Ísland í þriðja sæti yfir draumastaði netverja Kristján Már Unnarsson skrifar 20. janúar 2019 10:45 Gullfoss er með fjölsóttustu ferðamannastöðum landsins. Vísir/Vilhelm Ef þið haldið að líklegt sé að erlendum ferðamönnum fækki á Íslandi á næstunni, þá ættuð þið að sjá hvert jarðarbúa dreymir helst um að ferðast. Þvert á móti gæti enn stærri flóðbylgja ferðamanna verið framundan, miðað við greiningu Google á þeim áfangastöðum sem fólk leitaði oftast að á netinu á árinu 2018. Ferð til Ítalíu er í fyrsta sæti og ferð til Parísar í öðru sæti en svo kemur ferð til Íslands í þriðja sæti. Á eftir Íslandi, í fjórða og fimmta sæti, koma Bahama-eyjar og Írland. Las Vegas er í sjötta sæti, Bora Bora í sjöunda, New York í áttunda, New Orleans í níunda sæti og ferð til Spánar er í tíunda sæti á lista yfir helstu draumastaðina, sem netmiðillinn Refinery29 greinir frá. Ísland er þannig komið í flokk með ferðamannastöðum sem jafnvel tugmilljónir heimsækja árlega. Samkvæmt nýlegum tölum, ýmist frá árunum 2016 eða 2017, heimsóttu 52 milljónir ferðamanna Ítalíu á einu ári, 18 milljónir heimsóttu París og 9 milljónir heimsóttu Írland. 13 milljónir heimsóttu New York og 82 milljónir heimsóttu Spán, á meðan Ísland fékk 2,3 milljónir erlendra ferðamanna í fyrra. Mikið hefur verið byggt af hótelum hér á landi á undanförnum árum. Þarf að byggja ennþá fleiri?vísir/gvaSamfélagsmiðillinn Instagram hefur einnig gert greiningu á þeim borgum heims sem notendur miðilsins dreymir helst um að heimsækja um þessar mundir. Þar skorar Reykjavík hátt, er í áttunda sæti, fyrir ofan borgir eins og Amsterdam og Berlín. Reykjavík skákar sömuleiðis öllum hinum höfuðborgum Norðurlanda. Höfuðborg Íslands er komin í ótrúlegan félagsskap yfir helstu draumaborgir heims. Borgirnar sem toppa Reykjavík, samkvæmt Instagram, eru bara New York, Toronto, London, París, Róm, Barcelona og Sidney. Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Frakkland Ítalía Tengdar fréttir Bandaríkjamönnum að þakka að ferðamönnum fjölgar milli ára Rúmlega 2,3 milljónir erlendra ferðamanna heimsóttu Ísland árið 2018 og nam fjölgunin um 5,5% milli ára. 17. janúar 2019 11:48 Sky fjallar um slæmt ástand vega á Íslandi Fréttastofa Sky í Bretlandi segir brýr á Íslandi hafa verið gagnrýndar lengi í aðdraganda alvarlegs banaslyss á brúnni yfir Núpsvötn þann 27. desember. 30. desember 2018 10:35 Ekkert samfélag þolir þá aðsókn ferðamanna sem hefur verið að Íslandi mörg ár í röð Fyrsti hluti á álagsmati umhverfis, innviða og samfélags gagnvart fjölda ferðamanna kynnt í dag, seinni hluti kynntur næsta vor. 14. desember 2018 19:00 Spá fækkun ferðamanna fyrstu mánuði næsta árs Bráðabirgðaspá Isavia gerir ráð fyrir að farþegum á Keflavíkurflugvelli fækki um tæplega tíu prósent fyrstu þrjá mánuði næsta árs. Hins vegar stefnir í metfjölda á landinu í desember. Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að Ísland njóti sífellt meiri vinsælda yfir þennan árstíma. 22. desember 2018 19:00 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Sjá meira
Ef þið haldið að líklegt sé að erlendum ferðamönnum fækki á Íslandi á næstunni, þá ættuð þið að sjá hvert jarðarbúa dreymir helst um að ferðast. Þvert á móti gæti enn stærri flóðbylgja ferðamanna verið framundan, miðað við greiningu Google á þeim áfangastöðum sem fólk leitaði oftast að á netinu á árinu 2018. Ferð til Ítalíu er í fyrsta sæti og ferð til Parísar í öðru sæti en svo kemur ferð til Íslands í þriðja sæti. Á eftir Íslandi, í fjórða og fimmta sæti, koma Bahama-eyjar og Írland. Las Vegas er í sjötta sæti, Bora Bora í sjöunda, New York í áttunda, New Orleans í níunda sæti og ferð til Spánar er í tíunda sæti á lista yfir helstu draumastaðina, sem netmiðillinn Refinery29 greinir frá. Ísland er þannig komið í flokk með ferðamannastöðum sem jafnvel tugmilljónir heimsækja árlega. Samkvæmt nýlegum tölum, ýmist frá árunum 2016 eða 2017, heimsóttu 52 milljónir ferðamanna Ítalíu á einu ári, 18 milljónir heimsóttu París og 9 milljónir heimsóttu Írland. 13 milljónir heimsóttu New York og 82 milljónir heimsóttu Spán, á meðan Ísland fékk 2,3 milljónir erlendra ferðamanna í fyrra. Mikið hefur verið byggt af hótelum hér á landi á undanförnum árum. Þarf að byggja ennþá fleiri?vísir/gvaSamfélagsmiðillinn Instagram hefur einnig gert greiningu á þeim borgum heims sem notendur miðilsins dreymir helst um að heimsækja um þessar mundir. Þar skorar Reykjavík hátt, er í áttunda sæti, fyrir ofan borgir eins og Amsterdam og Berlín. Reykjavík skákar sömuleiðis öllum hinum höfuðborgum Norðurlanda. Höfuðborg Íslands er komin í ótrúlegan félagsskap yfir helstu draumaborgir heims. Borgirnar sem toppa Reykjavík, samkvæmt Instagram, eru bara New York, Toronto, London, París, Róm, Barcelona og Sidney.
Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Frakkland Ítalía Tengdar fréttir Bandaríkjamönnum að þakka að ferðamönnum fjölgar milli ára Rúmlega 2,3 milljónir erlendra ferðamanna heimsóttu Ísland árið 2018 og nam fjölgunin um 5,5% milli ára. 17. janúar 2019 11:48 Sky fjallar um slæmt ástand vega á Íslandi Fréttastofa Sky í Bretlandi segir brýr á Íslandi hafa verið gagnrýndar lengi í aðdraganda alvarlegs banaslyss á brúnni yfir Núpsvötn þann 27. desember. 30. desember 2018 10:35 Ekkert samfélag þolir þá aðsókn ferðamanna sem hefur verið að Íslandi mörg ár í röð Fyrsti hluti á álagsmati umhverfis, innviða og samfélags gagnvart fjölda ferðamanna kynnt í dag, seinni hluti kynntur næsta vor. 14. desember 2018 19:00 Spá fækkun ferðamanna fyrstu mánuði næsta árs Bráðabirgðaspá Isavia gerir ráð fyrir að farþegum á Keflavíkurflugvelli fækki um tæplega tíu prósent fyrstu þrjá mánuði næsta árs. Hins vegar stefnir í metfjölda á landinu í desember. Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að Ísland njóti sífellt meiri vinsælda yfir þennan árstíma. 22. desember 2018 19:00 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Sjá meira
Bandaríkjamönnum að þakka að ferðamönnum fjölgar milli ára Rúmlega 2,3 milljónir erlendra ferðamanna heimsóttu Ísland árið 2018 og nam fjölgunin um 5,5% milli ára. 17. janúar 2019 11:48
Sky fjallar um slæmt ástand vega á Íslandi Fréttastofa Sky í Bretlandi segir brýr á Íslandi hafa verið gagnrýndar lengi í aðdraganda alvarlegs banaslyss á brúnni yfir Núpsvötn þann 27. desember. 30. desember 2018 10:35
Ekkert samfélag þolir þá aðsókn ferðamanna sem hefur verið að Íslandi mörg ár í röð Fyrsti hluti á álagsmati umhverfis, innviða og samfélags gagnvart fjölda ferðamanna kynnt í dag, seinni hluti kynntur næsta vor. 14. desember 2018 19:00
Spá fækkun ferðamanna fyrstu mánuði næsta árs Bráðabirgðaspá Isavia gerir ráð fyrir að farþegum á Keflavíkurflugvelli fækki um tæplega tíu prósent fyrstu þrjá mánuði næsta árs. Hins vegar stefnir í metfjölda á landinu í desember. Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að Ísland njóti sífellt meiri vinsælda yfir þennan árstíma. 22. desember 2018 19:00
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent