Milljón og einn Guðmundur Steingrímsson skrifar 22. október 2018 09:00 Þegar ég velti fyrir mér eilífðarspurningunni um tilgang lífsins kemur Lína Langsokkur iðulega upp í hugann. Teiknimyndirnar um Línu voru órjúfanlegur hluti af heimilislífinu þegar börnin mín voru yngri. Þá hljómaði á hverjum degi upphafslagið, þar sem Lína syngur þessar hendingar í belg og biðu: Hvað á að gera næst? Hvað geri ég næst? Lína er vægast sagt óþreyjufull og orkumikil stelpa. Spurningaflaumur hennar varðandi næstu verkefni í lífinu urðu mér smám saman undirstaða að svari, sem hefur nægt mér ágætlega, um tilgang lífsins. Tilgangur lífsins er að gera það sem mann langar til að gera næst. Það skiptir engu máli hversu smátt eða lítilfjörlegt það er sem mann langar að gera, maður verður alltaf að lifa til þess að gera það. Ef mann langar að standa upp og fá sér hnetur úr skálinni á borðstofuborðinu, verður maður að vera lifandi. Maður fær sér ekki hnetur dauður. Tilgangur lífsins er þar með, á þeirri stundu, að standa upp og fá sér hnetur.Camus og Lína Svona speki á sér stoð í skrifum franskra tilvistarheimspekinga eins og Albert Camus og Jean Paul Sartre. Lína Langsokkur tilheyrir óhikað þeim skóla. Tilgangur lífsins er ekki eitthvað utanaðkomandi eins og forskrift Guðs eða Múhameðs. Hann er ekki hogginn í stein. Hann er ekki regluverk eða skylduboð. Hann er ekki svar sem geimfarið Voyager 32 mun finna á fjarlægri plánetu árið 2167. Tilgangurinn er þvert á móti manns eigin. Hann vex í brjósti manns. Hann er hugdetta. Tilgangurinn liggur í umhverfinu, í ævintýrunum sem mann langar að upplifa, markmiðum sem maður vill ná eða í hversdagslegri iðju sem gleður. Tilgangurinn er í smáu sem stóru. Ef mig langar að gutla á gítarinn minn verð ég að lifa. Líka til að berjast gegn fátækt. Ef mig langar í sund verð ég að lifa. Ef mig langar í kaffi, ef mig langar að ganga á Keili, ef mig langar að sjá börnin mín vaxa úr grasi, ef mig langar að vera heima þegar konan mín kemur regnvot og veðurbarin heim úr leiðsögumennsku á fjöllum, þá verð ég að vera lifandi. Ég geri ekkert af þessu dauður.Að efla lífsviljann Camus vildi meina að á hverjum morgni ætti fólk að spyrja sjálft sig af hverju það ætti ekki að svipta sig lífi þann daginn. Þetta er þung pæling. Ég upplifi þessa spurningu sem dramatíska útgáfu af Línu Langsokk. Ef mann langar að gera eitthvað næst, þá verður maður að vera á lífi. Ef mann langar í göngutúr meðfram sjónum er ekki hægt að gera það öðruvísi en lifandi. Camus var væntanlega að fiska eftir þessu. Á hverjum morgni býðst manni að fara yfir kringumstæður sínar í huganum og hugsa um það sem mann langar að upplifa, smátt og stórt, og efla með þeirri hugsanaæfingu lífsviljann. Mér finnst þetta kraftmikil speki. Fjölmargt í lífinu virkar á gagnstæðan hátt og er frekar til þess fallið að draga úr manni lífsviljann. Maður fer til dæmis ekki fram úr rúminu út af því að maður er svo spenntur að lesa nýjustu færslur á samfélagsmiðlum í rifrildi kynjanna eða vegna þess að mann langar svo inn á tekjur.is. Smám saman lærir maður að greina kjarnann frá hisminu. Að njóta daganna. Krónan fellur og það er röð haustlægða. Þá er upplagt að fara í leikhús.Allt sem er frábært Sjálfsvíg eru eitthvað það skelfilegasta samfélagsmein sem hægt er að hugsa sér. Umræðan um sjálfsvíg gýs upp öðru hvoru og alltaf virðist manni úrræðaleysið vera svo yfirgripsmikið. Mann langar til að samfélagið komi einhver veginn í veg fyrir sjálfsvíg. Maður óskar þess að fólki í svartasta myrkri sínu sé leitt einhvern veginn fyrir sjónir að lífið er fullt af dásamlegum hlutum — jafnvel lítilfjörlegum, undursamlegum hlutum — þótt þeir séu ekki sýnilegir í svipinn. Líklega er fátt erfiðara. Það verður samt að reyna. Um helgina fór ég á leikrit í Borgarleikhúsinu sem heitir Allt sem er frábært. Leikritið er á meðal þess sem er frábært. Valur Freyr Einarsson er fullkominn í hlutverkinu. Persóna hans gerir lista yfir allt sem er frábært í lífinu, til að reyna að koma í veg fyrir sjálfsvíg. Mér finnst að skólayfirvöld ættu að bjóða öllum unglingum á þetta leikrit. Alltaf. Eftir leikritið heldur maður ósjálfrátt áfram að bæta á listann. Kraftur hins smáa eflist. Hjá mér er milljón og einn þetta: Að hlæja í huganum að brandaranum sem sonur minn sagði mér upp úr Andrésblaði. Hefurðu heyrt um lesblinda heimspekinginn sem var að velta fyrir sér tilgangi fílsins? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Þegar ég velti fyrir mér eilífðarspurningunni um tilgang lífsins kemur Lína Langsokkur iðulega upp í hugann. Teiknimyndirnar um Línu voru órjúfanlegur hluti af heimilislífinu þegar börnin mín voru yngri. Þá hljómaði á hverjum degi upphafslagið, þar sem Lína syngur þessar hendingar í belg og biðu: Hvað á að gera næst? Hvað geri ég næst? Lína er vægast sagt óþreyjufull og orkumikil stelpa. Spurningaflaumur hennar varðandi næstu verkefni í lífinu urðu mér smám saman undirstaða að svari, sem hefur nægt mér ágætlega, um tilgang lífsins. Tilgangur lífsins er að gera það sem mann langar til að gera næst. Það skiptir engu máli hversu smátt eða lítilfjörlegt það er sem mann langar að gera, maður verður alltaf að lifa til þess að gera það. Ef mann langar að standa upp og fá sér hnetur úr skálinni á borðstofuborðinu, verður maður að vera lifandi. Maður fær sér ekki hnetur dauður. Tilgangur lífsins er þar með, á þeirri stundu, að standa upp og fá sér hnetur.Camus og Lína Svona speki á sér stoð í skrifum franskra tilvistarheimspekinga eins og Albert Camus og Jean Paul Sartre. Lína Langsokkur tilheyrir óhikað þeim skóla. Tilgangur lífsins er ekki eitthvað utanaðkomandi eins og forskrift Guðs eða Múhameðs. Hann er ekki hogginn í stein. Hann er ekki regluverk eða skylduboð. Hann er ekki svar sem geimfarið Voyager 32 mun finna á fjarlægri plánetu árið 2167. Tilgangurinn er þvert á móti manns eigin. Hann vex í brjósti manns. Hann er hugdetta. Tilgangurinn liggur í umhverfinu, í ævintýrunum sem mann langar að upplifa, markmiðum sem maður vill ná eða í hversdagslegri iðju sem gleður. Tilgangurinn er í smáu sem stóru. Ef mig langar að gutla á gítarinn minn verð ég að lifa. Líka til að berjast gegn fátækt. Ef mig langar í sund verð ég að lifa. Ef mig langar í kaffi, ef mig langar að ganga á Keili, ef mig langar að sjá börnin mín vaxa úr grasi, ef mig langar að vera heima þegar konan mín kemur regnvot og veðurbarin heim úr leiðsögumennsku á fjöllum, þá verð ég að vera lifandi. Ég geri ekkert af þessu dauður.Að efla lífsviljann Camus vildi meina að á hverjum morgni ætti fólk að spyrja sjálft sig af hverju það ætti ekki að svipta sig lífi þann daginn. Þetta er þung pæling. Ég upplifi þessa spurningu sem dramatíska útgáfu af Línu Langsokk. Ef mann langar að gera eitthvað næst, þá verður maður að vera á lífi. Ef mann langar í göngutúr meðfram sjónum er ekki hægt að gera það öðruvísi en lifandi. Camus var væntanlega að fiska eftir þessu. Á hverjum morgni býðst manni að fara yfir kringumstæður sínar í huganum og hugsa um það sem mann langar að upplifa, smátt og stórt, og efla með þeirri hugsanaæfingu lífsviljann. Mér finnst þetta kraftmikil speki. Fjölmargt í lífinu virkar á gagnstæðan hátt og er frekar til þess fallið að draga úr manni lífsviljann. Maður fer til dæmis ekki fram úr rúminu út af því að maður er svo spenntur að lesa nýjustu færslur á samfélagsmiðlum í rifrildi kynjanna eða vegna þess að mann langar svo inn á tekjur.is. Smám saman lærir maður að greina kjarnann frá hisminu. Að njóta daganna. Krónan fellur og það er röð haustlægða. Þá er upplagt að fara í leikhús.Allt sem er frábært Sjálfsvíg eru eitthvað það skelfilegasta samfélagsmein sem hægt er að hugsa sér. Umræðan um sjálfsvíg gýs upp öðru hvoru og alltaf virðist manni úrræðaleysið vera svo yfirgripsmikið. Mann langar til að samfélagið komi einhver veginn í veg fyrir sjálfsvíg. Maður óskar þess að fólki í svartasta myrkri sínu sé leitt einhvern veginn fyrir sjónir að lífið er fullt af dásamlegum hlutum — jafnvel lítilfjörlegum, undursamlegum hlutum — þótt þeir séu ekki sýnilegir í svipinn. Líklega er fátt erfiðara. Það verður samt að reyna. Um helgina fór ég á leikrit í Borgarleikhúsinu sem heitir Allt sem er frábært. Leikritið er á meðal þess sem er frábært. Valur Freyr Einarsson er fullkominn í hlutverkinu. Persóna hans gerir lista yfir allt sem er frábært í lífinu, til að reyna að koma í veg fyrir sjálfsvíg. Mér finnst að skólayfirvöld ættu að bjóða öllum unglingum á þetta leikrit. Alltaf. Eftir leikritið heldur maður ósjálfrátt áfram að bæta á listann. Kraftur hins smáa eflist. Hjá mér er milljón og einn þetta: Að hlæja í huganum að brandaranum sem sonur minn sagði mér upp úr Andrésblaði. Hefurðu heyrt um lesblinda heimspekinginn sem var að velta fyrir sér tilgangi fílsins?
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun