Karlmaður var handtekinn og færður í fangaklefa eftir að hann reyndi að skalla lögreglumann í Reykjavík um klukkan fjögur í nótt.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Þá segir einnig að klukkan 22:30 í gærkvöldi hafi verið tilkynnt um líkamsárás í Breiðholti. Var maður handtekinn og vistaður í fangaklefa.
Um svipað leyti barst lögreglu tilkynning um unglingaslagsmál í Grafarvogi.
Um miðnætti barst lögreglu tilkynning um unglingadrykkju við grunnskóla í Kópavogi. Var einnig tilkynnt um líkamsárás fyrir utan skemmtistað í Kópavogi rétt fyrir klukkan þrjú í nótt. Var maður handtekinn og vistaður í fangaklefa.
Loks hafði lögregla afskipti af nokkrum fjölda sem ók undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.
Reyndi að skalla lögreglumann
Atli Ísleifsson skrifar
