Konan reyndist móðir barnanna á heimilinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. desember 2018 13:01 Konan var handtekin í Hafnarfirði. Afgönsk kona, sem handtekin var í nóvember fyrir tilstilli barnaverndaryfirvalda, reyndist móðir barnanna fimm sem voru á heimili hennar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá lögmanni konunnar en hún var handtekin vegna gruns um að hún væri ekki móðir barnanna. Í yfirlýsingu lögmannsins segir að niðurstöður úr lífsýnatökunni hafi leitt í ljós að grunsemdir barnaverndar og lögreglu væru ekki á rökum reistar. Þá hafi konan og börn hennar orðið fyrir verulegu ónæði vegna málsins og sjái hún sig því knúna til að leiðrétta umfjöllun fjölmiðla. Fjórum barnanna var komið í umsjá barnaverndaryfirvalda í kjölfar handtökunnar en í yfirlýsingunni segir að öll hafi þau verið afhent móður sinni strax og niðurstöður lífsýnarannsóknar voru ljósar. Skúli Jónsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfestir í samtali við Vísi að konan hafi reynst móðir barnanna fimm en lögreglu bárust niðurstöður þess efnis fyrir nokkrum vikum. Skúli segir aðspurður að rannsókn er varðar efasemdir um skyldleika sé því lokið. Annar hluti málsins, sem tengist skilríki sem haldlagt var á vettvangi, sé þó enn í rannsókn. Hafnarfjörður Lögreglumál Tengdar fréttir Grunur um að konan sé ekki móðir barnanna og sýni tekin á staðnum Skúli segir í samtali við Vísi að fjögur barnanna séu komin í umsjá barnaryfirvalda. 8. nóvember 2018 21:17 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Afgönsk kona, sem handtekin var í nóvember fyrir tilstilli barnaverndaryfirvalda, reyndist móðir barnanna fimm sem voru á heimili hennar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá lögmanni konunnar en hún var handtekin vegna gruns um að hún væri ekki móðir barnanna. Í yfirlýsingu lögmannsins segir að niðurstöður úr lífsýnatökunni hafi leitt í ljós að grunsemdir barnaverndar og lögreglu væru ekki á rökum reistar. Þá hafi konan og börn hennar orðið fyrir verulegu ónæði vegna málsins og sjái hún sig því knúna til að leiðrétta umfjöllun fjölmiðla. Fjórum barnanna var komið í umsjá barnaverndaryfirvalda í kjölfar handtökunnar en í yfirlýsingunni segir að öll hafi þau verið afhent móður sinni strax og niðurstöður lífsýnarannsóknar voru ljósar. Skúli Jónsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfestir í samtali við Vísi að konan hafi reynst móðir barnanna fimm en lögreglu bárust niðurstöður þess efnis fyrir nokkrum vikum. Skúli segir aðspurður að rannsókn er varðar efasemdir um skyldleika sé því lokið. Annar hluti málsins, sem tengist skilríki sem haldlagt var á vettvangi, sé þó enn í rannsókn.
Hafnarfjörður Lögreglumál Tengdar fréttir Grunur um að konan sé ekki móðir barnanna og sýni tekin á staðnum Skúli segir í samtali við Vísi að fjögur barnanna séu komin í umsjá barnaryfirvalda. 8. nóvember 2018 21:17 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Grunur um að konan sé ekki móðir barnanna og sýni tekin á staðnum Skúli segir í samtali við Vísi að fjögur barnanna séu komin í umsjá barnaryfirvalda. 8. nóvember 2018 21:17