Sveinn Andri: Skilaboð um að stjórnmálamenn skipti sér sem minnst af skipun dómara Atli Ísleifsson skrifar 13. mars 2019 21:00 Sveinn Andri Sveinsson segist hafa verið lengi í bransanum en aldrei séð aðra eins óreiðu í réttarkerfinu. vísir/vilhelm Sveinn Andri Sveinsson lögmaður segir ófremdarástand ríkja í landinu eins og staðan er í dag þar sem ekkert áfrýjunarstig sé í landinu. Þá segist hann hafa verið lengi í bransanum en aldrei séð aðra eins óreiðu í réttarkerfinu. Sveinn Andri var gestur í Reykjavík síðdegis þar sem hann ræddi afsögn Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra og stöðuna í íslensku réttarkerfi í kjölfar dóms Mannréttindadómstólsins. „Þetta eru skilaboð frá Mannréttindadómstólnum um það að stjórnmálamenn eigi að hafa sem allra, allra minnsta aðkomu að því að skipa dómara,“ segir Sveinn Andri. Ekkert áfrýjunarstig Lögmaðurinn segir ófremdarstand ríkja þar sem ekkert áfrýjunarstig sé í landinu. „Landsréttur hefur tilkynnt að það verði ekki kveðnir upp neinir dómar eða úrskurðir. Það leiðir auðvitað til ákveðinna akútvandamála vegna þess að það er ekki bara verið að áfrýja þarna dómum, það er verið að kæra til réttarins alls kyns úrskurði sem þurfa hraða afgreiðslu. Að því leyti er þetta ófremdarástand. Svo er ákveðin óvissa um mál sem eru á dagskrá réttarins framundan. Við erum nokkrir kollegar með eitt mál í flutningi á þriðjudaginn. Við vitum ekki hvort að Landsréttur muni breyta þeirri dagsetningu og hvort sú aðalmeðferð fellur niður. Þetta er mikil óvissa. Lögmenn tala saman og menn bera saman bækur sínar og það er alls staðar sama sagan, að minnsta kosti hjá lögmönnum sem eru í sakamálunum, að viðskiptavinir eru farnir að banka upp á og tékka á hvort að dómar sem hafi gengið, og er ekki búið að afplána, hvort að möguleiki sé að óska eftir endurupptöku á þeim málum. Þetta er það sem þeir sem starfa sem verjendur eru að skoða þessa stundina,“ segir Sveinn Andri. Sigríður Andersen sagðist ætla að stíga tímabundið til hliðar á blaðamannafundi fyrr í dag.Vísir/Vilhelm Gild sjónarmið Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, velti því upp í gær hvort að skipa þyrfti alla dómarana við Landsrétt upp á nýtt, eftir dóm. Sveinn Andri segir þetta góð og gild sjónarmið sem þar komi fram og eitthvað sem þurfi að skoða. „Það er niðurstaða Mannréttindadómstólsins, sem er mjög rökrétt, að það hefði ekki verið lagaheimild til að greiða atkvæði um alla [dómarana] í einu. Það hefði þurft að kjósa um hvern og einn og þar með og þar með eru þeir ekki kosnir í Landsrétt lögum samkvæmt. Þetta er alveg „valid“ [í. gild] sjónarmið að það þurfi að endurskipuleggja þetta. En „bottom line“ [í. aðalatriðið] er að það er algerlega fráleitt að ætla að una þessu ástandi í eitt, tvö ár á meðal einhver efri deild er að skoða málið. Það kemur ekki til greina að áfrýja þessum úrskurði og setja málið á eitthvað „hold“ [í. bið] og áfram í óvissu.“ Hann segir að stjórnvöld þurfi nú að einhenda sér í að koma lagi á þessi mál. Óvissan sé óviðunandi.Hlusta má á viðtalið við Svein Andra í heild sinni að neðan. Dómstólar Landsréttarmálið Reykjavík síðdegis Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Sveinn Andri Sveinsson lögmaður segir ófremdarástand ríkja í landinu eins og staðan er í dag þar sem ekkert áfrýjunarstig sé í landinu. Þá segist hann hafa verið lengi í bransanum en aldrei séð aðra eins óreiðu í réttarkerfinu. Sveinn Andri var gestur í Reykjavík síðdegis þar sem hann ræddi afsögn Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra og stöðuna í íslensku réttarkerfi í kjölfar dóms Mannréttindadómstólsins. „Þetta eru skilaboð frá Mannréttindadómstólnum um það að stjórnmálamenn eigi að hafa sem allra, allra minnsta aðkomu að því að skipa dómara,“ segir Sveinn Andri. Ekkert áfrýjunarstig Lögmaðurinn segir ófremdarstand ríkja þar sem ekkert áfrýjunarstig sé í landinu. „Landsréttur hefur tilkynnt að það verði ekki kveðnir upp neinir dómar eða úrskurðir. Það leiðir auðvitað til ákveðinna akútvandamála vegna þess að það er ekki bara verið að áfrýja þarna dómum, það er verið að kæra til réttarins alls kyns úrskurði sem þurfa hraða afgreiðslu. Að því leyti er þetta ófremdarástand. Svo er ákveðin óvissa um mál sem eru á dagskrá réttarins framundan. Við erum nokkrir kollegar með eitt mál í flutningi á þriðjudaginn. Við vitum ekki hvort að Landsréttur muni breyta þeirri dagsetningu og hvort sú aðalmeðferð fellur niður. Þetta er mikil óvissa. Lögmenn tala saman og menn bera saman bækur sínar og það er alls staðar sama sagan, að minnsta kosti hjá lögmönnum sem eru í sakamálunum, að viðskiptavinir eru farnir að banka upp á og tékka á hvort að dómar sem hafi gengið, og er ekki búið að afplána, hvort að möguleiki sé að óska eftir endurupptöku á þeim málum. Þetta er það sem þeir sem starfa sem verjendur eru að skoða þessa stundina,“ segir Sveinn Andri. Sigríður Andersen sagðist ætla að stíga tímabundið til hliðar á blaðamannafundi fyrr í dag.Vísir/Vilhelm Gild sjónarmið Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, velti því upp í gær hvort að skipa þyrfti alla dómarana við Landsrétt upp á nýtt, eftir dóm. Sveinn Andri segir þetta góð og gild sjónarmið sem þar komi fram og eitthvað sem þurfi að skoða. „Það er niðurstaða Mannréttindadómstólsins, sem er mjög rökrétt, að það hefði ekki verið lagaheimild til að greiða atkvæði um alla [dómarana] í einu. Það hefði þurft að kjósa um hvern og einn og þar með og þar með eru þeir ekki kosnir í Landsrétt lögum samkvæmt. Þetta er alveg „valid“ [í. gild] sjónarmið að það þurfi að endurskipuleggja þetta. En „bottom line“ [í. aðalatriðið] er að það er algerlega fráleitt að ætla að una þessu ástandi í eitt, tvö ár á meðal einhver efri deild er að skoða málið. Það kemur ekki til greina að áfrýja þessum úrskurði og setja málið á eitthvað „hold“ [í. bið] og áfram í óvissu.“ Hann segir að stjórnvöld þurfi nú að einhenda sér í að koma lagi á þessi mál. Óvissan sé óviðunandi.Hlusta má á viðtalið við Svein Andra í heild sinni að neðan.
Dómstólar Landsréttarmálið Reykjavík síðdegis Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent