Kvöldmaturinn stóð í íbúa Kópaskers í skjálftahrinunni: „Eins og einhver sé að keyra á húsið“ Birgir Olgeirsson skrifar 27. mars 2019 11:30 Frá Kópaskeri. FBL/Pjetur „Kvöldmaturinn stóð í mér,“ segir Guðmundur Magnússon, hafnarvörður á Kópaskeri þegar skjálfti að stærð 3,1 reið yfir klukkan hálfníu í gærkvöldi. Guðmundur og kona hans Rannveig Halldórsdóttir voru nýkomin heim eftir vinnu og sátu fyrir framan sjónvarpið þar sem þau snæddu kvöldverð. Guðmundur lýsir því að þau hjónin hafi fundið fyrir þremur skjálftum um hálfníu leytið. Fyrst kom undanfarinn, svo mikill skellur og síðan minni eftirskjálfti. „Skáparnir byrjuðu að glamra við hliðina á okkur og svo kom höggið. Þetta er eins og einhver sé að keyra á húsið hjá manni. Það kom svona smá hvinur og svo dynkur. Svo titrar allt á eftir,“ segir Guðmundur. Skjálftahrina hefur staðið yfir í Öxarfirði suðvestur af Kópaskeri frá laugardegi. Tæplega 500 skjálftar hafa mælst í þessari hrinu í heildina en bara eftir miðnætti bættust 200 skjálftar við.Upptök hrinunnar hafa veriði Öxafirði, suðvestur af Kópaskeri.map.isTveir hafa mælst af stærðinni 3,1, annar um hálfníu gærkvöld og hinn á fjórða tímanum í nótt. Guðmundur segir það misjafnt hvort að íbúar finni fyrir skjálftunum. Þeir þurfa oftast að vera í kringum 2 að stærð og verða flestir varir við þá ef þeir eru ekki í miklum atgangi. Skjálfti af stærð 5,5 til 6 reið yfir í janúar árið 1976 þar sem miklar skemmdir urðu á húsum og börn, konur og gamalmenni voru flutt í burtu. Hann var rifjaður upp í fréttum Stöðvar 2 fyrir þremur árum. Guðmundur segir þennan mikla skjálfta sitja í þeim íbúum Kópaskers sem upplifðu hann og svona hrinur minna íbúana rækilega á þann kraft sem býr í náttúrunni.Guðmundur Magnússon, hafnarvörður á Kópaskeri.„Konan mín var hérna á svæðinu þegar þetta var. Ég sjálfur er ekki uppalinn hérna. En hún man vel eftir þessu, var í gamla grunnskólanum á Kópaskeri og það var mikill hamagangur þegar þau voru að hlaupa út. Þetta situr í þeim sem lentu í þessu en aðrir hafa ekkert lent í þessum skjálftum og vita því ekki alveg hvernig það var,“ segir Guðmundur. Hann segir íbúa á Kópaskeri öllu vana þegar kemur að jarðskjálftum. Sú hrina sem hefur gengið yfir síðustu daga á sér fordæmi en svipaðar hrinur hafa riðið yfir. Það var í maí árið 1997, apríl 2007, apríl 2009 og í október árið 2014. Guðmundur segir að það hafi verið mikill ófriður dögum saman þegar jarðskjálftahrina gekk yfir nærri Grímsey árið 2013. Íbúar á Kópaskeri hafa verið beðnir um að huga að innanstokksmunum og viðbragðsáætlunum en Guðmundur segir íbúa ávallt með þetta í huga þegar hrinur ganga yfir. „Þá fara menn að setja hespurnar á aftur. Ég er ekki búinn að festa allt en skápana er ég með fasta og yfir hurðunum. En myndir og annað, það kemur þá bara niður ef það verður eitthvað stórt. Fólk er aðeins farið að tala um þetta í morgun. Ég er ekki búinn að tala um þetta við marga en tveir þeirra höfðu ekki hugmynd um þetta.“ Eldgos og jarðhræringar Norðurþing Tengdar fréttir Tvö hundruð skjálftar bættust í hrinuna eftir miðnætti Tveir skjálftar mælst 3,1 að stærð og íbúar á Kópaskeri beðnir um að huga að innanstokksmunum og viðbragðsáætlunum. 27. mars 2019 10:38 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Sjá meira
„Kvöldmaturinn stóð í mér,“ segir Guðmundur Magnússon, hafnarvörður á Kópaskeri þegar skjálfti að stærð 3,1 reið yfir klukkan hálfníu í gærkvöldi. Guðmundur og kona hans Rannveig Halldórsdóttir voru nýkomin heim eftir vinnu og sátu fyrir framan sjónvarpið þar sem þau snæddu kvöldverð. Guðmundur lýsir því að þau hjónin hafi fundið fyrir þremur skjálftum um hálfníu leytið. Fyrst kom undanfarinn, svo mikill skellur og síðan minni eftirskjálfti. „Skáparnir byrjuðu að glamra við hliðina á okkur og svo kom höggið. Þetta er eins og einhver sé að keyra á húsið hjá manni. Það kom svona smá hvinur og svo dynkur. Svo titrar allt á eftir,“ segir Guðmundur. Skjálftahrina hefur staðið yfir í Öxarfirði suðvestur af Kópaskeri frá laugardegi. Tæplega 500 skjálftar hafa mælst í þessari hrinu í heildina en bara eftir miðnætti bættust 200 skjálftar við.Upptök hrinunnar hafa veriði Öxafirði, suðvestur af Kópaskeri.map.isTveir hafa mælst af stærðinni 3,1, annar um hálfníu gærkvöld og hinn á fjórða tímanum í nótt. Guðmundur segir það misjafnt hvort að íbúar finni fyrir skjálftunum. Þeir þurfa oftast að vera í kringum 2 að stærð og verða flestir varir við þá ef þeir eru ekki í miklum atgangi. Skjálfti af stærð 5,5 til 6 reið yfir í janúar árið 1976 þar sem miklar skemmdir urðu á húsum og börn, konur og gamalmenni voru flutt í burtu. Hann var rifjaður upp í fréttum Stöðvar 2 fyrir þremur árum. Guðmundur segir þennan mikla skjálfta sitja í þeim íbúum Kópaskers sem upplifðu hann og svona hrinur minna íbúana rækilega á þann kraft sem býr í náttúrunni.Guðmundur Magnússon, hafnarvörður á Kópaskeri.„Konan mín var hérna á svæðinu þegar þetta var. Ég sjálfur er ekki uppalinn hérna. En hún man vel eftir þessu, var í gamla grunnskólanum á Kópaskeri og það var mikill hamagangur þegar þau voru að hlaupa út. Þetta situr í þeim sem lentu í þessu en aðrir hafa ekkert lent í þessum skjálftum og vita því ekki alveg hvernig það var,“ segir Guðmundur. Hann segir íbúa á Kópaskeri öllu vana þegar kemur að jarðskjálftum. Sú hrina sem hefur gengið yfir síðustu daga á sér fordæmi en svipaðar hrinur hafa riðið yfir. Það var í maí árið 1997, apríl 2007, apríl 2009 og í október árið 2014. Guðmundur segir að það hafi verið mikill ófriður dögum saman þegar jarðskjálftahrina gekk yfir nærri Grímsey árið 2013. Íbúar á Kópaskeri hafa verið beðnir um að huga að innanstokksmunum og viðbragðsáætlunum en Guðmundur segir íbúa ávallt með þetta í huga þegar hrinur ganga yfir. „Þá fara menn að setja hespurnar á aftur. Ég er ekki búinn að festa allt en skápana er ég með fasta og yfir hurðunum. En myndir og annað, það kemur þá bara niður ef það verður eitthvað stórt. Fólk er aðeins farið að tala um þetta í morgun. Ég er ekki búinn að tala um þetta við marga en tveir þeirra höfðu ekki hugmynd um þetta.“
Eldgos og jarðhræringar Norðurþing Tengdar fréttir Tvö hundruð skjálftar bættust í hrinuna eftir miðnætti Tveir skjálftar mælst 3,1 að stærð og íbúar á Kópaskeri beðnir um að huga að innanstokksmunum og viðbragðsáætlunum. 27. mars 2019 10:38 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Sjá meira
Tvö hundruð skjálftar bættust í hrinuna eftir miðnætti Tveir skjálftar mælst 3,1 að stærð og íbúar á Kópaskeri beðnir um að huga að innanstokksmunum og viðbragðsáætlunum. 27. mars 2019 10:38