Trump yngri birtir auglýsingu sem CNN neitaði að birta Sylvía Hall skrifar 3. nóvember 2018 18:11 Donald Trump er kominn í kosningagír. Vísir/Getty Donald Trump yngri, sonur Bandaríkjaforseta, birti í dag auglýsingu á Twitter-síðu sinni sem hann segir CNN hafa neitað að birta. Auglýsingin sýnir fjölda innflytjenda flykkjast að landamærunum og forsetann heita því að vernda landsmenn gegn slíku. Í færslu sonar forsetans segir hann CNN hafa neitað að birta auglýsinguna vegna þess að hún henti ekki þeirra málflutningi og segir þá aðeins birta „falskar fréttir“. Þá hvetur hann kjósendur til þess að muna eftir auglýsingunni næsta þriðjudag þegar gengið verður til kosninga. Auglýsingin er gerð fyrir Repúblikanaflokkinn og hvetur fólk til þess að veita þeim sitt atkvæði í komandi þingkosningum.CNN refused to run this ad... I guess they only run fake news and won’t talk about real threats that don’t suit their agenda. Enjoy. Remember this on Tuesday. #vote#voterepublicanpic.twitter.com/VyMm7GhPLX — Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) 3 November 2018 Samskiptadeild CNN svaraði tísti Trumps yngri og sagði það hafa komið skýrt fram í svari stöðvarinnar að auglýsingin yrði ekki birt því hún þótti rasísk en í henni eru birtar klippur af glæpamönnum sem hafa komið ólöglega til Bandaríkjanna.CNN has made it abundantly clear in its editorial coverage that this ad is racist. When presented with an opportunity to be paid to take a version of this ad, we declined. Those are the facts. — CNN Communications (@CNNPR) 3 November 2018 Þingkosningunum í næstu viku hefur verið lýst sem einum þeim mikilvægustu í Bandaríkjunum í manna minnum. Þær eru sagðar vera fyrsta tækifæri kjósenda til þess að segja hug sinn um stefnu landsins eftir að kosningasigur Donalds Trump umturnaði stjórnmálunum þar fyrir tveimur árum.Fréttin hefur verið uppfærð Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Donald Trump yngri, sonur Bandaríkjaforseta, birti í dag auglýsingu á Twitter-síðu sinni sem hann segir CNN hafa neitað að birta. Auglýsingin sýnir fjölda innflytjenda flykkjast að landamærunum og forsetann heita því að vernda landsmenn gegn slíku. Í færslu sonar forsetans segir hann CNN hafa neitað að birta auglýsinguna vegna þess að hún henti ekki þeirra málflutningi og segir þá aðeins birta „falskar fréttir“. Þá hvetur hann kjósendur til þess að muna eftir auglýsingunni næsta þriðjudag þegar gengið verður til kosninga. Auglýsingin er gerð fyrir Repúblikanaflokkinn og hvetur fólk til þess að veita þeim sitt atkvæði í komandi þingkosningum.CNN refused to run this ad... I guess they only run fake news and won’t talk about real threats that don’t suit their agenda. Enjoy. Remember this on Tuesday. #vote#voterepublicanpic.twitter.com/VyMm7GhPLX — Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) 3 November 2018 Samskiptadeild CNN svaraði tísti Trumps yngri og sagði það hafa komið skýrt fram í svari stöðvarinnar að auglýsingin yrði ekki birt því hún þótti rasísk en í henni eru birtar klippur af glæpamönnum sem hafa komið ólöglega til Bandaríkjanna.CNN has made it abundantly clear in its editorial coverage that this ad is racist. When presented with an opportunity to be paid to take a version of this ad, we declined. Those are the facts. — CNN Communications (@CNNPR) 3 November 2018 Þingkosningunum í næstu viku hefur verið lýst sem einum þeim mikilvægustu í Bandaríkjunum í manna minnum. Þær eru sagðar vera fyrsta tækifæri kjósenda til þess að segja hug sinn um stefnu landsins eftir að kosningasigur Donalds Trump umturnaði stjórnmálunum þar fyrir tveimur árum.Fréttin hefur verið uppfærð
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira