Sveinn Andri: Skilaboð um að stjórnmálamenn skipti sér sem minnst af skipun dómara Atli Ísleifsson skrifar 13. mars 2019 21:00 Sveinn Andri Sveinsson segist hafa verið lengi í bransanum en aldrei séð aðra eins óreiðu í réttarkerfinu. vísir/vilhelm Sveinn Andri Sveinsson lögmaður segir ófremdarástand ríkja í landinu eins og staðan er í dag þar sem ekkert áfrýjunarstig sé í landinu. Þá segist hann hafa verið lengi í bransanum en aldrei séð aðra eins óreiðu í réttarkerfinu. Sveinn Andri var gestur í Reykjavík síðdegis þar sem hann ræddi afsögn Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra og stöðuna í íslensku réttarkerfi í kjölfar dóms Mannréttindadómstólsins. „Þetta eru skilaboð frá Mannréttindadómstólnum um það að stjórnmálamenn eigi að hafa sem allra, allra minnsta aðkomu að því að skipa dómara,“ segir Sveinn Andri. Ekkert áfrýjunarstig Lögmaðurinn segir ófremdarstand ríkja þar sem ekkert áfrýjunarstig sé í landinu. „Landsréttur hefur tilkynnt að það verði ekki kveðnir upp neinir dómar eða úrskurðir. Það leiðir auðvitað til ákveðinna akútvandamála vegna þess að það er ekki bara verið að áfrýja þarna dómum, það er verið að kæra til réttarins alls kyns úrskurði sem þurfa hraða afgreiðslu. Að því leyti er þetta ófremdarástand. Svo er ákveðin óvissa um mál sem eru á dagskrá réttarins framundan. Við erum nokkrir kollegar með eitt mál í flutningi á þriðjudaginn. Við vitum ekki hvort að Landsréttur muni breyta þeirri dagsetningu og hvort sú aðalmeðferð fellur niður. Þetta er mikil óvissa. Lögmenn tala saman og menn bera saman bækur sínar og það er alls staðar sama sagan, að minnsta kosti hjá lögmönnum sem eru í sakamálunum, að viðskiptavinir eru farnir að banka upp á og tékka á hvort að dómar sem hafi gengið, og er ekki búið að afplána, hvort að möguleiki sé að óska eftir endurupptöku á þeim málum. Þetta er það sem þeir sem starfa sem verjendur eru að skoða þessa stundina,“ segir Sveinn Andri. Sigríður Andersen sagðist ætla að stíga tímabundið til hliðar á blaðamannafundi fyrr í dag.Vísir/Vilhelm Gild sjónarmið Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, velti því upp í gær hvort að skipa þyrfti alla dómarana við Landsrétt upp á nýtt, eftir dóm. Sveinn Andri segir þetta góð og gild sjónarmið sem þar komi fram og eitthvað sem þurfi að skoða. „Það er niðurstaða Mannréttindadómstólsins, sem er mjög rökrétt, að það hefði ekki verið lagaheimild til að greiða atkvæði um alla [dómarana] í einu. Það hefði þurft að kjósa um hvern og einn og þar með og þar með eru þeir ekki kosnir í Landsrétt lögum samkvæmt. Þetta er alveg „valid“ [í. gild] sjónarmið að það þurfi að endurskipuleggja þetta. En „bottom line“ [í. aðalatriðið] er að það er algerlega fráleitt að ætla að una þessu ástandi í eitt, tvö ár á meðal einhver efri deild er að skoða málið. Það kemur ekki til greina að áfrýja þessum úrskurði og setja málið á eitthvað „hold“ [í. bið] og áfram í óvissu.“ Hann segir að stjórnvöld þurfi nú að einhenda sér í að koma lagi á þessi mál. Óvissan sé óviðunandi.Hlusta má á viðtalið við Svein Andra í heild sinni að neðan. Dómstólar Landsréttarmálið Reykjavík síðdegis Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Sveinn Andri Sveinsson lögmaður segir ófremdarástand ríkja í landinu eins og staðan er í dag þar sem ekkert áfrýjunarstig sé í landinu. Þá segist hann hafa verið lengi í bransanum en aldrei séð aðra eins óreiðu í réttarkerfinu. Sveinn Andri var gestur í Reykjavík síðdegis þar sem hann ræddi afsögn Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra og stöðuna í íslensku réttarkerfi í kjölfar dóms Mannréttindadómstólsins. „Þetta eru skilaboð frá Mannréttindadómstólnum um það að stjórnmálamenn eigi að hafa sem allra, allra minnsta aðkomu að því að skipa dómara,“ segir Sveinn Andri. Ekkert áfrýjunarstig Lögmaðurinn segir ófremdarstand ríkja þar sem ekkert áfrýjunarstig sé í landinu. „Landsréttur hefur tilkynnt að það verði ekki kveðnir upp neinir dómar eða úrskurðir. Það leiðir auðvitað til ákveðinna akútvandamála vegna þess að það er ekki bara verið að áfrýja þarna dómum, það er verið að kæra til réttarins alls kyns úrskurði sem þurfa hraða afgreiðslu. Að því leyti er þetta ófremdarástand. Svo er ákveðin óvissa um mál sem eru á dagskrá réttarins framundan. Við erum nokkrir kollegar með eitt mál í flutningi á þriðjudaginn. Við vitum ekki hvort að Landsréttur muni breyta þeirri dagsetningu og hvort sú aðalmeðferð fellur niður. Þetta er mikil óvissa. Lögmenn tala saman og menn bera saman bækur sínar og það er alls staðar sama sagan, að minnsta kosti hjá lögmönnum sem eru í sakamálunum, að viðskiptavinir eru farnir að banka upp á og tékka á hvort að dómar sem hafi gengið, og er ekki búið að afplána, hvort að möguleiki sé að óska eftir endurupptöku á þeim málum. Þetta er það sem þeir sem starfa sem verjendur eru að skoða þessa stundina,“ segir Sveinn Andri. Sigríður Andersen sagðist ætla að stíga tímabundið til hliðar á blaðamannafundi fyrr í dag.Vísir/Vilhelm Gild sjónarmið Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, velti því upp í gær hvort að skipa þyrfti alla dómarana við Landsrétt upp á nýtt, eftir dóm. Sveinn Andri segir þetta góð og gild sjónarmið sem þar komi fram og eitthvað sem þurfi að skoða. „Það er niðurstaða Mannréttindadómstólsins, sem er mjög rökrétt, að það hefði ekki verið lagaheimild til að greiða atkvæði um alla [dómarana] í einu. Það hefði þurft að kjósa um hvern og einn og þar með og þar með eru þeir ekki kosnir í Landsrétt lögum samkvæmt. Þetta er alveg „valid“ [í. gild] sjónarmið að það þurfi að endurskipuleggja þetta. En „bottom line“ [í. aðalatriðið] er að það er algerlega fráleitt að ætla að una þessu ástandi í eitt, tvö ár á meðal einhver efri deild er að skoða málið. Það kemur ekki til greina að áfrýja þessum úrskurði og setja málið á eitthvað „hold“ [í. bið] og áfram í óvissu.“ Hann segir að stjórnvöld þurfi nú að einhenda sér í að koma lagi á þessi mál. Óvissan sé óviðunandi.Hlusta má á viðtalið við Svein Andra í heild sinni að neðan.
Dómstólar Landsréttarmálið Reykjavík síðdegis Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira