Hafnar fullyrðingum þingmanns um að H&M sé dýrara á Íslandi Birgir Olgeirsson skrifar 16. október 2018 20:03 Framkvæmdastjóri H&M á Íslandi og í Noregi er Þjóðverjinn Dirk Roennefahrt. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Hennes & Mauritz hafnar fullyrðingum þingmanns Miðflokksins að það sé dýrara að versla í H&M á Íslandi en í verslunum sænsku fatakeðjunnar í öðrum löndum. Framkvæmdastjórinn hefur fulla trú á að íslenski markaðurinn sé nægjanlega stór til að standa undir rekstri þriggja H&M-verslana. Þriðja verslun H&M hér á landi var opnuð á Hafnartorgi í Reykjavík við mikla viðhöfn föstudag. Áður höfðu verslanir H&M verið opnaðar í verslunarmiðstöðvunum Kringlunni í Reykjavík og Smáralind í Kópavogi. H&M er þekktast fyrir fatnað en á Hafnartorgi verður að finna heimilisdeild þar sem hægt er að kaupa húsbúnaðarvörur frá H&M Home.Þriðja H&M-verslunin á Íslandi var opnuð á Hafnartorgi á föstudag.Vísir/VilhelmFramkvæmdastjóri H&M á Íslandi og í Noregi er Þjóðverjinn Dirk Roennefahrt. Hann tók við starfinu í byrjun ágúst síðastliðnum en hann hefur starfað hjá fyrirtækinu í hartnær tuttugu ár. Sá þýski er sagður hafa mikla reynslu af ólíkum hliðum fyrirtækisins, þá aðallega innkaupum og netverslun. Áður en hann tók við starfi framkvæmdastjóra hér á landi og í Noregi hafði hann starfað í Svíþjóð í fimm ár. Hann virkaði afar spenntur fyrir opnun verslunarinnar á Hafnartorgi og segir að þar nái H&M að bjóða viðskiptavinum sínum fatnað og flest sem þarf til að halda heimili. „Þú getur fundið eitthvað í öll herbergi heimilisins og það er mjög spennandi,“ sagði Roennefahrt í samtali við Vísi þar sem hann tók á móti fjölmiðlafólki við opnunina. Þingmaður fór mikinn í umræðu um neytendamál Í september síðastliðnum fór Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, mikinn í hlaðvarpsþættinum N-ið þar sem hann ræddi neytendamál. Þorsteinn kallaði þar meðal annars eftir því að Samkeppniseftirlitið fengi meiri völd og auknar rannsóknarheimildir til að hafa virkara eftirlit með íslensku viðskiptalífi. Nefndi Þorsteinn sem dæmi að kanna mætti betur fataverslun á Íslandi og sagði fátt lýsa verðlagningu á þeim markaði betur en innreið fatakeðjunnar H&M, sem opnaði sína fyrstu verslun á Íslandi í ágúst í fyrra.Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins.Fréttablaðið/ErnirVísir hefur fjallað um verðlagninguna hjá H&M hér á landi. Í fyrra birti Vísir frétt þar sem kom í ljós að verð á vörum í H&M-verslununum hér á landi yrði hærra en í H&M verslunum í öðrum löndum. Nam verðmunurinn frá 10 prósentum og upp í 60 prósent þegar gerður var verðsamanburður á vörum H&M hér á landi og erlendis. Þorsteinn fullyrti að verðið væri yfirleitt um 30 prósentum hærra á Íslandi en á Norðurlöndunum. „Þetta sést bara á verðmiðanum hjá þeim,“ sagði Þorsteinn og sagðist ekki detta í hug að fara þangað. Gera verðkannanir oftar en einu sinni á ári Þessu hafnaði Dirk Roennefahrt í samtali við Vísi á föstudag.Er þetta þá ekki satt sem þingmaðurinn benti á? „Algjörlega ekki. Það sem ég get sagt er að markmið okkar er að bjóða tísku og gæði á besta verðinu á sjálfbæran hátt og við viljum vera samkeppnisfær á öllum mörkuðum þar sem við störfum. Við gerum verðkannanir í hverju landi þar sem við erum oftar en einu sinni á ári til að tryggja að við séum samkeppnishæf.“Dirk hefur fulla trú á íslenska markaðinum og segir Íslendinga hafa tekið ástfóstri við H&M.Vísir/VilhemSpurður hvort að verðið hefði verið lækkað eftir að fjallað hafði verið um verðlagninguna og hún gagnrýnd sagðist hann ekki geta staðfesta það. Roennefahrt sagðist aðspurður hafa fulla trú á því á því að íslenski markaðurinn væri nógu stór til að viðhalda rekstri þriggja H&M-verslana. „Algjörlega, í fyrra sást hversu frábæri íslenskir viðskiptavinir eru sem elska H&M. Við höfum því mikla trú á íslenska markaðinum.“ H&M Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Framkvæmdastjóri Hennes & Mauritz hafnar fullyrðingum þingmanns Miðflokksins að það sé dýrara að versla í H&M á Íslandi en í verslunum sænsku fatakeðjunnar í öðrum löndum. Framkvæmdastjórinn hefur fulla trú á að íslenski markaðurinn sé nægjanlega stór til að standa undir rekstri þriggja H&M-verslana. Þriðja verslun H&M hér á landi var opnuð á Hafnartorgi í Reykjavík við mikla viðhöfn föstudag. Áður höfðu verslanir H&M verið opnaðar í verslunarmiðstöðvunum Kringlunni í Reykjavík og Smáralind í Kópavogi. H&M er þekktast fyrir fatnað en á Hafnartorgi verður að finna heimilisdeild þar sem hægt er að kaupa húsbúnaðarvörur frá H&M Home.Þriðja H&M-verslunin á Íslandi var opnuð á Hafnartorgi á föstudag.Vísir/VilhelmFramkvæmdastjóri H&M á Íslandi og í Noregi er Þjóðverjinn Dirk Roennefahrt. Hann tók við starfinu í byrjun ágúst síðastliðnum en hann hefur starfað hjá fyrirtækinu í hartnær tuttugu ár. Sá þýski er sagður hafa mikla reynslu af ólíkum hliðum fyrirtækisins, þá aðallega innkaupum og netverslun. Áður en hann tók við starfi framkvæmdastjóra hér á landi og í Noregi hafði hann starfað í Svíþjóð í fimm ár. Hann virkaði afar spenntur fyrir opnun verslunarinnar á Hafnartorgi og segir að þar nái H&M að bjóða viðskiptavinum sínum fatnað og flest sem þarf til að halda heimili. „Þú getur fundið eitthvað í öll herbergi heimilisins og það er mjög spennandi,“ sagði Roennefahrt í samtali við Vísi þar sem hann tók á móti fjölmiðlafólki við opnunina. Þingmaður fór mikinn í umræðu um neytendamál Í september síðastliðnum fór Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, mikinn í hlaðvarpsþættinum N-ið þar sem hann ræddi neytendamál. Þorsteinn kallaði þar meðal annars eftir því að Samkeppniseftirlitið fengi meiri völd og auknar rannsóknarheimildir til að hafa virkara eftirlit með íslensku viðskiptalífi. Nefndi Þorsteinn sem dæmi að kanna mætti betur fataverslun á Íslandi og sagði fátt lýsa verðlagningu á þeim markaði betur en innreið fatakeðjunnar H&M, sem opnaði sína fyrstu verslun á Íslandi í ágúst í fyrra.Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins.Fréttablaðið/ErnirVísir hefur fjallað um verðlagninguna hjá H&M hér á landi. Í fyrra birti Vísir frétt þar sem kom í ljós að verð á vörum í H&M-verslununum hér á landi yrði hærra en í H&M verslunum í öðrum löndum. Nam verðmunurinn frá 10 prósentum og upp í 60 prósent þegar gerður var verðsamanburður á vörum H&M hér á landi og erlendis. Þorsteinn fullyrti að verðið væri yfirleitt um 30 prósentum hærra á Íslandi en á Norðurlöndunum. „Þetta sést bara á verðmiðanum hjá þeim,“ sagði Þorsteinn og sagðist ekki detta í hug að fara þangað. Gera verðkannanir oftar en einu sinni á ári Þessu hafnaði Dirk Roennefahrt í samtali við Vísi á föstudag.Er þetta þá ekki satt sem þingmaðurinn benti á? „Algjörlega ekki. Það sem ég get sagt er að markmið okkar er að bjóða tísku og gæði á besta verðinu á sjálfbæran hátt og við viljum vera samkeppnisfær á öllum mörkuðum þar sem við störfum. Við gerum verðkannanir í hverju landi þar sem við erum oftar en einu sinni á ári til að tryggja að við séum samkeppnishæf.“Dirk hefur fulla trú á íslenska markaðinum og segir Íslendinga hafa tekið ástfóstri við H&M.Vísir/VilhemSpurður hvort að verðið hefði verið lækkað eftir að fjallað hafði verið um verðlagninguna og hún gagnrýnd sagðist hann ekki geta staðfesta það. Roennefahrt sagðist aðspurður hafa fulla trú á því á því að íslenski markaðurinn væri nógu stór til að viðhalda rekstri þriggja H&M-verslana. „Algjörlega, í fyrra sást hversu frábæri íslenskir viðskiptavinir eru sem elska H&M. Við höfum því mikla trú á íslenska markaðinum.“
H&M Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent