InSight lendir eða brotlendir á Mars í kvöld Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2018 10:00 Það er alveg ljóst að InSight mun lenda á Mars. Spurningin er bara á hve mjúk sú lending verður. Hvort þetta verði vel heppnuð lending eða brotlending. Vísir/NASA Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna munu í kvöld reyna að lenda geimfarinu InSight á Mars. Þetta er fyrsta geimfarið sem lendir á Rauðu plánetunni frá árinu 2012. InSight er meðal annars ætlað að bora í yfirborð Mars og kortleggja plánetuna inn að kjarna. „Við höfum skoðað Mars frá jörðinni og úr sporbraut frá 1965 og lært um veðurfar, andrúmsloft, jarðfræði og yfirborðið,“ er haft eftir Lori Glaze frá NASA á vef stofnunarinnar. „Nú munum við loksins skoða Mars að innan og bæta skilning okkar á nágranna okkar á sama tíma og NASA undirbýr að senda menn dýpra í sólkerfið.“https://www.nasa.gov/feature/jpl/nasas-insight-is-one-day-away-from-marsFerðalag InSight hófst fyrir sjö mánuðum síðan og við lendingu hefur geimfarið ferðast tæplega 485 milljónir kílómetra og náð um tíu þúsund kílómetra hámarkshraða. Áætlað er að lendingin verði um klukkan átta í kvöld, að íslenskum tíma. Hægt verður að nálgast beina útsendingu af herlegheitunum hér á Vísi.Hér má sjá mynd sem tekin var af InSight á laugardaginn.Þessi mynd var tekin á laugardaginn og sýnir InSight á leið til Mars.Vísir/NASALendingarferlið sjálft mun taka á taugar vísindamanna NASA hér á jörðinni. Þegar InSight kemur inn í lofthjúp Mars verður geimfarið á tæplega tuttugu þúsund kílómetra hraða. Þann hraða verður að lækka niður í átta kílómetra á einungis sjö mínútum. Sendingar á milli jarðarinnar og Mars taka um átta mínútur að berast á áfangastað og því má lítið sem ekkert fara úrskeiðis. Það er alveg ljóst að InSight mun lenda á Mars. Spurningin er bara á hve mjúk sú lending verður. Hvort þetta verði vel heppnuð lending eða brotlending.Sjá einnig: Fyrsti gestur Mars frá 2012 lendir á mánudaginnNú í nótt var gerð smávægileg stefnubreyting á InSight og er búist við að slíkt verði gert aftur um tveimur klukkustundum fyrir áætlaða lendingu. Eftir það er lendingin í höndum geimfarsins sjálfs.Þróun InSight hófst fyrir rúmum áratug og hefur mikið gengið á á þeim tíma. Heppnist lendingin fullkomlega munu vísindamenn NASA þó þurfa að bíða í allt að þrjá mánuði þar til þeir geta virkjað InSight að fullu og hafið rannsóknir. Á þeim tíma mun vélarmur InSight staðsetja rannsóknarbúnaðinn sjálfan á yfirborði Mars og gera klárt. Bandaríkin Geimurinn Mars Tækni Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna munu í kvöld reyna að lenda geimfarinu InSight á Mars. Þetta er fyrsta geimfarið sem lendir á Rauðu plánetunni frá árinu 2012. InSight er meðal annars ætlað að bora í yfirborð Mars og kortleggja plánetuna inn að kjarna. „Við höfum skoðað Mars frá jörðinni og úr sporbraut frá 1965 og lært um veðurfar, andrúmsloft, jarðfræði og yfirborðið,“ er haft eftir Lori Glaze frá NASA á vef stofnunarinnar. „Nú munum við loksins skoða Mars að innan og bæta skilning okkar á nágranna okkar á sama tíma og NASA undirbýr að senda menn dýpra í sólkerfið.“https://www.nasa.gov/feature/jpl/nasas-insight-is-one-day-away-from-marsFerðalag InSight hófst fyrir sjö mánuðum síðan og við lendingu hefur geimfarið ferðast tæplega 485 milljónir kílómetra og náð um tíu þúsund kílómetra hámarkshraða. Áætlað er að lendingin verði um klukkan átta í kvöld, að íslenskum tíma. Hægt verður að nálgast beina útsendingu af herlegheitunum hér á Vísi.Hér má sjá mynd sem tekin var af InSight á laugardaginn.Þessi mynd var tekin á laugardaginn og sýnir InSight á leið til Mars.Vísir/NASALendingarferlið sjálft mun taka á taugar vísindamanna NASA hér á jörðinni. Þegar InSight kemur inn í lofthjúp Mars verður geimfarið á tæplega tuttugu þúsund kílómetra hraða. Þann hraða verður að lækka niður í átta kílómetra á einungis sjö mínútum. Sendingar á milli jarðarinnar og Mars taka um átta mínútur að berast á áfangastað og því má lítið sem ekkert fara úrskeiðis. Það er alveg ljóst að InSight mun lenda á Mars. Spurningin er bara á hve mjúk sú lending verður. Hvort þetta verði vel heppnuð lending eða brotlending.Sjá einnig: Fyrsti gestur Mars frá 2012 lendir á mánudaginnNú í nótt var gerð smávægileg stefnubreyting á InSight og er búist við að slíkt verði gert aftur um tveimur klukkustundum fyrir áætlaða lendingu. Eftir það er lendingin í höndum geimfarsins sjálfs.Þróun InSight hófst fyrir rúmum áratug og hefur mikið gengið á á þeim tíma. Heppnist lendingin fullkomlega munu vísindamenn NASA þó þurfa að bíða í allt að þrjá mánuði þar til þeir geta virkjað InSight að fullu og hafið rannsóknir. Á þeim tíma mun vélarmur InSight staðsetja rannsóknarbúnaðinn sjálfan á yfirborði Mars og gera klárt.
Bandaríkin Geimurinn Mars Tækni Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira