Skoðun

Svar við opnu bréfi Yair Sapir

Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Þú spyrð í opnu bréfi til Páls Óskars Hjálmtýssonar tónlistarmanns: Af hverju gagnrýnir þú ekki stjórn Abbas á Vesturbakkanum og stjórn Hamas á Gaza?



Svarið er einfalt, orsök þess hve ástandið er ömurlegt hjá Palestínumönnum er áratuga hernám og ofbeldi stjórnvalda Ísraels. Ef lífið á að batna hjá þeim milljónum Palestínumanna sem þar búa verður Ísraelsstjórn að aflétta hernáminu. Þetta veit allur almenningur.



Skrif þín gera ráð fyrir því að lesendur hafi enga þekkingu á ástandinu. Þú gerir ráð fyrir að fólk á Íslandi viti ekki að Vesturbakkinn er sundurskorinn af landránsbyggðum, vegatálmunum og vegum sem Palestínumenn fá ekki að aka um. Þú gengur út frá því að fólk viti ekki að her Ísraels ræðst inn á heimili Palestínumanna, handtekur börn og setur í fangelsi.



Heimurinn veit að tvær milljónir Gazabúa eru innilokaðir af Ísraelsstjórn og að mati sérfræðinga Sameinuðu þjóðanna er hætta á að Gazaströndin verði nánast óbyggileg eftir tvö til þrjú ár.



Framferði Abbasstjórnarinnar og Hamas er ekki uppspretta vandans, það er hernám og landrán síonista.



Þetta er ekki flókið Yair Sapir og vitneskja Íslendinga um ógnarástandið, sem þú styður, kemur fram í skoðanakönnunum sem sýna að 67% Íslendinga styðja málstað Palestínumanna en aðeins 4% styðja síonistaherina sem er sigað á Palestínumenn.



Hugsaðu um þetta - og taktu eftir að ég er ekki byrjaður að ræða nýleg barnamorð ísraelsku leynskyttanna.


Tengdar fréttir




Skoðun

Sjá meira


×