Bandarískir þingmenn kjósa að afturkalla stuðning við Sáda í Jemen Kjartan Kjartansson skrifar 14. desember 2018 07:30 Bernie Sanders (f.m.) og repúblikaninn Mike Lee (t.h.) voru flutningsmenn tillögunnar sem öldungadeildin samþykkti í gær. Vísir/EPA Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti að draga til baka hernaðaraðstoð Bandaríkjanna við Sáda í stríði þeirra í Jemen. Í ályktun sem þingmenn beggja flokka samþykktu kenndu þeir krónprins Sádi-Arabíu um morðið að Jamal Khashoggi, sádiarabískum blaðamanni. Samþykktin er sögð sögulega því þetta er í fyrsta skipti sem önnur hvor deild Bandaríkjaþings samþykkir að draga bandarískt herlið til baka úr stríðsátökum á grundvelli laga sem sett voru árið 1973 og takmörkuðu vald forseta til stríðsrekstrar án heimildar þingsins. Með henni hvetur þingið Donald Trump forseta til að draga herliðið til baka fyrir utan hluta þess sem berst gegn íslömskum öfgamönnum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Nokkrir þingmenn repúblikana greiddu atkvæði með ályktuninni sem var samþykkt með 56 atkvæðum gegn 41. Ályktunin er fyrst og fremst sögð táknræn og ólíklegt að hún verði að lögum. Trump hefur lýst því yfir að hann muni beita neitunarvaldi sínu og ekki er meirihluti fyrir ályktuninni í neðri deild þingsins eins og stendur þar sem repúblikanar eru með meirihluta þar til í næsta mánuði. Í annarri ályktun samþykktu öldungadeildarþingmennirnir samhljóða að saka Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, um morðið á Khashoggi sem var myrtur í byrjun október. Kröfðust þeir þess að Sádar drægju þá sem stóðu að morðinu til ábyrgðar. Trump forseti og ríkisstjórn hans hafa staðið með Salman þrátt fyrir að bandaríska leyniþjónustan hafi ályktað að hann hafi að öllum líkindum skipað fyrir um morðið. „Ef krónprinsinn væri fyrir kviðdómi væri hann sakfelldur á hálftíma að mínu mati,“ sagði Bob Corker, fráfarandi öldungadeildarþingmaður repúblikana. Bandaríkin Donald Trump Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Jemen Tengdar fréttir Krónsprins Sáda „kolklikkaður“ að mati öldungardeildarþingmanns Hópur öldungardeildarþingmanna í Bandaríkjunum segist fullviss um að Mohammed bin Salman, krónprins Sádí-Arabíu, tengist morðinu á blaðamanninum Jamal Kashoggi á einhvern hátt. 4. desember 2018 19:30 Sádar ætla ekki að framselja þá sem myrtu Khashoggi Adel al-Jubei, utanríkisráðherra Sádí-Arabíu hefur útilokað að mennirnir sem grunaðir eru um morðið á Jamal Khashoggi verði framseldir til Tyrklands. 9. desember 2018 22:05 Sömdu um vopnahlé í Jemen Stríðandi fylkingar hafa komist að samkomulagi um vopnahlé í jemensku hafnarborginni Hudaydah. 13. desember 2018 22:01 Khashoggi og fleiri myrtir og fangelsaðir blaðamenn manneskjur ársins hjá Time Tímaritið Time heiðrar blaðamenn sem sætt hafa kúgun í vali sínu á manneskju ársins 2018. 11. desember 2018 13:08 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Sjá meira
Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti að draga til baka hernaðaraðstoð Bandaríkjanna við Sáda í stríði þeirra í Jemen. Í ályktun sem þingmenn beggja flokka samþykktu kenndu þeir krónprins Sádi-Arabíu um morðið að Jamal Khashoggi, sádiarabískum blaðamanni. Samþykktin er sögð sögulega því þetta er í fyrsta skipti sem önnur hvor deild Bandaríkjaþings samþykkir að draga bandarískt herlið til baka úr stríðsátökum á grundvelli laga sem sett voru árið 1973 og takmörkuðu vald forseta til stríðsrekstrar án heimildar þingsins. Með henni hvetur þingið Donald Trump forseta til að draga herliðið til baka fyrir utan hluta þess sem berst gegn íslömskum öfgamönnum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Nokkrir þingmenn repúblikana greiddu atkvæði með ályktuninni sem var samþykkt með 56 atkvæðum gegn 41. Ályktunin er fyrst og fremst sögð táknræn og ólíklegt að hún verði að lögum. Trump hefur lýst því yfir að hann muni beita neitunarvaldi sínu og ekki er meirihluti fyrir ályktuninni í neðri deild þingsins eins og stendur þar sem repúblikanar eru með meirihluta þar til í næsta mánuði. Í annarri ályktun samþykktu öldungadeildarþingmennirnir samhljóða að saka Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, um morðið á Khashoggi sem var myrtur í byrjun október. Kröfðust þeir þess að Sádar drægju þá sem stóðu að morðinu til ábyrgðar. Trump forseti og ríkisstjórn hans hafa staðið með Salman þrátt fyrir að bandaríska leyniþjónustan hafi ályktað að hann hafi að öllum líkindum skipað fyrir um morðið. „Ef krónprinsinn væri fyrir kviðdómi væri hann sakfelldur á hálftíma að mínu mati,“ sagði Bob Corker, fráfarandi öldungadeildarþingmaður repúblikana.
Bandaríkin Donald Trump Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Jemen Tengdar fréttir Krónsprins Sáda „kolklikkaður“ að mati öldungardeildarþingmanns Hópur öldungardeildarþingmanna í Bandaríkjunum segist fullviss um að Mohammed bin Salman, krónprins Sádí-Arabíu, tengist morðinu á blaðamanninum Jamal Kashoggi á einhvern hátt. 4. desember 2018 19:30 Sádar ætla ekki að framselja þá sem myrtu Khashoggi Adel al-Jubei, utanríkisráðherra Sádí-Arabíu hefur útilokað að mennirnir sem grunaðir eru um morðið á Jamal Khashoggi verði framseldir til Tyrklands. 9. desember 2018 22:05 Sömdu um vopnahlé í Jemen Stríðandi fylkingar hafa komist að samkomulagi um vopnahlé í jemensku hafnarborginni Hudaydah. 13. desember 2018 22:01 Khashoggi og fleiri myrtir og fangelsaðir blaðamenn manneskjur ársins hjá Time Tímaritið Time heiðrar blaðamenn sem sætt hafa kúgun í vali sínu á manneskju ársins 2018. 11. desember 2018 13:08 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Sjá meira
Krónsprins Sáda „kolklikkaður“ að mati öldungardeildarþingmanns Hópur öldungardeildarþingmanna í Bandaríkjunum segist fullviss um að Mohammed bin Salman, krónprins Sádí-Arabíu, tengist morðinu á blaðamanninum Jamal Kashoggi á einhvern hátt. 4. desember 2018 19:30
Sádar ætla ekki að framselja þá sem myrtu Khashoggi Adel al-Jubei, utanríkisráðherra Sádí-Arabíu hefur útilokað að mennirnir sem grunaðir eru um morðið á Jamal Khashoggi verði framseldir til Tyrklands. 9. desember 2018 22:05
Sömdu um vopnahlé í Jemen Stríðandi fylkingar hafa komist að samkomulagi um vopnahlé í jemensku hafnarborginni Hudaydah. 13. desember 2018 22:01
Khashoggi og fleiri myrtir og fangelsaðir blaðamenn manneskjur ársins hjá Time Tímaritið Time heiðrar blaðamenn sem sætt hafa kúgun í vali sínu á manneskju ársins 2018. 11. desember 2018 13:08