Ég er pólitískur fangi á Spáni Jordi Cuixart skrifar 30. október 2018 07:00 Undanfarið ár hef ég verið læstur inni í fangaklefa og horft upp á himininn í gegnum rimla. Undanfarið ár hef ég einungis fengið að sjá átján mánaða gamlan son minn í nokkrar klukkustundir á hverjum mánuði. Undanfarið ár hef ég ekki fengið að hafa farsíma eða netsamband. Undanfarið ár hef ég þurft að fylgjast með fyrirtæki mínu úr fjarska. Undanfarið ár hef ég verið í haldi án möguleika á lausn gegn tryggingu, meira að segja án réttarhalda, fyrir að hafa staðið vörð um grundvallarréttindi borgara lýðræðisríkis á borð við tjáningarfrelsið og frelsi til mótmæla. Undanfarið ár hef ég verið pólitískur fangi, gísl spænsku ríkisstjórnarinnar. Ef Spánn er lýðræðisríki, hvernig er þetta þá mögulegt? Hvernig getur ríkið haldið pólitískum föngum fyrst harðstjórn Francos á að hafa liðið undir lok fyrir meira en fjörutíu árum? Við þessum spurningum er ekkert einfalt svar. Spánn glímir nú við gríðarlegt pólitískt vandamál varðandi málefni Katalóníu. En Spánn virðist ekki geta tekist á við vandamálið á þá einu mögulegu leið sem nútímalýðræðisríki hafa, sem er að leysa málið á sviði stjórnmálanna. Þess í stað reyna þau að leysa málið með lögreglu og dómurum en átta sig ekki á því að það gerir vandann bara stærri. Ef áttatíu prósent nokkurrar þjóðar segjast vilja greiða atkvæði um stjórnmálalega framtíð sína í þjóðaratkvæðagreiðslu, líkt og er tilfellið í Katalóníu, geturðu ekki þóst ekki heyra ákallið. Þegar Kanada og Bretland hlustuðu á slík áköll ákváðu ríkin að semja við Quebec og Skotland um slíkar atkvæðagreiðslur. Þegar tvær milljónir Katalóna lögðu leið sína á kjörstað, líkt og gerðist þann 1. október á síðasta ári, sendirðu ekki spænska lögregluþjóna til þess að lemja á friðsælu fólki. Og ef þú vilt að ríki þitt sé álitið réttarríki sendirðu ekki saklaust fólk í fangelsi eða útlegð, líkt og gerist nú á Spáni. Þegar ég var handtekinn fyrir ári var ég sakaður um uppreisnaráróður fyrir að hafa klifrað upp á spænskan lögreglubíl (með leyfi lögregluþjónanna) og var því haldið fram að ég hefði gert það til þess að hvetja friðsamlega mótmælendur í Barcelona, sem ég var að reyna að fá til að tvístrast, til þess að beita ofbeldi. Þegar myndbönd birtust sem sýndu að ég væri að biðja mótmælendur um að fara heim breytti spænska ríkisstjórnin sökunum úr uppreisnaráróðri í uppreisn gegn spænska ríkinu. Nú er ég sakaður um að hafa hvatt fólk til þátttöku í atkvæðagreiðslu 1. október 2017 og til þess að hvetja fólk til þess að hindra för spænskra lögreglubíla á kjörstaði, þar sem þeir reyndu að stöðva atkvæðagreiðsluna með ofbeldi. Rangar sakargiftir Báðar sakargiftir eru rangar og án nokkurra sönnunargagna. Þetta er farsi. Þegar réttarhöld mín hefjast mun reynast afar erfitt að halda ákæru fyrir uppreisn á lofti. Ef ég er sakfelldur mun ég áfrýja málinu áfram til dómskerfis Evrópusambandsins. Spánn hefur nú þegar séð að hvorki Þýskaland, Bretland né Belgía hafa samþykkt evrópskar handtökuskipanir þeirra og beiðnir um framsal útlægra meðlima katalónsku héraðsstjórnarinnar, sem eru á flótta undan sambærilegum ákærum, vegna þess að dómarar þeirra ríkja sáu að ákærurnar væru án grundvallar í spænskum lögum. Er Spánn eina ríkið sem vill ekki viðurkenna að eina ofbeldið sem átti sér stað í Katalóníu var á ábyrgð þeirra eigin lögreglumanna, sem börðu á friðsamlegum kjósendum um gjörvalla Katalóníu, ofbeldi sem mátti sjá á sjónvarpsstöðvum og forsíðum dagblaða um allan heim? Er virkilega svo erfitt að skilja að kjörseðlar og kjörkassar eru ekki hættuleg vopn í lýðræðisríki? Spánn lagði leið sína niður hættulegan stíg fyrir nokkrum árum. Leið sem felst í því að þrengja að réttindum einstaklingsins og almennra mannréttinda og er þessi aðför nú komin að þolmörkum. Evrópusambandið einblínir á Pólland og Ungverjaland í tengslum við slík mál en ætti líka að horfa gagnrýnum augum á vaxandi lýðræðisvanda Spánar. Um nokkurt skeið hafa ekki einungis sjálfstæðissinnar í Katalóníu verið sóttir til saka fyrir að nýta frelsi sitt heldur hefur Spánn einnig lokað á vefsíður og dagblöð, jafnvel sakfellt listamenn og brúðuleikara fyrir listaverk sín. „Katalóníukrísan“ hefur verið of lengi í sjálfheldu. Þetta er áríðandi vandamál sem krefst pólitískrar lausnar. Sjö leiðtogar sjálfstæðishreyfingarinnar eru í útlegð, meðal annars héraðsforsetinn Carles Puigdemont, og níu okkar eru í fangelsi. Okkur er haldið án lausnar gegn tryggingu eða réttarhalda. Erlendir stjórnmálamenn úr öllum hreyfingum, friðarverðlaunahafar Nóbels, Amnesty International og Mannréttindavaktin hafa öll gagnrýnt ástandið, kallað eftir viðræðum og því að við verðum leyst úr haldi. Fyrst árangur virðist ómögulegur hjá spænsku ríkisstjórninni er kannski tími til kominn að alþjóðlegir aðilar miðli málum og Evrópusambandið eða ríkisstjórn evrópsks ríkis spili þar hlutverk. Það er einfaldlega ekki rétt að á Spáni 21. aldarinnar, eða í nokkru Evrópuríki, skuli vera til pólitískir fangar á borð við mig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Skoðun Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Undanfarið ár hef ég verið læstur inni í fangaklefa og horft upp á himininn í gegnum rimla. Undanfarið ár hef ég einungis fengið að sjá átján mánaða gamlan son minn í nokkrar klukkustundir á hverjum mánuði. Undanfarið ár hef ég ekki fengið að hafa farsíma eða netsamband. Undanfarið ár hef ég þurft að fylgjast með fyrirtæki mínu úr fjarska. Undanfarið ár hef ég verið í haldi án möguleika á lausn gegn tryggingu, meira að segja án réttarhalda, fyrir að hafa staðið vörð um grundvallarréttindi borgara lýðræðisríkis á borð við tjáningarfrelsið og frelsi til mótmæla. Undanfarið ár hef ég verið pólitískur fangi, gísl spænsku ríkisstjórnarinnar. Ef Spánn er lýðræðisríki, hvernig er þetta þá mögulegt? Hvernig getur ríkið haldið pólitískum föngum fyrst harðstjórn Francos á að hafa liðið undir lok fyrir meira en fjörutíu árum? Við þessum spurningum er ekkert einfalt svar. Spánn glímir nú við gríðarlegt pólitískt vandamál varðandi málefni Katalóníu. En Spánn virðist ekki geta tekist á við vandamálið á þá einu mögulegu leið sem nútímalýðræðisríki hafa, sem er að leysa málið á sviði stjórnmálanna. Þess í stað reyna þau að leysa málið með lögreglu og dómurum en átta sig ekki á því að það gerir vandann bara stærri. Ef áttatíu prósent nokkurrar þjóðar segjast vilja greiða atkvæði um stjórnmálalega framtíð sína í þjóðaratkvæðagreiðslu, líkt og er tilfellið í Katalóníu, geturðu ekki þóst ekki heyra ákallið. Þegar Kanada og Bretland hlustuðu á slík áköll ákváðu ríkin að semja við Quebec og Skotland um slíkar atkvæðagreiðslur. Þegar tvær milljónir Katalóna lögðu leið sína á kjörstað, líkt og gerðist þann 1. október á síðasta ári, sendirðu ekki spænska lögregluþjóna til þess að lemja á friðsælu fólki. Og ef þú vilt að ríki þitt sé álitið réttarríki sendirðu ekki saklaust fólk í fangelsi eða útlegð, líkt og gerist nú á Spáni. Þegar ég var handtekinn fyrir ári var ég sakaður um uppreisnaráróður fyrir að hafa klifrað upp á spænskan lögreglubíl (með leyfi lögregluþjónanna) og var því haldið fram að ég hefði gert það til þess að hvetja friðsamlega mótmælendur í Barcelona, sem ég var að reyna að fá til að tvístrast, til þess að beita ofbeldi. Þegar myndbönd birtust sem sýndu að ég væri að biðja mótmælendur um að fara heim breytti spænska ríkisstjórnin sökunum úr uppreisnaráróðri í uppreisn gegn spænska ríkinu. Nú er ég sakaður um að hafa hvatt fólk til þátttöku í atkvæðagreiðslu 1. október 2017 og til þess að hvetja fólk til þess að hindra för spænskra lögreglubíla á kjörstaði, þar sem þeir reyndu að stöðva atkvæðagreiðsluna með ofbeldi. Rangar sakargiftir Báðar sakargiftir eru rangar og án nokkurra sönnunargagna. Þetta er farsi. Þegar réttarhöld mín hefjast mun reynast afar erfitt að halda ákæru fyrir uppreisn á lofti. Ef ég er sakfelldur mun ég áfrýja málinu áfram til dómskerfis Evrópusambandsins. Spánn hefur nú þegar séð að hvorki Þýskaland, Bretland né Belgía hafa samþykkt evrópskar handtökuskipanir þeirra og beiðnir um framsal útlægra meðlima katalónsku héraðsstjórnarinnar, sem eru á flótta undan sambærilegum ákærum, vegna þess að dómarar þeirra ríkja sáu að ákærurnar væru án grundvallar í spænskum lögum. Er Spánn eina ríkið sem vill ekki viðurkenna að eina ofbeldið sem átti sér stað í Katalóníu var á ábyrgð þeirra eigin lögreglumanna, sem börðu á friðsamlegum kjósendum um gjörvalla Katalóníu, ofbeldi sem mátti sjá á sjónvarpsstöðvum og forsíðum dagblaða um allan heim? Er virkilega svo erfitt að skilja að kjörseðlar og kjörkassar eru ekki hættuleg vopn í lýðræðisríki? Spánn lagði leið sína niður hættulegan stíg fyrir nokkrum árum. Leið sem felst í því að þrengja að réttindum einstaklingsins og almennra mannréttinda og er þessi aðför nú komin að þolmörkum. Evrópusambandið einblínir á Pólland og Ungverjaland í tengslum við slík mál en ætti líka að horfa gagnrýnum augum á vaxandi lýðræðisvanda Spánar. Um nokkurt skeið hafa ekki einungis sjálfstæðissinnar í Katalóníu verið sóttir til saka fyrir að nýta frelsi sitt heldur hefur Spánn einnig lokað á vefsíður og dagblöð, jafnvel sakfellt listamenn og brúðuleikara fyrir listaverk sín. „Katalóníukrísan“ hefur verið of lengi í sjálfheldu. Þetta er áríðandi vandamál sem krefst pólitískrar lausnar. Sjö leiðtogar sjálfstæðishreyfingarinnar eru í útlegð, meðal annars héraðsforsetinn Carles Puigdemont, og níu okkar eru í fangelsi. Okkur er haldið án lausnar gegn tryggingu eða réttarhalda. Erlendir stjórnmálamenn úr öllum hreyfingum, friðarverðlaunahafar Nóbels, Amnesty International og Mannréttindavaktin hafa öll gagnrýnt ástandið, kallað eftir viðræðum og því að við verðum leyst úr haldi. Fyrst árangur virðist ómögulegur hjá spænsku ríkisstjórninni er kannski tími til kominn að alþjóðlegir aðilar miðli málum og Evrópusambandið eða ríkisstjórn evrópsks ríkis spili þar hlutverk. Það er einfaldlega ekki rétt að á Spáni 21. aldarinnar, eða í nokkru Evrópuríki, skuli vera til pólitískir fangar á borð við mig.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar