Útvarpssendarnir eru ekki hættulegir fólki Garðar Örn Úlfarsson skrifar 19. mars 2019 06:45 Tíu metra hátt fjarskiptamastur er á Úlfarsfelli í dag. Nýja mastrið verður 50 metra hátt en uppsetningin hefur skapað deilur. Fréttablaðið/Vilhelm „Almenningur á að njóta vafans þótt þetta sé langt frá því að vera hættulegt,“ segir Elísabet D. Ólafsdóttir, aðstoðarforstjóri Geislavarna ríkisins, aðspurð um hugsanlega skaðsemi vegna geislunar frá fjarskiptamastri á Úlfarsfelli. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær samþykkti borgarráð deiliskipulag sem felur í sér uppsetningu á 50 metra háu fjarskiptamastri á Úlfarsfelli. „Að reisa 50 metra hátt stálmastur hlaðið tækjabúnaði sem sendir frá sér slíka geislun að búnaðurinn var tekinn niður í Kópavogi vegna nálægðar við íbúðahverfi er forkastanlegt,“ bókaði Vigdís Hauksdóttir, áheyrnarfulltrúi Miðflokksins. Áhyggjur Vigdísar voru í gær ræddar á Facebook-síðu Eðlisfræðifélags Íslands. Þar segir að ekki þurfi að óttast útvarps- eða örbylgjur. „Rétt eins og með bóluefni hafa þó sprottið upp réttmætar vangaveltur um mögulega skaðsemi útvarpsgeisla. Rétt eins og með bóluefni hafa því verið gerðar ítarlegar rannsóknir á mögulegum venslum örbylgju- og útvarpsgeislunar við heilsubresti fólks. Rétt eins og með bóluefni eru niðurstöðurnar á þann veg að engin markverð vensl hafa fundist þrátt fyrir ítarlega leit,“ segir á síðu Eðlisfræðifélagsins. Elísabet segir að á árinu 2014 hafi að kröfu Geislavarna ríkisins verið sett upp girðing í átta metra fjarlægð frá núverandi fjarskiptamastri á Úlfarsfelli eftir að mæling sýndi gildi nærri viðmiðunarmörkum. Hún undirstrikar að viðmiðunarmörk séu alls ekki það sama og hættumörk. „Þetta þýðir bara að fólk má ekki vera þar að staðaldri. En það er ekki vísindalega staðfest að þetta valdi hættu,“ ítrekar Elísabet. Vigdís segir að almenningur eigi að njóta vafans. „Það er enginn óskeikull,“ bendir borgarfulltrúinn á. Málið eigi sér rætur allt aftur til ársins 2012 er mastur hafi verið sett upp í óleyfi á Úlfarsfelli. „Ég bara vísa í umsagnir þar sem er varað við því að hafa þetta svona nálægt byggð og það voru mikil mótmæli gegn þessu í Kópavogi á sínum tíma,“ segir Vigdís. Að auki muni fylgja gríðarleg sjónmengun. „Við erum að tala um risamastur uppi á toppi.“ Baldur Borgþórsson, áheyrnarfulltrúi Miðflokksins í skipulags- og samgönguráði, segir gagnrýnivert að þrátt fyrir faglegt mat um að besta staðsetningin fyrir mastrið væri í Þverfellshorni í Esjunni hafi borgin elt hagsmuni einkaaðila fram yfir hagsmuni íbúa. Sérstaklega sé ámælisvert að ein rökin í málinu séu að þegar væri búnaður á Úlfarsfelli. Sá búnaður hafi verið settur upp í óleyfi. Baldur vísar til mælinganna sem gerðar voru á Úlfarsfelli og nefndar eru hér að framan. Ekki sé undarlegt að íbúarnir séu tortryggnir. „Það virðist enginn vera að tala máli borgaranna þannig að ég tók það að mér.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Vigdís óttast geislun af mastri á Úlfarsfelli Meirihlutinn í borgarráði Reykjavíkur fagnar því að fjarskiptaþjónusta verði loks tryggð með fullnægjandi hætti með nýju deiliskipulagi á Úlfarsfelli. Fulltrúi Miðflokksins óttast áhrif geislunar á íbúa í nágrenninu. Meirihlutinn vísar á bug "hræðsluáróðri, rangfærslum og dylgjum“. 18. mars 2019 08:00 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Sjá meira
„Almenningur á að njóta vafans þótt þetta sé langt frá því að vera hættulegt,“ segir Elísabet D. Ólafsdóttir, aðstoðarforstjóri Geislavarna ríkisins, aðspurð um hugsanlega skaðsemi vegna geislunar frá fjarskiptamastri á Úlfarsfelli. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær samþykkti borgarráð deiliskipulag sem felur í sér uppsetningu á 50 metra háu fjarskiptamastri á Úlfarsfelli. „Að reisa 50 metra hátt stálmastur hlaðið tækjabúnaði sem sendir frá sér slíka geislun að búnaðurinn var tekinn niður í Kópavogi vegna nálægðar við íbúðahverfi er forkastanlegt,“ bókaði Vigdís Hauksdóttir, áheyrnarfulltrúi Miðflokksins. Áhyggjur Vigdísar voru í gær ræddar á Facebook-síðu Eðlisfræðifélags Íslands. Þar segir að ekki þurfi að óttast útvarps- eða örbylgjur. „Rétt eins og með bóluefni hafa þó sprottið upp réttmætar vangaveltur um mögulega skaðsemi útvarpsgeisla. Rétt eins og með bóluefni hafa því verið gerðar ítarlegar rannsóknir á mögulegum venslum örbylgju- og útvarpsgeislunar við heilsubresti fólks. Rétt eins og með bóluefni eru niðurstöðurnar á þann veg að engin markverð vensl hafa fundist þrátt fyrir ítarlega leit,“ segir á síðu Eðlisfræðifélagsins. Elísabet segir að á árinu 2014 hafi að kröfu Geislavarna ríkisins verið sett upp girðing í átta metra fjarlægð frá núverandi fjarskiptamastri á Úlfarsfelli eftir að mæling sýndi gildi nærri viðmiðunarmörkum. Hún undirstrikar að viðmiðunarmörk séu alls ekki það sama og hættumörk. „Þetta þýðir bara að fólk má ekki vera þar að staðaldri. En það er ekki vísindalega staðfest að þetta valdi hættu,“ ítrekar Elísabet. Vigdís segir að almenningur eigi að njóta vafans. „Það er enginn óskeikull,“ bendir borgarfulltrúinn á. Málið eigi sér rætur allt aftur til ársins 2012 er mastur hafi verið sett upp í óleyfi á Úlfarsfelli. „Ég bara vísa í umsagnir þar sem er varað við því að hafa þetta svona nálægt byggð og það voru mikil mótmæli gegn þessu í Kópavogi á sínum tíma,“ segir Vigdís. Að auki muni fylgja gríðarleg sjónmengun. „Við erum að tala um risamastur uppi á toppi.“ Baldur Borgþórsson, áheyrnarfulltrúi Miðflokksins í skipulags- og samgönguráði, segir gagnrýnivert að þrátt fyrir faglegt mat um að besta staðsetningin fyrir mastrið væri í Þverfellshorni í Esjunni hafi borgin elt hagsmuni einkaaðila fram yfir hagsmuni íbúa. Sérstaklega sé ámælisvert að ein rökin í málinu séu að þegar væri búnaður á Úlfarsfelli. Sá búnaður hafi verið settur upp í óleyfi. Baldur vísar til mælinganna sem gerðar voru á Úlfarsfelli og nefndar eru hér að framan. Ekki sé undarlegt að íbúarnir séu tortryggnir. „Það virðist enginn vera að tala máli borgaranna þannig að ég tók það að mér.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Vigdís óttast geislun af mastri á Úlfarsfelli Meirihlutinn í borgarráði Reykjavíkur fagnar því að fjarskiptaþjónusta verði loks tryggð með fullnægjandi hætti með nýju deiliskipulagi á Úlfarsfelli. Fulltrúi Miðflokksins óttast áhrif geislunar á íbúa í nágrenninu. Meirihlutinn vísar á bug "hræðsluáróðri, rangfærslum og dylgjum“. 18. mars 2019 08:00 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Sjá meira
Vigdís óttast geislun af mastri á Úlfarsfelli Meirihlutinn í borgarráði Reykjavíkur fagnar því að fjarskiptaþjónusta verði loks tryggð með fullnægjandi hætti með nýju deiliskipulagi á Úlfarsfelli. Fulltrúi Miðflokksins óttast áhrif geislunar á íbúa í nágrenninu. Meirihlutinn vísar á bug "hræðsluáróðri, rangfærslum og dylgjum“. 18. mars 2019 08:00