Fækkun farþega um Keflavíkurflugvöll eðlileg niðursveifla Jóhann K. Jóhannsson skrifar 29. janúar 2019 11:54 Fækkun farþega um Keflavíkurflugvöll nemur 8,7% Vísir/Vilhelm Gert er ráð fyrir að tæplega milljón færri farþegar komi til með að fara um Keflavíkurflugvöll á þessu ári samanborið við árið í fyrra. Skýringuna má meðal annars finna í minna framboði flugs en undanfarin ár. Forstjóri Isavia segir fækkunina ekki áhyggjuefni. Farþegaspáin um Keflavíkurflugvöll fyrir árið 2019, sem kynnt var í morgun sýnir í fyrsta skipti í áratug samdrátt í fjölda þeirra farþega sem fara um flugvöllinn í ár. Farþegafjöldinn sem fór um völlinn á síðasta ári var 9,8 milljónir farþega en verður ef spár ganga eftir á þessu ári 8,95 milljónir farþega. Heildar samdrátturinn nemur 8,7 prósentum. Árið 2018 var samt sem áður lang stærsta árið í fjölda farþega sem fór um Keflavíkurflugvöll. Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia á fundinum í morgunVísir/VilhelmÓvissa enn fyrir hendi Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia segir í samtali við fréttastofu en væri blikur á lofti og óvissa fyrir hendi í farþegaflugi. „Markaðurinn er erfiður, við höfum séð það síðasta árið. Það hafa mörg flugfélög kvatt okkur, nú síðast Primera. Það er mikil samkeppni í dag, markaðurinn er þungur, eigum við ekki að segja það þannig,“ sagði Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia að lokinni kynningunni í morgun. Hefur ekki áhrif á tekjur Isavia Björn segir að fækkunin komi til með að hafa áhrif á fjárstreymi Isavia. „Ekki tekjurnar heldur sennilega heldur frekar kostnaðinn. Við höfum lagt í miklar framkvæmdir. Það kostar meira að reka Keflavíkurflugvöll í dag heldur en var áður, en í heildina að þá stöndum við þokkalega vel sem fyrirtæki,“ segir Björn. Í spánni fyrir 2019 er mest fækkunin í skiptifarþegum, en talið er að þeim muni fækka um 18,7% frá fyrra ári. Það skýrist helst af því að áfangastaðir munu að öllum líkindum fækka, sem og tíðni ferða til vissra áfangastaða. Þá hefur sætaframboð flugfélaganna áhrif á tengimöguleikana sem og farþegafjöldann. Þá er spáð fækkun í komu erlendra ferðamanna til landsins og nemur fækkunin 2,4 prósentum. Fari úr rúmum tveimur milljónum og þrjú hundruð þúsund farþegum niður í tvær milljónir og tvö hundruð og sextíu þúsund farþega. „Núna erum við að horfa á eðlilega sveiflu. markaðurinn á Íslandi hefur stækkað rosalega mikið, miklu meira en í öllum öðrum löndum. Keflavíkurflugvöllur er sá flugvöllur í Evrópu sem hefur stækkað mest síðustu tíu árin og ekkert óeðlilegt þótt það verði smá tveggja prósenta niðursveifla á ferðamönnum til landsins,“ segir Björn Óli.Frá kynningunni í morgun þar sem farþegaspá um Keflavíkurflugvöll var kynnt.Vísir/Vilhelm Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Bein útsending: Farþegaspá Keflavíkurflugvallar 2019 Isavia boðar til morgunfundar á Hilton Reykjavík Nordica í dag klukkan 8:30. 29. janúar 2019 08:00 Spá því að milljón færri farþegar fari um Keflavíkurflugvöll í ár heldur en í fyrra Í fyrra fóru alls 9,8 milljónir farþega um Keflavíkurflugvöll en farþegaspáin í ár gerir ráð fyrir að farþegarnir verði um 8,9 milljónir. 29. janúar 2019 09:08 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Sjá meira
Gert er ráð fyrir að tæplega milljón færri farþegar komi til með að fara um Keflavíkurflugvöll á þessu ári samanborið við árið í fyrra. Skýringuna má meðal annars finna í minna framboði flugs en undanfarin ár. Forstjóri Isavia segir fækkunina ekki áhyggjuefni. Farþegaspáin um Keflavíkurflugvöll fyrir árið 2019, sem kynnt var í morgun sýnir í fyrsta skipti í áratug samdrátt í fjölda þeirra farþega sem fara um flugvöllinn í ár. Farþegafjöldinn sem fór um völlinn á síðasta ári var 9,8 milljónir farþega en verður ef spár ganga eftir á þessu ári 8,95 milljónir farþega. Heildar samdrátturinn nemur 8,7 prósentum. Árið 2018 var samt sem áður lang stærsta árið í fjölda farþega sem fór um Keflavíkurflugvöll. Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia á fundinum í morgunVísir/VilhelmÓvissa enn fyrir hendi Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia segir í samtali við fréttastofu en væri blikur á lofti og óvissa fyrir hendi í farþegaflugi. „Markaðurinn er erfiður, við höfum séð það síðasta árið. Það hafa mörg flugfélög kvatt okkur, nú síðast Primera. Það er mikil samkeppni í dag, markaðurinn er þungur, eigum við ekki að segja það þannig,“ sagði Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia að lokinni kynningunni í morgun. Hefur ekki áhrif á tekjur Isavia Björn segir að fækkunin komi til með að hafa áhrif á fjárstreymi Isavia. „Ekki tekjurnar heldur sennilega heldur frekar kostnaðinn. Við höfum lagt í miklar framkvæmdir. Það kostar meira að reka Keflavíkurflugvöll í dag heldur en var áður, en í heildina að þá stöndum við þokkalega vel sem fyrirtæki,“ segir Björn. Í spánni fyrir 2019 er mest fækkunin í skiptifarþegum, en talið er að þeim muni fækka um 18,7% frá fyrra ári. Það skýrist helst af því að áfangastaðir munu að öllum líkindum fækka, sem og tíðni ferða til vissra áfangastaða. Þá hefur sætaframboð flugfélaganna áhrif á tengimöguleikana sem og farþegafjöldann. Þá er spáð fækkun í komu erlendra ferðamanna til landsins og nemur fækkunin 2,4 prósentum. Fari úr rúmum tveimur milljónum og þrjú hundruð þúsund farþegum niður í tvær milljónir og tvö hundruð og sextíu þúsund farþega. „Núna erum við að horfa á eðlilega sveiflu. markaðurinn á Íslandi hefur stækkað rosalega mikið, miklu meira en í öllum öðrum löndum. Keflavíkurflugvöllur er sá flugvöllur í Evrópu sem hefur stækkað mest síðustu tíu árin og ekkert óeðlilegt þótt það verði smá tveggja prósenta niðursveifla á ferðamönnum til landsins,“ segir Björn Óli.Frá kynningunni í morgun þar sem farþegaspá um Keflavíkurflugvöll var kynnt.Vísir/Vilhelm
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Bein útsending: Farþegaspá Keflavíkurflugvallar 2019 Isavia boðar til morgunfundar á Hilton Reykjavík Nordica í dag klukkan 8:30. 29. janúar 2019 08:00 Spá því að milljón færri farþegar fari um Keflavíkurflugvöll í ár heldur en í fyrra Í fyrra fóru alls 9,8 milljónir farþega um Keflavíkurflugvöll en farþegaspáin í ár gerir ráð fyrir að farþegarnir verði um 8,9 milljónir. 29. janúar 2019 09:08 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Sjá meira
Bein útsending: Farþegaspá Keflavíkurflugvallar 2019 Isavia boðar til morgunfundar á Hilton Reykjavík Nordica í dag klukkan 8:30. 29. janúar 2019 08:00
Spá því að milljón færri farþegar fari um Keflavíkurflugvöll í ár heldur en í fyrra Í fyrra fóru alls 9,8 milljónir farþega um Keflavíkurflugvöll en farþegaspáin í ár gerir ráð fyrir að farþegarnir verði um 8,9 milljónir. 29. janúar 2019 09:08