Plástrar duga ekki í menntamálum Helgi Vífill Júlíusson skrifar 23. janúar 2019 08:00 Líkja má hugmyndum menntamálaráðherra um sérstaka styrki til kennaranema við haldlitla plástra. Það stoðar ekki að stoppa í götin heldur þarf að gerbreyta starfsumhverfinu. Það er nefnilega hárrétt hjá menntamálaráðherra, eins og fram kom í Fréttablaðinu á dögunum, að ráðast þarf í róttækar aðgerðir til að auka áhuga á kennaranámi og bæta starfsumhverfi kennara. Kennarar gegna þjóðhagslega mikilvægu starfi. Þeir eru því miður of fáir og þeim fer fækkandi. Það er hættuleg þróun. Góð menntun er undirstaða öflugs lýðræðis og velmegunar. Náttúruauðlindir – en hagnýting þeirra krefst ekki mikillar menntunar – sköpuðu okkur hagsæld á 20. öldinni en þær eru háðar takmörkunum og því mun tækniþróun þurfa knýja áfram hagvöxt á 21. öldinni. Menntun leggur grunninn að þeirri vegferð. Það er mikilvægt að efla menntun landsmanna og starfsumhverfi atvinnulífsins kerfisbundið því annars munu lífskjör verða betri í öðrum löndum enda munu þau ekki láta sitt eftir liggja í þessum efnum. Mörg önnur lönd munu leita leiða til að skara fram úr í tækniþróun. Við viljum ekki sitja eftir. Það er þrennt sem brýnt er að gera hvað varðar menntakerfið. Í fyrsta lagi þarf að stytta kennaranám úr fimm árum í þrjú ár. Langt háskólanám fyrir ekki betri kjör fælir frá. Í öðru lagi þarf að mennta nemendur til að glíma við samtímann og áskoranir framtíðarinnar. Þess vegna er nauðsynlegt er að gera raungreinum og skapandi hugsun hátt undir höfði. Í þriðja lagi þarf hið opinbera að horfast í augu við það að því hefur mistekist að skapa kennarastéttinni áhugavert starfsumhverfi. Samkvæmt PISA-könnunum hefur árangri nemenda sömuleiðis farið hrakandi síðustu ár. Þetta er ekki góður vitnisburður. Sveitarfélög og ríkið þurfa að gefa skólakerfinu lausan tauminn og treysta einkaframtakinu og kappsömu skólafólki. Gefa því frjálsar hendur til reka góða skóla með ólíkar áherslur og námskrár en verði ekki steypt í form sem hamlar framförum. Núverandi fyrirkomulag er ekki að skila viðunandi árangri. Það að efla menntakerfið þarf að vera forgangsmál stjórnvalda. Góð menntun er eitt stærsta hagsmunamál landsins um þessar mundir. Við eigum mikið undir að það takist vel upp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helgi Vífill Júlíusson Skoðun Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Líkja má hugmyndum menntamálaráðherra um sérstaka styrki til kennaranema við haldlitla plástra. Það stoðar ekki að stoppa í götin heldur þarf að gerbreyta starfsumhverfinu. Það er nefnilega hárrétt hjá menntamálaráðherra, eins og fram kom í Fréttablaðinu á dögunum, að ráðast þarf í róttækar aðgerðir til að auka áhuga á kennaranámi og bæta starfsumhverfi kennara. Kennarar gegna þjóðhagslega mikilvægu starfi. Þeir eru því miður of fáir og þeim fer fækkandi. Það er hættuleg þróun. Góð menntun er undirstaða öflugs lýðræðis og velmegunar. Náttúruauðlindir – en hagnýting þeirra krefst ekki mikillar menntunar – sköpuðu okkur hagsæld á 20. öldinni en þær eru háðar takmörkunum og því mun tækniþróun þurfa knýja áfram hagvöxt á 21. öldinni. Menntun leggur grunninn að þeirri vegferð. Það er mikilvægt að efla menntun landsmanna og starfsumhverfi atvinnulífsins kerfisbundið því annars munu lífskjör verða betri í öðrum löndum enda munu þau ekki láta sitt eftir liggja í þessum efnum. Mörg önnur lönd munu leita leiða til að skara fram úr í tækniþróun. Við viljum ekki sitja eftir. Það er þrennt sem brýnt er að gera hvað varðar menntakerfið. Í fyrsta lagi þarf að stytta kennaranám úr fimm árum í þrjú ár. Langt háskólanám fyrir ekki betri kjör fælir frá. Í öðru lagi þarf að mennta nemendur til að glíma við samtímann og áskoranir framtíðarinnar. Þess vegna er nauðsynlegt er að gera raungreinum og skapandi hugsun hátt undir höfði. Í þriðja lagi þarf hið opinbera að horfast í augu við það að því hefur mistekist að skapa kennarastéttinni áhugavert starfsumhverfi. Samkvæmt PISA-könnunum hefur árangri nemenda sömuleiðis farið hrakandi síðustu ár. Þetta er ekki góður vitnisburður. Sveitarfélög og ríkið þurfa að gefa skólakerfinu lausan tauminn og treysta einkaframtakinu og kappsömu skólafólki. Gefa því frjálsar hendur til reka góða skóla með ólíkar áherslur og námskrár en verði ekki steypt í form sem hamlar framförum. Núverandi fyrirkomulag er ekki að skila viðunandi árangri. Það að efla menntakerfið þarf að vera forgangsmál stjórnvalda. Góð menntun er eitt stærsta hagsmunamál landsins um þessar mundir. Við eigum mikið undir að það takist vel upp.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun