Stjórnmálaumræðunni ekki til sóma að tala um afsal á fullveldi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. nóvember 2018 13:40 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna segir að umræðan um innleiðingu þriðja orkupakkans sé uppfull af rangfærrslum. Vísir/Egill Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs sagði að umræðan um mögulega innleiðingu þriðja orkupakkans einenndist af rangfærslum og væri raunar með ólíkindum. Þetta sagði Rósa Björk sem var á meðal gesta í Silfrinu í morgun. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði að hann hafði áhyggjur af því að gangi innleiðingin í gegn sé Alþingi og almenningur búinn að afsala sér yfirráðum yfir raforkumálum.Vill ekki að erlend stofnun fái valdheimildir á Íslandi „Þetta mun hafa talsverðar afleiðingar til viðbótar við prinsippið sem felst í því að eftirláta erlendri stofnun valdheimildir á Íslandi,“ sagði Sigmundur sem sagðist telja að það væri hreinlega óheimilt samkvæmt stjórnarskrá landsins.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur áhyggjur af því að Íslendingar afsali sér fullveldi sínu með því að innleiða þriðja orkupakka Evrópusambandsins.Fréttablaðið/Eyþór„Í grunninn er þetta tiltölulega einfalt, það kemur fram, meira segja í stofnsamþykkt þessarar evrópsku stofnunar, orkustofnunar Evrópusambandsins, að tilgangurinn með stofnuninni sé að tengja saman markaði Evrópu, hafa yfirsýn yfir það og meira segja tekið sérstaklega fram að í vissum tilvikum geti stofnunin tekið sjálfstæðar og bindandi ákvarðanir um tengingu milli landa, það er að segja, aðgengi að mörkuðum og innviðina sem þurfa til að tryggja það aðgengi,“ sagði Sigmundur. Rósa Björk sagði umræðuna með ólíkindum og að það sé íslenskri stjórnmálaumræðu ekki til sóma að blanda saman tali um afsal fullveldisins. „Annað hvort erum við með fullveldi eða ekki og við erum ekkert að fara að afsala okkur neinu fullveldi með því að taka inn þriðja orkupakkann þegar fyrsti og annar orkupakkinn voru teknir upp hér fyrir mörgum árum síðan og íslensk raforkulöggjöf hún byggir á þeirri evrópsku, við skulum bara horfast í augu við það,“ sagði Rósa.Skilur ekki hvers vegna málið sé til umræðu Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar tók undir með gagnrýni Rósu Bjarkar og var undrandi yfir því hvers vegna málið væri yfir höfuð til umræðu í fjölmiðlum og samfélaginu yfir höfuð í ljósi þess að innleiðing orkupakkans sé ekki á dagskrá þingsins. „Ég hélt kannski að þetta væru Sjálfstæðismenn eða einhverjir ríkisstjórnarflokkar að koma þessu á dagskrá til að fela fjárlögin af því ég hugsaði bara að þetta er ekki til umræðu á þinginu. Þetta er ekki til umræðu í febrúar, kannski í vor og kannski eftir ár,“ sagði Helga Vala. Henni þykir líka athyglisvert að þeir þrír flokkar sem hafi sig hvað mest í frammi í umræðunni um þriðja orkupakkann og yfirráð yfir auðlindum séu þeir sömu og hafi staðið gegn nauðsynlegum breytingum á stjórnarskránni og nefnir í því samhengi Miðflokkinn, Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn.Helga Vala Helgadóttir er undrandi á því að þriðji orkupakkinn sé yfir höfuð til umræðu í ljósi þess að málið sé ekki á dagskrá Alþingis.VÍSIR/HANNA„Í þeirri umræðu allri og í þeirri baráttu sem þeir sem vilja breyta stjórnarskránni hafa verið í þar hefur einmitt verið fjallað um það að það sé nauðsynlegt að setja auðlindirnar okkar skýrt í stjórnarskrá í eigu þjóðarinnar. Það er algjört grundvallaratriði sem við verðum að koma í stjórnarskrá en einhverra hluta vegna hafa þessir flokkar sem núna tala fjálglega um það að það þurfi að verjast hinu illa í Evrópu varðandi okkar raforku; þessir flokkar hafa líka staðið í vegi fyrir nauðsynlegri breytingu þarna. Það er einhver holur hljómur þarna sem ég átta mig engan veginn á,“ sagði Helga Vala. Hún bætti við að það sé hvergi talað um að leggja sæstreng í þriðja orkupakkanum. það sé allt önnur ákvörðun sem kæmi til seinna, ef hún yfir höfuð kæmi til í ljósi þess hversu kostnaðarsamt verkefnið yrði. „Það er búið að tala um þetta í tuttugu ár og það að leggja sæstreng kostar jafn mikið og að reka íslenska ríkið í heilt ár. Hver ætlar að fara í það? Ég sé ekki að það sé á dagskrá,“ sagði Helga Vala sem grunar að leiðtogi Miðflokksins sé með framgöngu sinni að gera stjórnarflokkunum lífið leitt. „Ég átta mig bara engan veginn á þessu upphlaupi nema bara til að stríða stjórnarflokkunum sko og þar tekst Sigmundi auðvitað vel til, eins og oft áður.“ Alþingi Evrópusambandið Tengdar fréttir Ráðherra segir einingu innan ríkisstjórnar um orkupakkann Iðnaðarráðherra segir að horfa verði á þriðja orkupakkann í samhengi við EES-samninginn. Ekki í fyrsta skipti sem því sé haldið fram að of langt sé gengið gagnvart stjórnarskrá. 13. nóvember 2018 08:00 Þingmenn fá símtöl frá Noregi vegna þriðja orkupakkans Nokkur órói er innan stjórnarflokkanna vegna þriðja orkupakkans. Málið var rætt á sameiginlegum fundi þingflokkanna í Ráðherrabústaðnum í gær. Eðlilegt að málið sé fólki hugleikið segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. 10. nóvember 2018 08:00 Orkupakki og breytingar á fjárlögum í Víglínunni Fjárlagafrumvarpið og þriðji orkupakki evrópska efnahagssvæðisins verða áberandi í Víglínunni í hádeginu á Stöð 2. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar mæta til Heimis Más Péturssonar fréttamanns til að ræða þessi mál. 17. nóvember 2018 10:54 Telur að Ísland ætti að sækjast eftir undanþágum frá orkupakkanum Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins telur hagstætt fyrir Ísland að að fá undanþágu frá innleiðingu þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Þær undanþágur þurfi þó að sækja með ákveðnum fyrirvara. 17. nóvember 2018 17:46 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs sagði að umræðan um mögulega innleiðingu þriðja orkupakkans einenndist af rangfærslum og væri raunar með ólíkindum. Þetta sagði Rósa Björk sem var á meðal gesta í Silfrinu í morgun. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði að hann hafði áhyggjur af því að gangi innleiðingin í gegn sé Alþingi og almenningur búinn að afsala sér yfirráðum yfir raforkumálum.Vill ekki að erlend stofnun fái valdheimildir á Íslandi „Þetta mun hafa talsverðar afleiðingar til viðbótar við prinsippið sem felst í því að eftirláta erlendri stofnun valdheimildir á Íslandi,“ sagði Sigmundur sem sagðist telja að það væri hreinlega óheimilt samkvæmt stjórnarskrá landsins.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur áhyggjur af því að Íslendingar afsali sér fullveldi sínu með því að innleiða þriðja orkupakka Evrópusambandsins.Fréttablaðið/Eyþór„Í grunninn er þetta tiltölulega einfalt, það kemur fram, meira segja í stofnsamþykkt þessarar evrópsku stofnunar, orkustofnunar Evrópusambandsins, að tilgangurinn með stofnuninni sé að tengja saman markaði Evrópu, hafa yfirsýn yfir það og meira segja tekið sérstaklega fram að í vissum tilvikum geti stofnunin tekið sjálfstæðar og bindandi ákvarðanir um tengingu milli landa, það er að segja, aðgengi að mörkuðum og innviðina sem þurfa til að tryggja það aðgengi,“ sagði Sigmundur. Rósa Björk sagði umræðuna með ólíkindum og að það sé íslenskri stjórnmálaumræðu ekki til sóma að blanda saman tali um afsal fullveldisins. „Annað hvort erum við með fullveldi eða ekki og við erum ekkert að fara að afsala okkur neinu fullveldi með því að taka inn þriðja orkupakkann þegar fyrsti og annar orkupakkinn voru teknir upp hér fyrir mörgum árum síðan og íslensk raforkulöggjöf hún byggir á þeirri evrópsku, við skulum bara horfast í augu við það,“ sagði Rósa.Skilur ekki hvers vegna málið sé til umræðu Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar tók undir með gagnrýni Rósu Bjarkar og var undrandi yfir því hvers vegna málið væri yfir höfuð til umræðu í fjölmiðlum og samfélaginu yfir höfuð í ljósi þess að innleiðing orkupakkans sé ekki á dagskrá þingsins. „Ég hélt kannski að þetta væru Sjálfstæðismenn eða einhverjir ríkisstjórnarflokkar að koma þessu á dagskrá til að fela fjárlögin af því ég hugsaði bara að þetta er ekki til umræðu á þinginu. Þetta er ekki til umræðu í febrúar, kannski í vor og kannski eftir ár,“ sagði Helga Vala. Henni þykir líka athyglisvert að þeir þrír flokkar sem hafi sig hvað mest í frammi í umræðunni um þriðja orkupakkann og yfirráð yfir auðlindum séu þeir sömu og hafi staðið gegn nauðsynlegum breytingum á stjórnarskránni og nefnir í því samhengi Miðflokkinn, Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn.Helga Vala Helgadóttir er undrandi á því að þriðji orkupakkinn sé yfir höfuð til umræðu í ljósi þess að málið sé ekki á dagskrá Alþingis.VÍSIR/HANNA„Í þeirri umræðu allri og í þeirri baráttu sem þeir sem vilja breyta stjórnarskránni hafa verið í þar hefur einmitt verið fjallað um það að það sé nauðsynlegt að setja auðlindirnar okkar skýrt í stjórnarskrá í eigu þjóðarinnar. Það er algjört grundvallaratriði sem við verðum að koma í stjórnarskrá en einhverra hluta vegna hafa þessir flokkar sem núna tala fjálglega um það að það þurfi að verjast hinu illa í Evrópu varðandi okkar raforku; þessir flokkar hafa líka staðið í vegi fyrir nauðsynlegri breytingu þarna. Það er einhver holur hljómur þarna sem ég átta mig engan veginn á,“ sagði Helga Vala. Hún bætti við að það sé hvergi talað um að leggja sæstreng í þriðja orkupakkanum. það sé allt önnur ákvörðun sem kæmi til seinna, ef hún yfir höfuð kæmi til í ljósi þess hversu kostnaðarsamt verkefnið yrði. „Það er búið að tala um þetta í tuttugu ár og það að leggja sæstreng kostar jafn mikið og að reka íslenska ríkið í heilt ár. Hver ætlar að fara í það? Ég sé ekki að það sé á dagskrá,“ sagði Helga Vala sem grunar að leiðtogi Miðflokksins sé með framgöngu sinni að gera stjórnarflokkunum lífið leitt. „Ég átta mig bara engan veginn á þessu upphlaupi nema bara til að stríða stjórnarflokkunum sko og þar tekst Sigmundi auðvitað vel til, eins og oft áður.“
Alþingi Evrópusambandið Tengdar fréttir Ráðherra segir einingu innan ríkisstjórnar um orkupakkann Iðnaðarráðherra segir að horfa verði á þriðja orkupakkann í samhengi við EES-samninginn. Ekki í fyrsta skipti sem því sé haldið fram að of langt sé gengið gagnvart stjórnarskrá. 13. nóvember 2018 08:00 Þingmenn fá símtöl frá Noregi vegna þriðja orkupakkans Nokkur órói er innan stjórnarflokkanna vegna þriðja orkupakkans. Málið var rætt á sameiginlegum fundi þingflokkanna í Ráðherrabústaðnum í gær. Eðlilegt að málið sé fólki hugleikið segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. 10. nóvember 2018 08:00 Orkupakki og breytingar á fjárlögum í Víglínunni Fjárlagafrumvarpið og þriðji orkupakki evrópska efnahagssvæðisins verða áberandi í Víglínunni í hádeginu á Stöð 2. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar mæta til Heimis Más Péturssonar fréttamanns til að ræða þessi mál. 17. nóvember 2018 10:54 Telur að Ísland ætti að sækjast eftir undanþágum frá orkupakkanum Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins telur hagstætt fyrir Ísland að að fá undanþágu frá innleiðingu þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Þær undanþágur þurfi þó að sækja með ákveðnum fyrirvara. 17. nóvember 2018 17:46 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Ráðherra segir einingu innan ríkisstjórnar um orkupakkann Iðnaðarráðherra segir að horfa verði á þriðja orkupakkann í samhengi við EES-samninginn. Ekki í fyrsta skipti sem því sé haldið fram að of langt sé gengið gagnvart stjórnarskrá. 13. nóvember 2018 08:00
Þingmenn fá símtöl frá Noregi vegna þriðja orkupakkans Nokkur órói er innan stjórnarflokkanna vegna þriðja orkupakkans. Málið var rætt á sameiginlegum fundi þingflokkanna í Ráðherrabústaðnum í gær. Eðlilegt að málið sé fólki hugleikið segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. 10. nóvember 2018 08:00
Orkupakki og breytingar á fjárlögum í Víglínunni Fjárlagafrumvarpið og þriðji orkupakki evrópska efnahagssvæðisins verða áberandi í Víglínunni í hádeginu á Stöð 2. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar mæta til Heimis Más Péturssonar fréttamanns til að ræða þessi mál. 17. nóvember 2018 10:54
Telur að Ísland ætti að sækjast eftir undanþágum frá orkupakkanum Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins telur hagstætt fyrir Ísland að að fá undanþágu frá innleiðingu þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Þær undanþágur þurfi þó að sækja með ákveðnum fyrirvara. 17. nóvember 2018 17:46