Innlent

Íslenskur kúrdi kallar eftir viðbrögðum Íslendinga í mannréttindaráði

Sighvatur Jónsson skrifar

Íslenskur kúrdi vill að Ísland óski eftir fundi í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna vegna ákvörðunar Donalds Trump að draga herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi. Ákvörðunin gefi Tyrklandsforseta ráðrúm til að auka umsvif Tyrkja á svæðum Kúrda. 

Donald Trump tilkynnti skyndilega fyrir jólin að bandarískir hermenn yrðu kallaðir heim frá Sýrlandi á næstu mánuðum.

Haukur Hilmarsson féll fyrir herjum Tyrkja í baráttu fyrir sjálfsstjórn Kúrda í Sýrlandi í febrúar síðastliðnum.

Trump svipti Kúrda hervernd gegn Tyrkjum

Salah Karim Mahmood er Kúrdi og íslenskur ríkisborgari. Hann er afar ósáttur við að Trump svipti Kúrda hervernd sem Bandaríkjamenn hafa veitt þeim gegn tyrkneska hernum. Salah furðar sig á því að bandaríski herinn sé kallaður heim með einu tísti á Twitter.

Salah óttast að brotthvarf Bandaríkjamanna leiði til árása Erdogan Tyrklandsforseta gegn Kúrdum í Sýrlandi.

„Hann er á móti öllu sem heitir Kúrdar, Kúrdistan, að vera Kúrdi og tala kúrdísku. Þess vegna er hann nú að safna liði og ekki gleyma því að Tyrkland er næststærsti her í NATO [Atlantshafsbandalaginu],“ segir Salah í samtali við fréttastofu um fyrirætlanir Erdogan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×