Fyrstu flugfreyjur í sögu Ernis í fyrsta áætlunarflugi Dornier Kristján Már Unnarsson skrifar 5. desember 2018 20:45 Flugfreyjurnar Unnur Gunnarsdóttir og Ásbjörg Morthens í Dornier-vélinni fyrir brottför síðdegis. Þær voru tvær í þessari fyrstu áætlunarferð en jafnan verður ein flugfreyja um borð í þessari 32 sæta vél. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Þáttaskil urðu í sögu Flugfélagsins Ernis nú síðdegis þegar stærsta og hraðfleygasta vél félagsins fór í sitt fyrsta áætlunarflug, en hálft ár tók að skrá vélina hérlendis. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugfreyjur voru um borð í vél félagsins. Rætt var við þær og myndir sýndar af fyrsta flugtakinu í fréttum Stöðvar 2. Dornier-skrúfuþotan skömmu fyrir brottför á Reykjavíkurflugvelli síðdegis.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Ernir fékk Dornier-skrúfuþotuna til landsins í lok maímánaðar og stefndi að því að taka hana í notkun í júní. Því fylgdi hins vegar afar flókin pappísvinna að skrá vélina, eins og heyra má í viðtali við eigendur Ernis, hjónin Hörð Guðmundsson og Jónínu Guðmundsdóttur.Eigendur Flugfélagsins Ernis, hjónin Hörður Guðmundsson og Jónína Guðmundsdóttir.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fyrstu flugfreyjur Ernis heita Unnur Gunnarsdóttir og Ásbjörg Morthens. Unnur var áður í millilandaflugi hjá Icelandair og Ásbjörg hjá Wow-air. Þær þekkja vélina vel eftir þjálfun í Þýskalandi í sumar og segja mjög spennandi að færa sig yfir í innanlandsflugið og taka þátt í þessu verkefni með Erni.Dornier-skrúfuþotan í flugtaki á Reykjavíkurflugvelli síðdegis.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Flugstjóri í þessari fyrstu áætlunarferð var Þráinn Hafsteinsson en áfangastaðurinn var Húsavík. Flugtíminn þangað var áætlaður um 35 mínútur, tíu til tólf mínútum styttri en á eldri Jetstream-vélum félagsins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Norðurþing Tengdar fréttir Þingeyingar fá að þjóta suður á 620 km hraða Stærsta flugvél í sögu Flugfélagsins Ernis er komin til landsins. Forstjórinn segir það nýtt eftir hálfrar aldar flugrekstur að þurfa að ráða flugfreyjur. 23. maí 2018 21:15 Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15 Flugvél Ernis föst í vef skriffinnsku í allt sumar Dornier-skrúfuþota, sem Flugfélagið Ernir keypti til landsins í vor, hefur enn ekki komist í notkun vegna mikillar skriffinnsku sem fylgir skrásetningu hennar, að sögn eigandans. 4. september 2018 21:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Þáttaskil urðu í sögu Flugfélagsins Ernis nú síðdegis þegar stærsta og hraðfleygasta vél félagsins fór í sitt fyrsta áætlunarflug, en hálft ár tók að skrá vélina hérlendis. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugfreyjur voru um borð í vél félagsins. Rætt var við þær og myndir sýndar af fyrsta flugtakinu í fréttum Stöðvar 2. Dornier-skrúfuþotan skömmu fyrir brottför á Reykjavíkurflugvelli síðdegis.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Ernir fékk Dornier-skrúfuþotuna til landsins í lok maímánaðar og stefndi að því að taka hana í notkun í júní. Því fylgdi hins vegar afar flókin pappísvinna að skrá vélina, eins og heyra má í viðtali við eigendur Ernis, hjónin Hörð Guðmundsson og Jónínu Guðmundsdóttur.Eigendur Flugfélagsins Ernis, hjónin Hörður Guðmundsson og Jónína Guðmundsdóttir.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fyrstu flugfreyjur Ernis heita Unnur Gunnarsdóttir og Ásbjörg Morthens. Unnur var áður í millilandaflugi hjá Icelandair og Ásbjörg hjá Wow-air. Þær þekkja vélina vel eftir þjálfun í Þýskalandi í sumar og segja mjög spennandi að færa sig yfir í innanlandsflugið og taka þátt í þessu verkefni með Erni.Dornier-skrúfuþotan í flugtaki á Reykjavíkurflugvelli síðdegis.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Flugstjóri í þessari fyrstu áætlunarferð var Þráinn Hafsteinsson en áfangastaðurinn var Húsavík. Flugtíminn þangað var áætlaður um 35 mínútur, tíu til tólf mínútum styttri en á eldri Jetstream-vélum félagsins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Norðurþing Tengdar fréttir Þingeyingar fá að þjóta suður á 620 km hraða Stærsta flugvél í sögu Flugfélagsins Ernis er komin til landsins. Forstjórinn segir það nýtt eftir hálfrar aldar flugrekstur að þurfa að ráða flugfreyjur. 23. maí 2018 21:15 Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15 Flugvél Ernis föst í vef skriffinnsku í allt sumar Dornier-skrúfuþota, sem Flugfélagið Ernir keypti til landsins í vor, hefur enn ekki komist í notkun vegna mikillar skriffinnsku sem fylgir skrásetningu hennar, að sögn eigandans. 4. september 2018 21:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Þingeyingar fá að þjóta suður á 620 km hraða Stærsta flugvél í sögu Flugfélagsins Ernis er komin til landsins. Forstjórinn segir það nýtt eftir hálfrar aldar flugrekstur að þurfa að ráða flugfreyjur. 23. maí 2018 21:15
Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15
Flugvél Ernis föst í vef skriffinnsku í allt sumar Dornier-skrúfuþota, sem Flugfélagið Ernir keypti til landsins í vor, hefur enn ekki komist í notkun vegna mikillar skriffinnsku sem fylgir skrásetningu hennar, að sögn eigandans. 4. september 2018 21:00