Stál í stál á þinginu og útlit fyrir lokun ríkisstofnana Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2018 18:32 Donald Trump hefur áður beðið um 25 milljarða dala til að byggja vegginn. Nú vill hann minnst fimm. AP/Carolyn Kaster Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og þingmenn Repúblikanaflokksins, eiga nú í störukeppni við Demókrata í fulltrúadeildinni. Trump vill minnst fimm milljarða dala til að byrja á vegg við landamæri Mexíkó og Demókratar vilja meðal annars löggjöf sem ætlað er að verja Robert Mueller, sérstakan saksóknara Dómsmálaráðuneytisins. Þar að auki er útlit fyrir að hluta ríkisstofnana verði lokað eftir tvær vikur nái þingið og Trump ekki höndum saman. Þar að auki eru Repúblikanar að missa meirihluta sinn í fulltrúadeildinni í byrjun næsta árs og er þetta því síðasta tækifæri þeirra í minnst nokkur ár, til að tryggja Trump fjármagn til veggjasmíðarinnar, samkvæmt Politico.Báðar fylkingar hafa heitið því að gefa ekki eftir. Trump hefur ekki viljað útiloka að loka hluta ríkisstofnanna en þingið tryggði um 75 prósentum allra stofnanna fjármagn fram að næsta hausti. Það eina sem virðist þó standa í vegi fyrir nýrri samþykkt nýrra fjárlaga er smíði veggjarins. Mögulegt samkomulag á milli þingmanna þarf því væntanlega að innihalda einhvers konar fjárútlát til veggjarins því annars gæti Trump ákveðið að staðfesta frumvarpið ekki. Öldungadeildarþingmaðurinn Ron Johnson sagði í gær að hann óskaði þess að Demókratar störfuðu með Repúblikönum. „Þeir segja allir að þeir vilji örugg landamæri. Þannig að, þau þarfnast veggja.“ Gerry Connolly, þingmaður Demókrataflokksins, sagði aftur á móti að hann teldi að ekki væri rætt að ræða vegginn þar sem Trump hefði heitið því að Mexíkó ætti að borga fyrir hann. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mexíkó Rússarannsóknin Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og þingmenn Repúblikanaflokksins, eiga nú í störukeppni við Demókrata í fulltrúadeildinni. Trump vill minnst fimm milljarða dala til að byrja á vegg við landamæri Mexíkó og Demókratar vilja meðal annars löggjöf sem ætlað er að verja Robert Mueller, sérstakan saksóknara Dómsmálaráðuneytisins. Þar að auki er útlit fyrir að hluta ríkisstofnana verði lokað eftir tvær vikur nái þingið og Trump ekki höndum saman. Þar að auki eru Repúblikanar að missa meirihluta sinn í fulltrúadeildinni í byrjun næsta árs og er þetta því síðasta tækifæri þeirra í minnst nokkur ár, til að tryggja Trump fjármagn til veggjasmíðarinnar, samkvæmt Politico.Báðar fylkingar hafa heitið því að gefa ekki eftir. Trump hefur ekki viljað útiloka að loka hluta ríkisstofnanna en þingið tryggði um 75 prósentum allra stofnanna fjármagn fram að næsta hausti. Það eina sem virðist þó standa í vegi fyrir nýrri samþykkt nýrra fjárlaga er smíði veggjarins. Mögulegt samkomulag á milli þingmanna þarf því væntanlega að innihalda einhvers konar fjárútlát til veggjarins því annars gæti Trump ákveðið að staðfesta frumvarpið ekki. Öldungadeildarþingmaðurinn Ron Johnson sagði í gær að hann óskaði þess að Demókratar störfuðu með Repúblikönum. „Þeir segja allir að þeir vilji örugg landamæri. Þannig að, þau þarfnast veggja.“ Gerry Connolly, þingmaður Demókrataflokksins, sagði aftur á móti að hann teldi að ekki væri rætt að ræða vegginn þar sem Trump hefði heitið því að Mexíkó ætti að borga fyrir hann.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mexíkó Rússarannsóknin Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira