Hvert er planið? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 12. febrúar 2019 07:00 Nú er orðið ljóst að tilraunir Theresu May til að ná fram meirihluta í breska þinginu fyrir þeim samningi sem hún gerði við Evrópusambandið eru fullreyndar. Eftir örfáar vikur mun Bretland ganga út úr Evrópusambandinu án samnings nema að viðbótarfrestur verði veittur til frekari viðræðna. Það hefur verið átakanlegt að horfa upp á fyrrverandi stórveldið Bretland í þessum aðstæðum. Líkt og stefnulaust rekald í boði popúlista til hægri og vinstri. En að öllu óbreyttu blasir við svokallað „hart Brexit“. Við í Viðreisn höfum þráspurt forsætisráðherra og utanríkisráðherra hvaða ráðstafanir íslenska ríkisstjórnin hafi gert við þessar aðstæður og hvort þingið gæti verið upplýst um þær ráðstafanir. Svörin hafa verið dræm og þau fáu svör sem hafa borist eru máttlaus. Enginn metnaður um að halda sömu réttindum að lágmarki og EES-samningurinn veitir landsmönnum um frjálsa för fólks, hvort sem um námsmenn er að ræða eða þau sem í atvinnulífinu starfa. Bara metnaður til lágmarkstryggingar réttinda, líkt og kynnt hefur verið. Ekkert meira. Samt var utanríkisráðherra búinn að gefa fyrirheit um betri stöðu eftir Brexit. Þetta sýnir svart á hvítu að krafan um að samningsmarkmiðin verði kynnt er orðin brýn.Útganga án samnings Verði hörð útganga Breta úr ESB að veruleika eftir tæpa 50 daga þarf hvert skref sem við Íslendingar tökum að liggja skýrt fyrir. Það er ekki svo. Þó er sýnu verra að fá svör hafa borist um hvernig við ætlum að verja hagsmuni okkar á mikilvægum sviðum eins og í sjávarútvegi. Hvernig við tryggjum að íslenskar sjávarafurðir geti óhindrað farið frá umskipunarhöfnum Breta yfir til Evrópu án aukins tilkostnaðar og hugsanlegs tjóns fyrir íslenskan sjávarútveg og atvinnulíf. Að sama skapi er afar brýnt að tryggja óheftan aðgang íslenskra borgara til áframhaldandi búsetu eftir útgöngu og að stunda þar nám. Galgopalegar yfirlýsingar menntamálaráðherra um nám í Bretlandi hefðu mátt litast af meiri varkárni, raunsæi og hagsmunagæslu fyrir hönd námsmanna. Það þarf reyndar ekki djúpa skoðun til þess að sjá að hagsmunum Íslands er betur borgið með því að fylgja öðrum Norðurlöndum í samstarfi innan Evrópusambandsins fremur en að elta Breta. Ríkisstjórn Íslands er ein ríkisstjórna á Norðurlöndum sem ekki hefur gefið skýra og ótvíræða yfirlýsingu um það val. Vissulega hefur hún ekki sagt berum orðum að hún ætli að fylgja Bretum en í umræðunni endurvarpar hún í síbylju frösum þeirra sem standa lengst til hægri í breska Íhaldsflokknum og breska Sjálfstæðisflokknum. Líkt og tilteknir ráðherrar ríkisstjórnarinnar vilji sýna að þeir séu meiri Brexitsinnar en Brexitsinnarnir sjálfir.Tal, hjal og heimabrúk Tækifærin umtöluðu sem utanríkisráðherra sá í Brexit fyrir Íslands hönd hafa ekki komið á daginn enda allt slíkt tal til heimabrúks fyrir hverfafélög og harðlínumenn. Þessi leikjafræði kemur í sjálfu sér ekki á óvart þegar litið er á hverjir eiga hér í hlut. Einnig að í evrópsku samhengi velur Sjálfstæðisflokkurinn frekar að starfa með breska íhaldsflokknum en systurflokkum á Norðurlöndum. En að móta með þessum hætti utanríkisstefnu Íslands er sýnu alvarlegra þegar horft er til þróunar og ástands alþjóðamála. Hvert plan ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er er enn allt á huldu. Hún ætlar hins vegar að vona hið besta, að þetta reddist á endanum. Hefur það einhvern tímann klikkað? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Að búa til steind getur haft skelfilegar afleiðingar! Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Nú er orðið ljóst að tilraunir Theresu May til að ná fram meirihluta í breska þinginu fyrir þeim samningi sem hún gerði við Evrópusambandið eru fullreyndar. Eftir örfáar vikur mun Bretland ganga út úr Evrópusambandinu án samnings nema að viðbótarfrestur verði veittur til frekari viðræðna. Það hefur verið átakanlegt að horfa upp á fyrrverandi stórveldið Bretland í þessum aðstæðum. Líkt og stefnulaust rekald í boði popúlista til hægri og vinstri. En að öllu óbreyttu blasir við svokallað „hart Brexit“. Við í Viðreisn höfum þráspurt forsætisráðherra og utanríkisráðherra hvaða ráðstafanir íslenska ríkisstjórnin hafi gert við þessar aðstæður og hvort þingið gæti verið upplýst um þær ráðstafanir. Svörin hafa verið dræm og þau fáu svör sem hafa borist eru máttlaus. Enginn metnaður um að halda sömu réttindum að lágmarki og EES-samningurinn veitir landsmönnum um frjálsa för fólks, hvort sem um námsmenn er að ræða eða þau sem í atvinnulífinu starfa. Bara metnaður til lágmarkstryggingar réttinda, líkt og kynnt hefur verið. Ekkert meira. Samt var utanríkisráðherra búinn að gefa fyrirheit um betri stöðu eftir Brexit. Þetta sýnir svart á hvítu að krafan um að samningsmarkmiðin verði kynnt er orðin brýn.Útganga án samnings Verði hörð útganga Breta úr ESB að veruleika eftir tæpa 50 daga þarf hvert skref sem við Íslendingar tökum að liggja skýrt fyrir. Það er ekki svo. Þó er sýnu verra að fá svör hafa borist um hvernig við ætlum að verja hagsmuni okkar á mikilvægum sviðum eins og í sjávarútvegi. Hvernig við tryggjum að íslenskar sjávarafurðir geti óhindrað farið frá umskipunarhöfnum Breta yfir til Evrópu án aukins tilkostnaðar og hugsanlegs tjóns fyrir íslenskan sjávarútveg og atvinnulíf. Að sama skapi er afar brýnt að tryggja óheftan aðgang íslenskra borgara til áframhaldandi búsetu eftir útgöngu og að stunda þar nám. Galgopalegar yfirlýsingar menntamálaráðherra um nám í Bretlandi hefðu mátt litast af meiri varkárni, raunsæi og hagsmunagæslu fyrir hönd námsmanna. Það þarf reyndar ekki djúpa skoðun til þess að sjá að hagsmunum Íslands er betur borgið með því að fylgja öðrum Norðurlöndum í samstarfi innan Evrópusambandsins fremur en að elta Breta. Ríkisstjórn Íslands er ein ríkisstjórna á Norðurlöndum sem ekki hefur gefið skýra og ótvíræða yfirlýsingu um það val. Vissulega hefur hún ekki sagt berum orðum að hún ætli að fylgja Bretum en í umræðunni endurvarpar hún í síbylju frösum þeirra sem standa lengst til hægri í breska Íhaldsflokknum og breska Sjálfstæðisflokknum. Líkt og tilteknir ráðherrar ríkisstjórnarinnar vilji sýna að þeir séu meiri Brexitsinnar en Brexitsinnarnir sjálfir.Tal, hjal og heimabrúk Tækifærin umtöluðu sem utanríkisráðherra sá í Brexit fyrir Íslands hönd hafa ekki komið á daginn enda allt slíkt tal til heimabrúks fyrir hverfafélög og harðlínumenn. Þessi leikjafræði kemur í sjálfu sér ekki á óvart þegar litið er á hverjir eiga hér í hlut. Einnig að í evrópsku samhengi velur Sjálfstæðisflokkurinn frekar að starfa með breska íhaldsflokknum en systurflokkum á Norðurlöndum. En að móta með þessum hætti utanríkisstefnu Íslands er sýnu alvarlegra þegar horft er til þróunar og ástands alþjóðamála. Hvert plan ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er er enn allt á huldu. Hún ætlar hins vegar að vona hið besta, að þetta reddist á endanum. Hefur það einhvern tímann klikkað?
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar