Fyrsti gestur Mars frá 2012 lendir á mánudaginn Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2018 23:00 Þegar InSight kemur inn í lofthjúp Mars verður geimfarið á tæplega tuttugu þúsund kílómetra hraða. AP/NASA Mars fær nýjan gest á mánudaginn og er það í fyrsta sinn frá árinu 2012. Lendingarfar NASA, InSight, mun lenda á plánetunni rauðu á mánudaginn, ef allt fer vel. InSight er meðal annars ætlað að grafa fimm metra undir yfirborð Mars og taka sýni þaðan og að kortleggja Mars inn að kjarna. Þó enn séu fimm dagar í að geimskipið á að lenda er það þó í rúmlega 1,3 milljóna kílómetra fjarlægð fyrir yfirborði Mars, þegar þetta er skrifað. Þegar InSight kemur inn í lofthjúp Mars verður geimfarið á tæplega tuttugu þúsund kílómetra hraða. Þann hraða verður að lækka niður í átta kílómetra á einungis sjö mínútum. Sendingar á milli jarðarinnar og Mars taka um átta mínútur að berast á áfangastað og því má lítið sem ekkert fara úrskeiðis. Í samtali við AP fréttaveituna segja vísindamenn NASA að það verði að gefa Insight lokaskipanir einni og hálfri klukkustund fyrir lendingu.„Það er ástæða fyrir því að verkfræðingar kalla lendingu á Mars „Sjö mínútur í helvíti,“ segir Rob Grover, sem er yfirmaður lendingarferlis InShight. „Við getum ekki stýrt lendingunni, svo við verðum að reiða á skipanir sem við höfum þegar forritað í geimfarið. Við höfum varið árum í að prófa áætlanir okkar, lært af öðrum lendingum og kynnt okkur allar þær aðstæður sem Mars getur boðið upp á og við verðum á varðbergi þar til InSight er komið á sitt nýja heimili í Elysium Planitia-svæði Mars.“Fylgjast má með stöðu InSight og sjá frekari upplýsingar á vef geimfarsins.Þegar á hólminn er komið munu vísindamennirnir þó líklegast ekki vita hvort lendingin hafi tekist fyrr en átta mínútum eftir að af henni varð. Haft er eftir Thomas Zurbuchen, einum af yfirmönnum vísindadeildar geimvísindastofnunarinnar, á vef NASA að mjög erfitt sé að lenda geimfari á Mars. Það þarfnist hæfileika, æfingar og vilja.„Hafandi í huga að okkar metnaðarfulla markmið er að koma manneskjum til tunglsins og síðan til Mars, þá veit ég að okkar ótrúlega teymi, eina teymið í heiminum sem hefur tekist að lenda geimfar á yfirborði Mars, mun gera allt sem það getur til að lenda InSight á rauðu plánetunni.“ Hér má sjá nokkra af vísindamönnum NASA ræða hvernig lendingin mun fara fram.Eins og áður segir lenti síðasti gestur á Mars árið 2012 og var það hið víðfræga far Curiosity. Mörg sýni hafa verið tekin með því fari en InSight er ætlað að kíkja undir yfirborð Mars. Eftir lendingu mun það þó taka þrjá mánuði að undirbúa vísindaleiðangra InSight og búnaðinn sem farið býr yfir. Það fyrsta sem farið mun þó gera er að taka mynd og senda til jarðarinnar. Hún mun að öllum líkindum vera birt á Twitter-síðu InSight.InSight er búið margvíslegum tækjum og tólum. Meðal þess sem vísindamenn ætla sér að kanna með farinu er hvernig plánetur verða til og þróast. Þar að auki verður farið notað til að kanna skjálftavirkni á Mars og hve oft loftsteinar lenda á plánetunni. Hér má sjá vísindamenn ræða hvaða upplýsingar þeir vonast til þess að fá frá InSight.InSight var skotið á loft frá vesturströnd Bandaríkjanna þann 5. maí. Sama eldflaug var þó notuð til að skjóta tveimur öðrum smáförum á loft sem eru einnig á leiðinni til Mars. Þar er um að ræða tvo CubeSat gervihnetti sem eru þó ekki nema á við skjalatöskur að stærð. Markmið NASA er að gera tilraunir með nýja tegund sendinga út í geim og er þetta í fyrsta sinn sem tilraun með CubeSat fer fram við aðra plánetu en jörðina. Vísindamenn NASA vonast til þess að gervihnettirnir geti sent upplýsingar um lendingarferli InSight á Mars til jarðarinnar nánast í rauntíma. Hér má sjá útskýringarmyndband um hvernig gervihnettirnir virka. Bandaríkin Geimurinn Mars Tækni Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Mars fær nýjan gest á mánudaginn og er það í fyrsta sinn frá árinu 2012. Lendingarfar NASA, InSight, mun lenda á plánetunni rauðu á mánudaginn, ef allt fer vel. InSight er meðal annars ætlað að grafa fimm metra undir yfirborð Mars og taka sýni þaðan og að kortleggja Mars inn að kjarna. Þó enn séu fimm dagar í að geimskipið á að lenda er það þó í rúmlega 1,3 milljóna kílómetra fjarlægð fyrir yfirborði Mars, þegar þetta er skrifað. Þegar InSight kemur inn í lofthjúp Mars verður geimfarið á tæplega tuttugu þúsund kílómetra hraða. Þann hraða verður að lækka niður í átta kílómetra á einungis sjö mínútum. Sendingar á milli jarðarinnar og Mars taka um átta mínútur að berast á áfangastað og því má lítið sem ekkert fara úrskeiðis. Í samtali við AP fréttaveituna segja vísindamenn NASA að það verði að gefa Insight lokaskipanir einni og hálfri klukkustund fyrir lendingu.„Það er ástæða fyrir því að verkfræðingar kalla lendingu á Mars „Sjö mínútur í helvíti,“ segir Rob Grover, sem er yfirmaður lendingarferlis InShight. „Við getum ekki stýrt lendingunni, svo við verðum að reiða á skipanir sem við höfum þegar forritað í geimfarið. Við höfum varið árum í að prófa áætlanir okkar, lært af öðrum lendingum og kynnt okkur allar þær aðstæður sem Mars getur boðið upp á og við verðum á varðbergi þar til InSight er komið á sitt nýja heimili í Elysium Planitia-svæði Mars.“Fylgjast má með stöðu InSight og sjá frekari upplýsingar á vef geimfarsins.Þegar á hólminn er komið munu vísindamennirnir þó líklegast ekki vita hvort lendingin hafi tekist fyrr en átta mínútum eftir að af henni varð. Haft er eftir Thomas Zurbuchen, einum af yfirmönnum vísindadeildar geimvísindastofnunarinnar, á vef NASA að mjög erfitt sé að lenda geimfari á Mars. Það þarfnist hæfileika, æfingar og vilja.„Hafandi í huga að okkar metnaðarfulla markmið er að koma manneskjum til tunglsins og síðan til Mars, þá veit ég að okkar ótrúlega teymi, eina teymið í heiminum sem hefur tekist að lenda geimfar á yfirborði Mars, mun gera allt sem það getur til að lenda InSight á rauðu plánetunni.“ Hér má sjá nokkra af vísindamönnum NASA ræða hvernig lendingin mun fara fram.Eins og áður segir lenti síðasti gestur á Mars árið 2012 og var það hið víðfræga far Curiosity. Mörg sýni hafa verið tekin með því fari en InSight er ætlað að kíkja undir yfirborð Mars. Eftir lendingu mun það þó taka þrjá mánuði að undirbúa vísindaleiðangra InSight og búnaðinn sem farið býr yfir. Það fyrsta sem farið mun þó gera er að taka mynd og senda til jarðarinnar. Hún mun að öllum líkindum vera birt á Twitter-síðu InSight.InSight er búið margvíslegum tækjum og tólum. Meðal þess sem vísindamenn ætla sér að kanna með farinu er hvernig plánetur verða til og þróast. Þar að auki verður farið notað til að kanna skjálftavirkni á Mars og hve oft loftsteinar lenda á plánetunni. Hér má sjá vísindamenn ræða hvaða upplýsingar þeir vonast til þess að fá frá InSight.InSight var skotið á loft frá vesturströnd Bandaríkjanna þann 5. maí. Sama eldflaug var þó notuð til að skjóta tveimur öðrum smáförum á loft sem eru einnig á leiðinni til Mars. Þar er um að ræða tvo CubeSat gervihnetti sem eru þó ekki nema á við skjalatöskur að stærð. Markmið NASA er að gera tilraunir með nýja tegund sendinga út í geim og er þetta í fyrsta sinn sem tilraun með CubeSat fer fram við aðra plánetu en jörðina. Vísindamenn NASA vonast til þess að gervihnettirnir geti sent upplýsingar um lendingarferli InSight á Mars til jarðarinnar nánast í rauntíma. Hér má sjá útskýringarmyndband um hvernig gervihnettirnir virka.
Bandaríkin Geimurinn Mars Tækni Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira