Laug um samskipti við Hvíta húsið og starfsmann með Rússatengsl Kjartan Kjartansson skrifar 8. desember 2018 12:05 Paul Manafort (t.v.) og Michael Cohen (t.h.), fyrrverandi starfsmenn Donalds Trump, eru í vondum málum. Vísir/AP Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta laug að saksóknurum um samskipti sín við starfsmann sinn sem er talinn hafa tengsl við rússnesku leyniþjónustuna og við embættismenn Hvíta hússins eftir að hann Trump varð forseti. Í minnisblaði sem Robert Mueller, sérstaki rannsakandinn sem kannar meint samráð framboðs Trump við Rússa, lagði fyrir dómstól í Washington-borg í gær kemur fram að Paul Manafort, sem stýrði framboðinu þar til í ágúst árið 2016, hafi sagt „fjölda greinilegra lyga“ í viðtölum við saksóknara. Þannig hafi Manafort sagt þeim að hann hefði ekki verið í neinu beinu eða óbeinu sambandi við Hvíta húsið frá því að Trump sór embættiseið í janúar í fyrra. Í ljós hafi hins vegar komið að hann hafi haldið áfram að tala við embættismenn Trump að minnsta kosti fram á vor. Manafort hafði gert samkomulag við saksóknarana um samstarf gegn því að þeir mæltu með vægari refsingu vegna fjársvika sem hann var dæmdur fyrir í haust. Saksóknarar Mueller telja hins vegar Manafort hafi brotið gegn samkomulaginu með lygum sínum. Verjendur hans segja hann hafa staðið við samkomulagið að fullu en saksóknarnir ætla að leggja fram sönnunargöng sem eiga að sýna fram á lygar hans. Auk lyganna um samskiptin við embættismenn Hvíta hússins er Manafort sagður hafa logið um samskipti við Konstantín Kilimnik, rússneskan starfsmanna ráðgjafarfyrirtækis Manafort. Kilimnik er grunaður um að hafa tengsl við rússnesku leyniþjónustuna. Þeir Manafort hittust að minnsta kosti tvisvar á meðan á kosningabaráttunni stóð.Washington Post hefur eftir Kilimnik að þeir hafi rætt um framboðið. Kilimnik er ákærður fyrir að hafa í félagi við Manafort reynt að hindra framgang rannsóknarinnar á störfum þeirra í Úkraínu fyrir ríkisstjórn Viktors Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta.Segir Trump hafa skipað fyrir um ólöglegar greiðslur Saksóknarar Mueller og í New York lögðu einnig fram hvorir fram sín minnisblöð í máli Michaels Cohen, fyrrverandi lögmanns Trump, í gær. Í þeim skjölum kemur fram að Trump hafi sjálfur gefið Cohen fyrirmæli um ólöglegar greiðslur til að þagga niður í tveimur konum sem halda því fram að þær hafi átt í kynferðislegu sambandi við forsetann, að sögn New York Times. Þær greiðslur eru taldar hafa brotið gegn kosningalögum. Í minnisblaði rannsakenda Mueller kom fram að Cohen hefði verið í samskiptum við ónefndan Rússa sem hafi boðið samvinnu á milli Rússlands og forsetaframboðs Trump á „ríkisstjórnarstiginu“ í nóvember árið 2015, nokkrum mánuðum áður en önnur samskipti Rússa við framboð Trump sem fjallað hefur verið um opinberlega áttu sér stað. Saksóknararnir í New York höfnuðu beiðni lögmanna Cohen um að þeir mæltu ekki með fangelsisdómi yfir honum í skiptum fyrir samvinnu hans. Mæltu saksóknararnir þess í stað með „verulegri fangelsisvist“. Refsing Cohen vegna brota á kosningalögum, fjárglæpa og fyrir að hafa logið að Bandaríkjaþingi verður ákvörðuð í næstu viku. Cohen játaði sök. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Saksóknarar vilja koma Cohen bak við lás og slá Saksóknarar í máli Michaels Cohen, fyrrum lögmanns Donald Trump, telja æskilegt að Cohen, verði dæmdur til talsverðrar fangelsisvistar fyrir glæpi sem "Rússarannsóknin“ svokallaða hefur leitt í ljós að hann framdi. 8. desember 2018 00:05 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta laug að saksóknurum um samskipti sín við starfsmann sinn sem er talinn hafa tengsl við rússnesku leyniþjónustuna og við embættismenn Hvíta hússins eftir að hann Trump varð forseti. Í minnisblaði sem Robert Mueller, sérstaki rannsakandinn sem kannar meint samráð framboðs Trump við Rússa, lagði fyrir dómstól í Washington-borg í gær kemur fram að Paul Manafort, sem stýrði framboðinu þar til í ágúst árið 2016, hafi sagt „fjölda greinilegra lyga“ í viðtölum við saksóknara. Þannig hafi Manafort sagt þeim að hann hefði ekki verið í neinu beinu eða óbeinu sambandi við Hvíta húsið frá því að Trump sór embættiseið í janúar í fyrra. Í ljós hafi hins vegar komið að hann hafi haldið áfram að tala við embættismenn Trump að minnsta kosti fram á vor. Manafort hafði gert samkomulag við saksóknarana um samstarf gegn því að þeir mæltu með vægari refsingu vegna fjársvika sem hann var dæmdur fyrir í haust. Saksóknarar Mueller telja hins vegar Manafort hafi brotið gegn samkomulaginu með lygum sínum. Verjendur hans segja hann hafa staðið við samkomulagið að fullu en saksóknarnir ætla að leggja fram sönnunargöng sem eiga að sýna fram á lygar hans. Auk lyganna um samskiptin við embættismenn Hvíta hússins er Manafort sagður hafa logið um samskipti við Konstantín Kilimnik, rússneskan starfsmanna ráðgjafarfyrirtækis Manafort. Kilimnik er grunaður um að hafa tengsl við rússnesku leyniþjónustuna. Þeir Manafort hittust að minnsta kosti tvisvar á meðan á kosningabaráttunni stóð.Washington Post hefur eftir Kilimnik að þeir hafi rætt um framboðið. Kilimnik er ákærður fyrir að hafa í félagi við Manafort reynt að hindra framgang rannsóknarinnar á störfum þeirra í Úkraínu fyrir ríkisstjórn Viktors Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta.Segir Trump hafa skipað fyrir um ólöglegar greiðslur Saksóknarar Mueller og í New York lögðu einnig fram hvorir fram sín minnisblöð í máli Michaels Cohen, fyrrverandi lögmanns Trump, í gær. Í þeim skjölum kemur fram að Trump hafi sjálfur gefið Cohen fyrirmæli um ólöglegar greiðslur til að þagga niður í tveimur konum sem halda því fram að þær hafi átt í kynferðislegu sambandi við forsetann, að sögn New York Times. Þær greiðslur eru taldar hafa brotið gegn kosningalögum. Í minnisblaði rannsakenda Mueller kom fram að Cohen hefði verið í samskiptum við ónefndan Rússa sem hafi boðið samvinnu á milli Rússlands og forsetaframboðs Trump á „ríkisstjórnarstiginu“ í nóvember árið 2015, nokkrum mánuðum áður en önnur samskipti Rússa við framboð Trump sem fjallað hefur verið um opinberlega áttu sér stað. Saksóknararnir í New York höfnuðu beiðni lögmanna Cohen um að þeir mæltu ekki með fangelsisdómi yfir honum í skiptum fyrir samvinnu hans. Mæltu saksóknararnir þess í stað með „verulegri fangelsisvist“. Refsing Cohen vegna brota á kosningalögum, fjárglæpa og fyrir að hafa logið að Bandaríkjaþingi verður ákvörðuð í næstu viku. Cohen játaði sök.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Saksóknarar vilja koma Cohen bak við lás og slá Saksóknarar í máli Michaels Cohen, fyrrum lögmanns Donald Trump, telja æskilegt að Cohen, verði dæmdur til talsverðrar fangelsisvistar fyrir glæpi sem "Rússarannsóknin“ svokallaða hefur leitt í ljós að hann framdi. 8. desember 2018 00:05 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Saksóknarar vilja koma Cohen bak við lás og slá Saksóknarar í máli Michaels Cohen, fyrrum lögmanns Donald Trump, telja æskilegt að Cohen, verði dæmdur til talsverðrar fangelsisvistar fyrir glæpi sem "Rússarannsóknin“ svokallaða hefur leitt í ljós að hann framdi. 8. desember 2018 00:05