Innlent

Engin slys á fólki þegar flutningabíll valt í Hafnarfirði

Kjartan Kjartansson skrifar
Flutningabíllinn valt á hliðina á framkvæmdasvæði við Kaldárselsveg og Klettahlíð.
Flutningabíllinn valt á hliðina á framkvæmdasvæði við Kaldárselsveg og Klettahlíð. Vísir/Vilhelm
Ökumann flutningabíls sakaði ekki þegar bíllinn valt við Kaldárselsveg í Hafnarfirði í hádeginu. Slökkviliðsmönnum tókst að komast í veg fyrir leka úr dísilolíutanki flutningabílsins.

Tilkynning um óhappið barst slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu klukkan tíu mínútur í tólf. Samkvæmt upplýsingum slökkviliðsins tókst að ná allri olíu upp þannig að hún mengaði ekki jarðveg. Viðgerðarmenn komu síðar á staðinn og tæmdu tankinn.

Til stóð að hífa flutningabílinn upp í dag. Ekki fengust upplýsingar um hvernig slysið bar að.

Frá vettvangi í hádeginu.Vísir/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×