brett Kavanaugh um kynferðislegt ofbeldi er tilbúin til að bera vitni um ásakanirnar fyrir þingnefnd. 17. september 2018 19:30 Ásakanir um tilraun dómaraefnis til nauðgunar teknar fyrir á mánudaginn Bæði Brett Kavanaugh og Christine Blasey Ford, sem hefur sakað hann um að hafa reynt að nauðga sér, munu fara fyrir þingmenn öldungadeildar Bandaríkjaþings á mánudaginn. 18. september 2018 13:15 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Christine Blasey Ford, sem hefur sakað Brett Kavanaugh, sem tilnefndur er til Hæstaréttar Bandaríkjanna, um nauðgun þegar þau voru í menntaskóla er tilbúin til að svara spurningum öldungadeildarþingmanna. Fyrst þarf þó að uppfylla ákveðin skilyrði sem snúa að því að hún njóti sanngirni og öryggis. Ford og fjölskylda hennar hafa þurft að flýja heimili þeirra vegna morðhótana. Hún hefur beðið um tíma til að tryggja öryggi fjölskyldunnar, undirbúa málflutning sinn og ferðast til Washington DC. Hún myndi þá mæta á fund dómsmálanefndar öldungaþingsins og Kavanaugh myndi mæta sömuleiðis. Þau myndu bæði segja sögu sína um hvað gerðist í unglingasamkvæminu snemma á 9. áratug síðustu aldar. Ford segir að þegar þau hafi verið í samkvæmi á unglingsaldri hafi Kavanaugh haldið henni niðri og haldið fyrir munn hennar, káfað á henni, reynt að rífa hana úr fötunum og reynt að nauðga henni á meðan vinur hans horfði á. Hún hafði sent trúnaðarbréf til þingmanna Demókrataflokksins fyrr í sumar en steig fram undir nafni á dögunum og sagði sögu sína. Hún er nú 51 árs gömul og starfar sem sálfræðiprófessor í KaliforníuSjá einnig: Kona stígur fram undir nafni og sakar dómaraefni Trump um kynferðisárásTil stóð að nefndarfundurinn yrðu haldinn á mánudaginn en nú stendur til að vitnaleiðslan fari fram á fimmtudaginn, samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar. Það er þó ekki víst að af því verði.Repúblikanar eru með 11-10 meirihluta í nefndinni og þar sitja einungis fjórar konur. Allar tilheyra þær Demókrataflokknum og hafa Repúblikanar áhyggjur af því hvernig það lyti út ef ellefu eldri menn spyrji konu sem segist hafa orðið fyrir kynferðisárás ágengra spurninga. Því hefur því verið velt upp að fá utanaðkomandi kvenkyns lögfræðinga til að spyrja Ford í stað Repúblikana í dómsmálanefndinni. Þeir hafa sömuleiðis áhyggjur af því að stutt er í þingkosningar og er líklegt að sýnt verði frá fundinum í sjónvarpi. Kavanaugh sjálfur hefur hins vegar viljað segja sögu sína opinberlega en hann hefur þvertekið fyrir að hafa brotið gegn Ford.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Dómaraefni Trump ber af sér sakir um kynferðisbrot Demókratar hafa vísað upplýsingum um meint kynferðisbrot Bretts Kavanaugh til alríkislögreglunnar FBI. 15. september 2018 17:39 Vilja fresta atkvæðagreiðslu um Kavanaugh Konan sem hefur ásakað Brett Kavanaugh um kynferðislegt ofbeldi er tilbúin til að bera vitni um ásakanirnar fyrir þingnefnd. 17. september 2018 19:30 Ásakanir um tilraun dómaraefnis til nauðgunar teknar fyrir á mánudaginn Bæði Brett Kavanaugh og Christine Blasey Ford, sem hefur sakað hann um að hafa reynt að nauðga sér, munu fara fyrir þingmenn öldungadeildar Bandaríkjaþings á mánudaginn. 18. september 2018 13:15 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Dómaraefni Trump ber af sér sakir um kynferðisbrot Demókratar hafa vísað upplýsingum um meint kynferðisbrot Bretts Kavanaugh til alríkislögreglunnar FBI. 15. september 2018 17:39
Vilja fresta atkvæðagreiðslu um Kavanaugh Konan sem hefur ásakað Brett Kavanaugh um kynferðislegt ofbeldi er tilbúin til að bera vitni um ásakanirnar fyrir þingnefnd. 17. september 2018 19:30
Ásakanir um tilraun dómaraefnis til nauðgunar teknar fyrir á mánudaginn Bæði Brett Kavanaugh og Christine Blasey Ford, sem hefur sakað hann um að hafa reynt að nauðga sér, munu fara fyrir þingmenn öldungadeildar Bandaríkjaþings á mánudaginn. 18. september 2018 13:15