Plástrar duga ekki í menntamálum Helgi Vífill Júlíusson skrifar 23. janúar 2019 08:00 Líkja má hugmyndum menntamálaráðherra um sérstaka styrki til kennaranema við haldlitla plástra. Það stoðar ekki að stoppa í götin heldur þarf að gerbreyta starfsumhverfinu. Það er nefnilega hárrétt hjá menntamálaráðherra, eins og fram kom í Fréttablaðinu á dögunum, að ráðast þarf í róttækar aðgerðir til að auka áhuga á kennaranámi og bæta starfsumhverfi kennara. Kennarar gegna þjóðhagslega mikilvægu starfi. Þeir eru því miður of fáir og þeim fer fækkandi. Það er hættuleg þróun. Góð menntun er undirstaða öflugs lýðræðis og velmegunar. Náttúruauðlindir – en hagnýting þeirra krefst ekki mikillar menntunar – sköpuðu okkur hagsæld á 20. öldinni en þær eru háðar takmörkunum og því mun tækniþróun þurfa knýja áfram hagvöxt á 21. öldinni. Menntun leggur grunninn að þeirri vegferð. Það er mikilvægt að efla menntun landsmanna og starfsumhverfi atvinnulífsins kerfisbundið því annars munu lífskjör verða betri í öðrum löndum enda munu þau ekki láta sitt eftir liggja í þessum efnum. Mörg önnur lönd munu leita leiða til að skara fram úr í tækniþróun. Við viljum ekki sitja eftir. Það er þrennt sem brýnt er að gera hvað varðar menntakerfið. Í fyrsta lagi þarf að stytta kennaranám úr fimm árum í þrjú ár. Langt háskólanám fyrir ekki betri kjör fælir frá. Í öðru lagi þarf að mennta nemendur til að glíma við samtímann og áskoranir framtíðarinnar. Þess vegna er nauðsynlegt er að gera raungreinum og skapandi hugsun hátt undir höfði. Í þriðja lagi þarf hið opinbera að horfast í augu við það að því hefur mistekist að skapa kennarastéttinni áhugavert starfsumhverfi. Samkvæmt PISA-könnunum hefur árangri nemenda sömuleiðis farið hrakandi síðustu ár. Þetta er ekki góður vitnisburður. Sveitarfélög og ríkið þurfa að gefa skólakerfinu lausan tauminn og treysta einkaframtakinu og kappsömu skólafólki. Gefa því frjálsar hendur til reka góða skóla með ólíkar áherslur og námskrár en verði ekki steypt í form sem hamlar framförum. Núverandi fyrirkomulag er ekki að skila viðunandi árangri. Það að efla menntakerfið þarf að vera forgangsmál stjórnvalda. Góð menntun er eitt stærsta hagsmunamál landsins um þessar mundir. Við eigum mikið undir að það takist vel upp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helgi Vífill Júlíusson Skoðun Mest lesið Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Líkja má hugmyndum menntamálaráðherra um sérstaka styrki til kennaranema við haldlitla plástra. Það stoðar ekki að stoppa í götin heldur þarf að gerbreyta starfsumhverfinu. Það er nefnilega hárrétt hjá menntamálaráðherra, eins og fram kom í Fréttablaðinu á dögunum, að ráðast þarf í róttækar aðgerðir til að auka áhuga á kennaranámi og bæta starfsumhverfi kennara. Kennarar gegna þjóðhagslega mikilvægu starfi. Þeir eru því miður of fáir og þeim fer fækkandi. Það er hættuleg þróun. Góð menntun er undirstaða öflugs lýðræðis og velmegunar. Náttúruauðlindir – en hagnýting þeirra krefst ekki mikillar menntunar – sköpuðu okkur hagsæld á 20. öldinni en þær eru háðar takmörkunum og því mun tækniþróun þurfa knýja áfram hagvöxt á 21. öldinni. Menntun leggur grunninn að þeirri vegferð. Það er mikilvægt að efla menntun landsmanna og starfsumhverfi atvinnulífsins kerfisbundið því annars munu lífskjör verða betri í öðrum löndum enda munu þau ekki láta sitt eftir liggja í þessum efnum. Mörg önnur lönd munu leita leiða til að skara fram úr í tækniþróun. Við viljum ekki sitja eftir. Það er þrennt sem brýnt er að gera hvað varðar menntakerfið. Í fyrsta lagi þarf að stytta kennaranám úr fimm árum í þrjú ár. Langt háskólanám fyrir ekki betri kjör fælir frá. Í öðru lagi þarf að mennta nemendur til að glíma við samtímann og áskoranir framtíðarinnar. Þess vegna er nauðsynlegt er að gera raungreinum og skapandi hugsun hátt undir höfði. Í þriðja lagi þarf hið opinbera að horfast í augu við það að því hefur mistekist að skapa kennarastéttinni áhugavert starfsumhverfi. Samkvæmt PISA-könnunum hefur árangri nemenda sömuleiðis farið hrakandi síðustu ár. Þetta er ekki góður vitnisburður. Sveitarfélög og ríkið þurfa að gefa skólakerfinu lausan tauminn og treysta einkaframtakinu og kappsömu skólafólki. Gefa því frjálsar hendur til reka góða skóla með ólíkar áherslur og námskrár en verði ekki steypt í form sem hamlar framförum. Núverandi fyrirkomulag er ekki að skila viðunandi árangri. Það að efla menntakerfið þarf að vera forgangsmál stjórnvalda. Góð menntun er eitt stærsta hagsmunamál landsins um þessar mundir. Við eigum mikið undir að það takist vel upp.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun