Flug ET302 tók á loft klukkan 8:38 í morgun og missti samband við flugturn sex mínútum síðar, klukkan 8:44 og hrapaði við borgina Bishoftu sem staðsett er suðaustur af Addis Ababa.
Forstjóri flugfélagsins, Tewolde GebreMariam, sagði í samtali við fréttamenn á blaðamannafundi sem haldinn var í dag að flugstjórinn hafði tilkynnt um tæknilega örðugleika og beðið um að snúa aftur til flugvallarins í Addis Ababa. Þá sagði GebreMariam að flugstjórinn væri fyrirmyndar flugmaður með meira en átta þúsund flugtíma að baki.
Farþegar vélarinnar voru frá 35 ríkjum samkvæmt CNN og voru flestir hinna látnu frá Kenía og Kanda. 32 kenískir ríkisborgarar voru um borð og átján kanadískir. Þá voru níu farþegar frá Eþíópíu, átta frá Bandaríkjunum, Ítalíu og Kína og sjö breskir ríkisborgarar. Þrír Svíar og einn Norðmaður voru einnig um borð.
Eþíópíska ríkisstjórnin hefur vottað aðstandendum hinna látnu samúð sína í tilkynningu sem skrifstofa forsætisráðherrans birti á Twitter.
The Office of the PM, on behalf of the Government and people of Ethiopia, would like to express it's deepest condolences to the families of those that have lost their loved ones on Ethiopian Airlines Boeing 737 on regular scheduled flight to Nairobi, Kenya this morning.
— Office of the Prime Minister - Ethiopia (@PMEthiopia) 10 March 2019