Gyðingahatur færist í aukana í Þýskalandi og víðar Kjartan Kjartansson skrifar 13. febrúar 2019 15:58 Frá samkomu þýskra gyðinga í borginni Bonn í fyrra. Vísir/EPA Þýsk yfirvöld segja að glæpum sem tengjast andúð á gyðingum hafi fjölgað um 10% árið 2018 frá árinu á undan. Líkamsárásum vegna gyðingahaturs hefur einnig fjölgað um 60% á sama tíma. Franskir stjórnmálamenn gagnrýndu vaxandi gyðingaandúð þar í landi um helgina. Samkvæmt tölum þýskra yfirvalda voru 1.646 brot sem tengjast gyðingahatri framin í landinu í fyrra. Þau útiloka ekki að sú tala eigi eftir að hækka þegar öll gögn liggja fyrir. Þá fjölgaði líkamsárásum úr 37 árið 2017 í 62 í fyrra, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Samtök gyðinga hafa varað við vaxandi gyðingahatri og andúð á öðrum minnihlutahópum í röðum hægriöfgasamtaka. Það er ekki bundið við Þýskaland því Christophe Castaner, innanríkisráðherra Frakklands, fullyrti að gyðingahatur dreifði sér nú „eins og eitur“ þar í landi. Brotum sem tengjast andúð á gyðingum hefur einnig fjölgað í Frakklandi. Hakakrossar voru meðal annars krotaðir á myndir af eftirlifanda helfararinnar í miðborg Parísar um helgina. Í Bretlandi hefur mikil umræða farið fram um fordóma og andúð á gyðingum innan Verkamannaflokksins sem Jeremy Corbyn, leiðtogi flokksins, hefur verið sakaður um að láta óátalda.Trump krafðist afsagnar þingkonu vegna ummæla um áhrif gyðinga Töluverð umræða um gyðingaandúð hefur einnig sprottið upp í Bandaríkjunum eftir að Ilhan Omar, ný þingkona demókrata og önnur tveggja fyrstu múslimakvennanna á Bandaríkjaþingi, þurfti að biðjast afsökunar á ummælum sínum um áhrif þrýstihóps fyrir ísraelsk stjórnvöld. Hún hafði tíst að stuðningur Bandaríkjastjórnar við Ísrael mætti rekja til peninga frá þrýstihópnum. „Þetta snýst allt um peningaseðlana, elskan,“ tísti Omar. Donald Trump forseti krafðist afsagnar Omar, annað hvort sem þingmanns eða fulltrúa í utanríkismálanefnd fulltrúadeildarinnar. Fullyrti hann að ekkert pláss væri fyrir gyðingaandúð á Bandaríkjaþingi. Hann hefur þó sjálfur ítrekað haft uppi gamalgrónar aðdróttanir um gyðinga og meintar tilraunir þeirra til að stjórna heiminum í krafti peninga í ræðu og riti, að sögn New York Times. „Þið munuð ekki styðja mig vegna þess að ég vil ekki peningana ykkar. Þið viljið stjórnar stjórnmálamönnunum ykkar, það er allt í góðu,“ sagði Trump meðal annars við hóp gyðinga í Repúblikanaflokknum árið 2015. Í júlí árið eftir áframtísti þáverandi forsetaframbjóðandinn mynd af Hillary Clinton, mótframbjóðanda sínum, þar sem andlit hennar sást yfir peningastafla með sexhyrndri Davíðsstjörnu sem í stóð „Spilltasti frambjóðandi allra tíma“. Trump hefur einnig gefið samsæriskenningum um að George Soros, ungversk ættaði auðkýfingurinn, standi að baki komu innflytjenda til Bandaríkjanna frá Mið-Ameríku undir fótinn. Soros er gyðingur og hefur orðið að skotspón hægriöfgamanna og gyðingahatara undanfarin ár. Bandaríkin Bretland Frakkland Þýskaland Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Þýsk yfirvöld segja að glæpum sem tengjast andúð á gyðingum hafi fjölgað um 10% árið 2018 frá árinu á undan. Líkamsárásum vegna gyðingahaturs hefur einnig fjölgað um 60% á sama tíma. Franskir stjórnmálamenn gagnrýndu vaxandi gyðingaandúð þar í landi um helgina. Samkvæmt tölum þýskra yfirvalda voru 1.646 brot sem tengjast gyðingahatri framin í landinu í fyrra. Þau útiloka ekki að sú tala eigi eftir að hækka þegar öll gögn liggja fyrir. Þá fjölgaði líkamsárásum úr 37 árið 2017 í 62 í fyrra, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Samtök gyðinga hafa varað við vaxandi gyðingahatri og andúð á öðrum minnihlutahópum í röðum hægriöfgasamtaka. Það er ekki bundið við Þýskaland því Christophe Castaner, innanríkisráðherra Frakklands, fullyrti að gyðingahatur dreifði sér nú „eins og eitur“ þar í landi. Brotum sem tengjast andúð á gyðingum hefur einnig fjölgað í Frakklandi. Hakakrossar voru meðal annars krotaðir á myndir af eftirlifanda helfararinnar í miðborg Parísar um helgina. Í Bretlandi hefur mikil umræða farið fram um fordóma og andúð á gyðingum innan Verkamannaflokksins sem Jeremy Corbyn, leiðtogi flokksins, hefur verið sakaður um að láta óátalda.Trump krafðist afsagnar þingkonu vegna ummæla um áhrif gyðinga Töluverð umræða um gyðingaandúð hefur einnig sprottið upp í Bandaríkjunum eftir að Ilhan Omar, ný þingkona demókrata og önnur tveggja fyrstu múslimakvennanna á Bandaríkjaþingi, þurfti að biðjast afsökunar á ummælum sínum um áhrif þrýstihóps fyrir ísraelsk stjórnvöld. Hún hafði tíst að stuðningur Bandaríkjastjórnar við Ísrael mætti rekja til peninga frá þrýstihópnum. „Þetta snýst allt um peningaseðlana, elskan,“ tísti Omar. Donald Trump forseti krafðist afsagnar Omar, annað hvort sem þingmanns eða fulltrúa í utanríkismálanefnd fulltrúadeildarinnar. Fullyrti hann að ekkert pláss væri fyrir gyðingaandúð á Bandaríkjaþingi. Hann hefur þó sjálfur ítrekað haft uppi gamalgrónar aðdróttanir um gyðinga og meintar tilraunir þeirra til að stjórna heiminum í krafti peninga í ræðu og riti, að sögn New York Times. „Þið munuð ekki styðja mig vegna þess að ég vil ekki peningana ykkar. Þið viljið stjórnar stjórnmálamönnunum ykkar, það er allt í góðu,“ sagði Trump meðal annars við hóp gyðinga í Repúblikanaflokknum árið 2015. Í júlí árið eftir áframtísti þáverandi forsetaframbjóðandinn mynd af Hillary Clinton, mótframbjóðanda sínum, þar sem andlit hennar sást yfir peningastafla með sexhyrndri Davíðsstjörnu sem í stóð „Spilltasti frambjóðandi allra tíma“. Trump hefur einnig gefið samsæriskenningum um að George Soros, ungversk ættaði auðkýfingurinn, standi að baki komu innflytjenda til Bandaríkjanna frá Mið-Ameríku undir fótinn. Soros er gyðingur og hefur orðið að skotspón hægriöfgamanna og gyðingahatara undanfarin ár.
Bandaríkin Bretland Frakkland Þýskaland Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira