Segir Íslendinga hafa full yfirráð í raforkumálum í orkupakka III Heimir Már Pétursson skrifar 22. mars 2019 20:00 Þingsályktun og frumvarp um innleiðingu þriðja orkupakka Evrópusambandsins verða lögð fram á Alþingi í næstu viku. Utanríkisráðherra segir það sameiginlegan skilning Íslendinga og Evrópusambandsins að Íslendingar hafi áfram einir full yfirráð yfir raforkumálum landsins. Íslendingar hafa innleitt orkupakka eitt og tvö sem fólu í sér markaðsvæðingu á framleiðslu og sölu á raforku. Þriðji orkupakkinn felur í sér ákvæði um neytendavernd og aðgang að flutnings- og dreifikerfum, gagnsæi á markaði, aðskilnað samkeppnisrekstrar í framleiðslu og sölu frá sérleyfisrekstri í flutningi og dreifingu. Margir óttuðust að með innleiðingunni fælist að gefið væri eftir vald í raforkumálum til alþjóðlegrar stofnunar Evrópusambandsins og verð á raforku myndi hækka með tengingu við evrópska raforkumarkaðinn. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir ekkert breytast varðandi yfirráð Íslendinga yfir raforkumálum sínum. „Það hafa margir haft áhyggjur og við höfum komið til móts við þær. Þetta er orkupakki á íslenskum forsendum. Menn hafa haft áhyggjur af tvennu. Annars vegar að þetta standist ekki stjórnarskrá og hins vegar að við yrðum tengd orkumarkaði Evrópu hvort sem okkur líkaði betur eða verr. Það mun ekki gerast,” segir Guðlaugur Þór. Utanríkisráðherra leggur þingsályktunartillögu um innleiðingu pakkans fyrir Alþingi í næstu viku og iðnaðarráðherra leggur fram frumvörp um breytingar á raforkulögum og lögum um Orkustofnun sem ætlað er eftirlitshlutverk með málaflokknum. Þær reglur sem eiga við um flutning raforku yfir landamæri eru innleiddar með þeim lagalega fyrirvara að þær komi ekki til framkvæmda nema að Alþingi heimili lagningu raforkustrengs. „Það eru allir fræðimenn sem að málinu hafa komið sammála um að þetta standist stjórnarskrá. Sömuleiðis er það tryggt að hér verður ekki lagður sæstrengur nema Alþingi ákveði það sérstaklega. Og þá þarf að byrja með málið í rauninni upp á nýtt,” segir Guðlaugur Þór. Þennan skilning hefur utanríkisráðherra fengið staðfestan á símafundi með orku- og loftslagsmálastjóra Evrópusambandsins. Til að ítreka afstöðu Íslands enn frekar ákváðu þingflokkar stjórnarflokkanna á sameiginlegum fundi á miðvikudag að umsókn um sæstrengsverkefnið IceLink til Skotlands yrði dregin til baka Alþingi Orkumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Þriðji orkupakkinn fer fyrir þingið Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að leggja orkupakkann fyrir Alþingi. 22. mars 2019 14:00 Funduðu um þriðja orkupakkann í Ráðherrabústaðnum Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja, Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna, komu saman til fundar í Ráðherrabústaðnum í dag klukkan 13:30 til að ræða þriðja orkupakkann. 20. mars 2019 15:55 Þingmenn stjórnarflokkanna funda um þriðja orkupakkann Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna, koma saman til fundar í Ráðherrabústaðnum í dag klukkan 13:30. 20. mars 2019 10:29 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Þingsályktun og frumvarp um innleiðingu þriðja orkupakka Evrópusambandsins verða lögð fram á Alþingi í næstu viku. Utanríkisráðherra segir það sameiginlegan skilning Íslendinga og Evrópusambandsins að Íslendingar hafi áfram einir full yfirráð yfir raforkumálum landsins. Íslendingar hafa innleitt orkupakka eitt og tvö sem fólu í sér markaðsvæðingu á framleiðslu og sölu á raforku. Þriðji orkupakkinn felur í sér ákvæði um neytendavernd og aðgang að flutnings- og dreifikerfum, gagnsæi á markaði, aðskilnað samkeppnisrekstrar í framleiðslu og sölu frá sérleyfisrekstri í flutningi og dreifingu. Margir óttuðust að með innleiðingunni fælist að gefið væri eftir vald í raforkumálum til alþjóðlegrar stofnunar Evrópusambandsins og verð á raforku myndi hækka með tengingu við evrópska raforkumarkaðinn. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir ekkert breytast varðandi yfirráð Íslendinga yfir raforkumálum sínum. „Það hafa margir haft áhyggjur og við höfum komið til móts við þær. Þetta er orkupakki á íslenskum forsendum. Menn hafa haft áhyggjur af tvennu. Annars vegar að þetta standist ekki stjórnarskrá og hins vegar að við yrðum tengd orkumarkaði Evrópu hvort sem okkur líkaði betur eða verr. Það mun ekki gerast,” segir Guðlaugur Þór. Utanríkisráðherra leggur þingsályktunartillögu um innleiðingu pakkans fyrir Alþingi í næstu viku og iðnaðarráðherra leggur fram frumvörp um breytingar á raforkulögum og lögum um Orkustofnun sem ætlað er eftirlitshlutverk með málaflokknum. Þær reglur sem eiga við um flutning raforku yfir landamæri eru innleiddar með þeim lagalega fyrirvara að þær komi ekki til framkvæmda nema að Alþingi heimili lagningu raforkustrengs. „Það eru allir fræðimenn sem að málinu hafa komið sammála um að þetta standist stjórnarskrá. Sömuleiðis er það tryggt að hér verður ekki lagður sæstrengur nema Alþingi ákveði það sérstaklega. Og þá þarf að byrja með málið í rauninni upp á nýtt,” segir Guðlaugur Þór. Þennan skilning hefur utanríkisráðherra fengið staðfestan á símafundi með orku- og loftslagsmálastjóra Evrópusambandsins. Til að ítreka afstöðu Íslands enn frekar ákváðu þingflokkar stjórnarflokkanna á sameiginlegum fundi á miðvikudag að umsókn um sæstrengsverkefnið IceLink til Skotlands yrði dregin til baka
Alþingi Orkumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Þriðji orkupakkinn fer fyrir þingið Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að leggja orkupakkann fyrir Alþingi. 22. mars 2019 14:00 Funduðu um þriðja orkupakkann í Ráðherrabústaðnum Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja, Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna, komu saman til fundar í Ráðherrabústaðnum í dag klukkan 13:30 til að ræða þriðja orkupakkann. 20. mars 2019 15:55 Þingmenn stjórnarflokkanna funda um þriðja orkupakkann Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna, koma saman til fundar í Ráðherrabústaðnum í dag klukkan 13:30. 20. mars 2019 10:29 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Þriðji orkupakkinn fer fyrir þingið Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að leggja orkupakkann fyrir Alþingi. 22. mars 2019 14:00
Funduðu um þriðja orkupakkann í Ráðherrabústaðnum Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja, Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna, komu saman til fundar í Ráðherrabústaðnum í dag klukkan 13:30 til að ræða þriðja orkupakkann. 20. mars 2019 15:55
Þingmenn stjórnarflokkanna funda um þriðja orkupakkann Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna, koma saman til fundar í Ráðherrabústaðnum í dag klukkan 13:30. 20. mars 2019 10:29