Sigríður og Alþingi brutu grundvallarreglur réttarríkisins með skipan Landsréttardómara Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. mars 2019 09:03 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Maður sem leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt vann í morgun mál sitt gegn íslenska ríkinu. Fimm dómarar dæmdu honum í hag en tveir skiluðu sératkvæði.Meirihluti dómsins komst að þeirri niðurstöðu að skipan dómara bryti gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem kveðið er á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Dómurinn er harðorður í garð ráðherra. Þar segir að Sigríður hafi við skipan þeirra fjögurra sem hæfisnefndin mat ekki meðal þeirra hæfustu sýnt algjört tillitsleysi varðandi þær reglur sem við áttu. Ferlið hafi því gengið gegn kjarna þeirrar grundvallarreglu að skipan réttarins verður að grundvallast á lögum, sem er ein af grundvallarreglum réttarríkisins. Mannréttindadómstóllinn segir jafnframt að önnur niðurstaða en sú sem dómstóllinn komst að hefði gert grein 6.1, sem snýr að rétti einstaklings til réttlátrar málsmeðferðar, meiningarlausa. Dómstóllinn dæmdi ríkið til að greiða honum 15 þúsund evrur í málskostnað vegna málsins, jafnvirði rúmlega tveggja milljóna króna. Maðurinn, sem dæmdur var í 17 mánaða fangelsi í Landsrétti fyrir margvísleg brot, leitaði til MDE því hann taldi sig ekki hafa fengið réttláta málsmeðferð fyrir Landsrétti þar sem ólöglega hafi verið staðið að skipan Arnfríðar Einarsdóttur sem dómara við réttinn. Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm Landsréttar í máli mannsins í maí á síðasta ári og staðfesti þannig að Arnfríður hefði ekki verið vanhæf til að dæma í málinu. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður mannsins, skaut málinu strax til MDE. Einsdæmi er að mál fái jafn skjóta meðferð hjá dómstólnum. Íslenskir dómstólar hafa dæmt þremur umsækjendum um stöðu dómara við hið nýja dómstig miskabætur og þá hefur íslenska ríkið greitt Jóni Höskuldssyni, héraðsdómara, fjórar milljónir króna í skaðabætur. Arnfríður var ein þeirra fjögurra dómara af fimmtán sem Sigríður Andersen dómsmálaráðherra skipaði við Landsrétt þvert á tillögur hæfnisnefndar. Komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að ráðherrann hefði brotið stjórnsýslulög þar sem Sigríður gerði ekki rannsókn á hæfni þeirra umsækjenda sem hún tók fram yfir þá sem hæfnisnefnd gerði tillögu um. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Skipan dómstóla í Póllandi veki hugrenningatengsl við Ísland Formaður Dómarafélagsins segir afskipti pólskra stjórnvalda af hæstarétti landsins vekja óheppileg hugrenningatengsl við Ísland.Stjórnvöld verði að axla ábyrgð ef áfellisdómur fellur hjá Mannréttindadómstólnum vegna ólögmætrar skipanar dómara við Landsrétt. Orðspor dómskerfisins á Íslandi sé í húfi. 11. júlí 2018 07:00 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Sjá meira
Maður sem leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt vann í morgun mál sitt gegn íslenska ríkinu. Fimm dómarar dæmdu honum í hag en tveir skiluðu sératkvæði.Meirihluti dómsins komst að þeirri niðurstöðu að skipan dómara bryti gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem kveðið er á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Dómurinn er harðorður í garð ráðherra. Þar segir að Sigríður hafi við skipan þeirra fjögurra sem hæfisnefndin mat ekki meðal þeirra hæfustu sýnt algjört tillitsleysi varðandi þær reglur sem við áttu. Ferlið hafi því gengið gegn kjarna þeirrar grundvallarreglu að skipan réttarins verður að grundvallast á lögum, sem er ein af grundvallarreglum réttarríkisins. Mannréttindadómstóllinn segir jafnframt að önnur niðurstaða en sú sem dómstóllinn komst að hefði gert grein 6.1, sem snýr að rétti einstaklings til réttlátrar málsmeðferðar, meiningarlausa. Dómstóllinn dæmdi ríkið til að greiða honum 15 þúsund evrur í málskostnað vegna málsins, jafnvirði rúmlega tveggja milljóna króna. Maðurinn, sem dæmdur var í 17 mánaða fangelsi í Landsrétti fyrir margvísleg brot, leitaði til MDE því hann taldi sig ekki hafa fengið réttláta málsmeðferð fyrir Landsrétti þar sem ólöglega hafi verið staðið að skipan Arnfríðar Einarsdóttur sem dómara við réttinn. Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm Landsréttar í máli mannsins í maí á síðasta ári og staðfesti þannig að Arnfríður hefði ekki verið vanhæf til að dæma í málinu. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður mannsins, skaut málinu strax til MDE. Einsdæmi er að mál fái jafn skjóta meðferð hjá dómstólnum. Íslenskir dómstólar hafa dæmt þremur umsækjendum um stöðu dómara við hið nýja dómstig miskabætur og þá hefur íslenska ríkið greitt Jóni Höskuldssyni, héraðsdómara, fjórar milljónir króna í skaðabætur. Arnfríður var ein þeirra fjögurra dómara af fimmtán sem Sigríður Andersen dómsmálaráðherra skipaði við Landsrétt þvert á tillögur hæfnisnefndar. Komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að ráðherrann hefði brotið stjórnsýslulög þar sem Sigríður gerði ekki rannsókn á hæfni þeirra umsækjenda sem hún tók fram yfir þá sem hæfnisnefnd gerði tillögu um. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Skipan dómstóla í Póllandi veki hugrenningatengsl við Ísland Formaður Dómarafélagsins segir afskipti pólskra stjórnvalda af hæstarétti landsins vekja óheppileg hugrenningatengsl við Ísland.Stjórnvöld verði að axla ábyrgð ef áfellisdómur fellur hjá Mannréttindadómstólnum vegna ólögmætrar skipanar dómara við Landsrétt. Orðspor dómskerfisins á Íslandi sé í húfi. 11. júlí 2018 07:00 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Sjá meira
Skipan dómstóla í Póllandi veki hugrenningatengsl við Ísland Formaður Dómarafélagsins segir afskipti pólskra stjórnvalda af hæstarétti landsins vekja óheppileg hugrenningatengsl við Ísland.Stjórnvöld verði að axla ábyrgð ef áfellisdómur fellur hjá Mannréttindadómstólnum vegna ólögmætrar skipanar dómara við Landsrétt. Orðspor dómskerfisins á Íslandi sé í húfi. 11. júlí 2018 07:00